Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Qupperneq 23

Fálkinn - 08.06.1964, Qupperneq 23
eftir korti. En þess ber að gæta að þarna eru hreinviðri og stillur, heiðríkja meiri en annars staðar á hnettinum, út- sýni eins og augað eygir. Það er hvergi betra að fljúga en þarna nyrðra og hvergi eins skemmtilegt. — Hefurðu kynnst Grænlendingum að einhverju ráði í þessum ferðum? — Ég hef eignast marga ágæta vini og kunningja. Ég held að gestrisni sé hvergi innilegri en þarna. Nyrsta Eski- móabyggðin er við Scoresbysund, þangað voru fluttir Eski- móar milli 1920—1930 og stofnuð nýlenda. Við lendum út við mynni sundsins skammt frá Tóbín-höfða sem nafntogað- ur er úr veðurfréttum. Þarna flykkjast allir, sem vettlingi geta valdið út á ísinn þegar við komum og fagna okkur eins og aldavinum. Þarna kynntist ég ágætum Eskimóa sem hét Mads Kunah. Þannig var mál með vexti að fjórir Eskimóar höfðu farið til bjarndýraveiða norður í Carlsberg- fjörð. Þeir höfðu hreppt aftaka veður og orðið að grafa sig í fönn. Þar urðu þeir að hírast í marga sólarhringa og voru löngu orðnir matarlausir. Þegar veðrinu slotaði leituðu þeir byggða fótgangandi. Hundana og sleðana urðu þeir að i skilja eftir, hundarnir voru að niðurlotum komnir vegna þreytu og hungurs. Þegar fjórmenningarnir náðu loks til Meistaravíkur höfðu þeir hvorki borðað neitt né sofið Efst. Flugvélin er væntanleg öðru sinni til Scoresbysunds og íbúarnir eru farnir að tínast út á „völlinn,“ til að taka á móti henni. Næst efst. Og óðum fjölgar. Menn og börn horfa og horfa, en hundamir eru ekki eins spenntir og teygja makindalega úr sér a ísnum. Næst neðst. Hvaða dynur er þetta, segir svipurinn á svarta hund- inum. Gljáfaxi er í nánd. Neðst. Og hér er vélin lent.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.