Fálkinn - 08.06.1964, Blaðsíða 24
Starfsmaður í
veðurathugxuiar-
stöðinni í Dan-
markshavn. Með
þessum tækjum
er fylgzt með
loftbelgjum,
sem notaðir eru
við háloftaat-
huganirnar.
Sleðahundarnir
þurfa eðlilega
talsvert að borða.
Hér er Dani í
Meistaravík
að gefa þeim há-
degismatinn.
Daginn sem þeir
lentu í
Danmarkshavn
felldu Danir þar
þrjú sauðnaut,
en kjötið af
þeim er hið
mesta lostæti.
Hér sjáum við
Danina vera að
flá feng sinn. fs-
lendingunum
fannst kjötið
mjög gott og
fengu með
sér kjöt í soðið.
Gljáfaxi á flug-
vellinum í
Meistaravík.
Oddur flugvél-
stjóri stendur hjá
hreyflimun.
sólarhringum saman. Svo vildi til að við
áttum leið um Meistaravík til Scoresby-
sunds daginn eftir á flugvélinni. Danir
veittu leyfi til þess að við flyttum tvo
þessara manna heim til þeirra til Scoresby-
sunds, en hinir tveir ætluðu að snúa áftur
og sækja hundana sem þeir höfðu skilið
eftir. Annar þessara manna, sem við flutt-
um fannst mér tiltakanlega illa útbúinn
og eru þetta þó hraustmenni og þrek-
skrokkar, það varð því úr að ég gaf honum
að skilnaði forláta úlpu sem ég átti, fóðr-
aða innan með loðskinni. Þetta þótti hon-
um vænt um og urðum við miklir vinir,
hann sendi mér skeyti í þakkarskyni og
öðru hverju síðan hittumst við.
Þá er það í vor að ég kem aftur til
Scoresby-Sunds og býst við að hitta þennan
góða vin minn. En þá var mér sagt að
hann hefði drukknað nálægt Brewster-
höfða, hefði verið á bjarndýraveiðum en
farið niður um ís. Var hann þá á fleygi-
ferð á hundasleða með marga hunda en
lenti út á þunnan ís sem brast undan þeim
og lentu þeir í ísköldum sjónum. En þau
urðu fyrstu viðbrögð vinar míns þama
í helköldum sjónum að draga hníf úr
belti sér og reyna eftir megni að skera
á ólarnar, sem bundu hundana við sleð
ann og bjarga þannig lífi þeirra. Flestum
hundunum tókst honum að bjarga með
þessu móti áður en hann örmagnaðist og
drukknaði. Það er mikið gott í svona
manni, sem bregst þannig við á úrslita-
stundu. Þetta var hreinræktaður Græn-
lendingur, afbragðs veiðimaður. Hann átti
konu og þrjár ungar dætur, sjálfur var
hann á léttasta skeiði.
Selveiðar og bjarndýraveiðar stunda
Grænlendingar af miklu kappi og eru þær
þó hættulegar, þeir bruna á mikilli ferð
eftir ísnum og er aldrei að vita hvar leyn-
ist einnættur ís. Oft kemur það fyrir
að stórar spangir gliðna frá meginísnum
og reka út í hafsauga með menn og hunda.
En þetta er ævintýraland. Þarna er sí-
fellt hreinviðri, glampandi sól, hrikaleg
náttúrufegurð, ásýnd landsins stórfelld og
tröllsleg, kyrrðin djúp. Ég verð nýr og
betri maður í hvert sinn sem ég kem af
þessum slóðum. Og strax farinn að hlakka
til næsta vors. Þarna er bezta skíðaland
sem völ er á og við höfum brunað á skíðum
ófáar ferðir niður langar fjallshlíðarnar,
mér fyndist tilvalið að íslenzkt skíðafólk
tæki vél á leigu og héldi næsta skíðalands-
mót í Oscars-firði. Þar bregst aldrei gott
færi. Og þarna er æði fjölskrúðugt dýra-
líf, hver skyldi trúa því að þarna í 20
gráðu frosti væri sveimur af sólskríkjum
norður í Danmarkshavn og undu hag
sínum hið bezta. Og oft fljúgum við yfir
hjarðir af sauðnautum, þau eru friðuð í
Grænlandi og er stofninn nokkuð að rétta
við, Hausinn þarna fann ég upp í fjalli.
Hvítabirni sjáum við oft líka, þeir fara
flestir einir síns liðs nema birna sjáist á
ferð með húna sína. Birnimir eru ekki
grimmir nema þeir séu soltnir ellegar eigi
líf afkvæma sinna að verja, þó skyldi mað-
ur aldrei treysta þeim fullkomlega fyrir
lífi sínu.
Grænlendingar eru þrautsegir menn og
harðir af sér, ef til vill engir íhlaupamenn
og ekki tiltakanlega snarpir en því meiri