Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Page 8

Fálkinn - 08.06.1964, Page 8
telja stundirnar þar til hans hátign snýr heim aftur og brennur af löngun að sýna í verki ást sína, hollustu og hlýju.“ Áður en keisarinn sneri heim- leiðis tók hann á móti Ashraff systur sinni, sem hafði hraðað sér frá Sviss, og síðasta verk hans í Róm var að leysa Nouri ambassador frá störfum sínum. Á miðnætti tók hann flugvél til Bagdad og hinn 23. ágúst, ná- kvæmlega viku eftir flótta okk- ar lenti hann í höfuðborginni á ný. Spádómur minn hafði reynst réttur, að minnsta kosti hvað keisaranum viðvék. Til allrar hamingju var ég ekki ein eftir. Fyrir utan Ashraff kom móðir mín einnig til Rómar og fáeinum dögum síðar kom þjónustustúlka mín frá Teheran með hundinn minn. Hirðmarskálkurinn Garagozlou og frú hans flugu einnig til Rómar til að vera hjá mér. Hinn 7. sept. var ástandið talið nægilega tryggt og ég fékk að snúa heim. Keisarinn og Og þar með var vegurinn ruddur. Fagnandi mannfjöld- inn þusti að Zahedi og lög- reglan snerist einnig á sveif með honum. Skömmu síðar gafst Riahi, einnig upp. Dr. Mossadeq var nú orðinn einn eftir, að halda baráttunni áfram. Hann lokaði sig inni i húsi sinu og þegar lögreglu- imenn umkringdu það leitaði hann skjóls i kjallara á nær- liggjandi húsi. Það var ekki fyrr en daginn eftir að hann ók á fund Zahedis og kastaði sér íyrir fætur honum. Síðan hefur margt fólk eign- að sér heiðurinn af þessum áhrifaríku og sögulegu atburð- um. En hvorki hugrekki Zahe- dis hershöfðingja né banda- rískir dollarar né heldur stuðn- ingur Mullah Bebahani hefði getað áorkað þessu ef keisar- inn hefði ekki verið elskaður og dáður meðal þegna sinna. Hugboð mitt, sem ég hafði fengið á leiðinni til Bagdad hafði ekki verið eins fjarstæðu- kennt og þá virtist. Hann var miklu vinsælli hjá alþýðu manna en hann grunaði. Fólk- ið fann ósjálfrátt að hann gerði allt sem hann gat fyrir það, og það skildi að metorðagjarnir og valdagráðugir ofstækismenn höfðu rægt hann. Mohammed Reza beið nú á- tekta í Róm unz opinber til- kynning bærist um að hann sneri heim aftur. Meðan við vorum að snæða kvöldverð þetta miðvikudagskvöld, sagði hann allt í einu: „Það væri ef til vill betra, Soraya, ef þér kæmuð ekki heim með mér strax. Ég kysi heldur að þér væruð um kyrrt í Róm nokkra daga.“ Vonbrigði mín voru mikil og bitur. Ég hafði deilt með hon- um hinum erfiðu stundum. Hvers vegna mátti ég þá ekki vera við hlið hans á mestu sigurstundum lífs hans? „Ég er aðeins að hugsa um öryggi yðar,“ sagði keisarinn. „Sem stendur höfum við yfir- höndina, en það gæti breyzt fyrirvaralaust. Gerið svo vel og verið hér þangað til ástand- ið í íran er orðið nokkru trygg- ara.“ Það var þýðingarlaust fyrir mig að malda í móinn. Þetta var beinlínis skipun, sem ég hlaut að hlýða. Ég var mjög vonsvikin en ég sá að í þetta sinn tækist mér ekki að telja honum hughvarf, þar eð ákvörðun hans var byggð á skynsemi og tillitssemi. Á fimmtudag kom skeytið frá Zahedi. Það hljóðaði svo: „íranska þjóðin og herinn ráðherrarnir voru á flugvellin- um að taka á móti mér, og ég komst ekki hjá að hneigingarn- ar og beygingarnar voru nú ólíkt dýpri og hátíðlegri en áður en við flúðum úr landi. Hinn 18. nóvember var Mossadeq leiddur fyrir réttinn. Við fylgdumst með réttarhöld- unum í útvarpi. Það tók nokkr- ar vikur, en hinn 21. desember var hann dæmdur til dauða. Þar sem ég er yfirleitt andvíg dauðadómum spurði ég Moham- med Reza: „Ætlið þér að láta framfylgja dómnum?“ „Nei. Ég hata ekki Mossa- deq,“ sagði hann. „Ef hann hefði ekki verið væru olíulind- irnar okkar enn nýttar af út- lendingum. Og það er engin þörf að gera píslarvott úr hon- um.“ Keisarinn breytti dómnum í 8 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.