Fálkinn - 08.06.1964, Page 27
barn. Hann ér hugmyndinni
ekki svo fráhverfur í sjálfu sér
en segir að ekkert liggi á fyrr
en þau gifti sig. Og af hverju
að gifta sig strax fyrst þau
búa hamingjusöm án blessunar
prestsins? En Angéla vill ekki
gefa sinn hlut og ef Emile vill
ekki hjálpa henni til þess að
eignast barnið ákveður hún að
leita hjálpar utan heimilisins.
En það gengur ekki sem bezt
og þá hjálpar heimilisvinurinn
í málinu. Þegar Emile fréttir
þetta verður hann hinn versti
og ákveður að flytja til Mexico.
En áður en hann kemur þeirri
fyrirætlan sinni í framkvæmd
þá . . .
Það má segja að Godard sé
í essinu sínu í þessari mynd.
Hann beitir mjög skemmtileg-
um vinnubrögðum og oft á tíð-
um mjög nýstárlegum. Þótt
efnið virðist ekki í sjálfu sér
mjög viðamikið þá tekst honum
þó að skapa „spennu“ og halda
henni alla myndina. Og alls
staðar blasa við manni spaugi-
leg atriði og skemmtileg kímni.
Þetta er ekki fyrsta mynd
Godard og allar myndir hans
hafa vakið mikla athygli. Hann
þykir góður leikstjói'i og beitir
sem fyrr segir oft furðulegum
og skemmtilegum vinnubrögð-
um. Því miður hefur enn engin
mynda hans verið sýnd hér og
er því .ánægjulegt að þessi
mynd skuli tekin til sýningar.
Sú sem leikur Angéla heitir
Anna Karina og er dönsk. Hún
var áður þekkt ljósmyndafyrir-
sæta og sýningarstúlka. Hún
hafði áður leikið í einni mynd
en hafnaði leik í nokkrum
myndum hjá Godard. Það var
ekki fyrr en í þessari mynd að
hún þáði boðið — og það dró
nokkurn dilk á eftir sér því
þau eru nú gift.
Þeir sem leika Emile og Al-
fred heita Jan-Claude Brialy
og Jean Paul Belmondo og mun
óþarfi að kynna þá nánar.
Það er oft talað um „myndir
sem allir ættu að sjá“ og þær
eru býsna margar af þeirri
gerðinni.
Þarna er himnaríki
Framh. af bls. 25
þúsund þjala smiður og alhliða
snillingur, því ef eitthvað ber
út af, verður hann að vera við-
búinn að gera við hvað sem er,
hvort sem er í rafkerfi vélar-
innar eða mótor. Einnig hafa
þeir Henning Bjarnason og
Henning Finnbogason verið
með í þesum ferðum.
Flugfélagið
Framh. af bls. 21.
vaskurinn væri aðalmubblan á
sviðinu enda ekki laust við að
þessi nýja stefna væri stund-
um kennd við eldhúsvask í
góðu eða illu. Hámarkinu var
sennilega náð þegar leiksvið
eins þessara leikrita var salerni
verksmiðju einnar og söguhetj-
an salernisvörðurinn. En þó
skammt sé öfganna á milli verð-
ur því ekki neitað að ensk leik-
ritun hefur risið úr öskustónni
svo um munaði og endurnýjast
og eflst og haft áhrif um allan
heim. I London gefur að stað-
aldri að líta verk þessara ungu
meistara: Osborne, Pinter, Ar-
den, Delaney. Og auk þess
blómgast hin forna leiklistar-
hefð við hlið hinnar nýju,
Laurence Olivier hefur tekið
að séi' stórn þjóðleikhússins
brezka, þar eru endurvaktir
með elegansa fornir höfundar
og gerðir aðgengilegri nútíma-
mönnum, Shakespeare hefur
aldrei lifað betra lífi en nú,
400 árum réttum eftir dauða
sinn. Það sem heppnast vel
vestan hafs, á Broadway, er
gjarnan flutt austur um haf
og þannig fór um hið víðfræga
og umdeilda verk Edwards
Albee, „Hver er hræddur við
Virginiu Woolf,“ ég átti kost á
að sjá hina upprunalegu sýn-
ingu frá Broadway í Piccadilly-
leikhúsi í West End. Þannig er
varla hægt að koma til London
á hvaða tíma árs sem er, án
þess að einhver viðburður eða
viðburðir séu ekki á ferðinni á
sviði leiklistar, á því er engin
hætta að neinn fari fýluferð.
Þeir sem ekki kæra sig um
leiksýningar þurfa ekki heldur
að fara fýluferð til London því
þar má ganga að því vísu að
stöðugt séu haldnar sýningar
á hverju því sem augað gleður,
hvort sem um er að ræða
tiginborna ketti, hreinræktaða
hunda, bert kvenfólk eða þá
myndlist, sem hæst ber á hverj-
um tíma. Galleríin í Mayfair
eru að vísu ekki eins vel sótt
og nektar,,show“in í Vind-
myllustræti þar sem ýmsar
stjörnur hafa byrjað feril sinn
sem ungar óþekktar dansmeyj-
ar, en hitt er ekki orðum aukið
að nútímamyndlist hefur síð-
ustu árin tekið skjótum og
dularfullum þroska í London,
sem fram til þessa hefur verið
í sumra augum háborg íhald-
seminnar i heiminum. Sumir
hafa jafnvel fyrir satt að
þungamiðjan í nýtýzkulist sé
að færast vestur um Ermarsund
þó ekki sé haft hátt um það.
Sýning sú á nútímamyndlist,
sem nú stendur í Tate Gallery
rennir stoðum undir þessa
kenningu. „Painting and Soulp-
ture of a Decade“ heitir hún og
hefur vakið athygli um allan
heim. Hún verður opin til 28.
júní og listamenn úr öllum
heimshornum hafa þyrpst til
London í því skyni að sjá þessa
merku sýningu. Þar gefur að
líta verk meistara eins og
Braque, Picasso, Matisse auk
urmuls annarra, sem hæst hef-
ur borið á okkar dögum, sem
hafa mótað stefnuna og endur-
nýjað myndlist okkar aldar.
Ég hef áður getið þess að
það kunni að koma íslending-
um (og jafnvel Spánverjum)
spánskt fyrir sjónir að sjá
pálmatré vagga krónum sínum
fyrir léttri hafgolu á suður-
strönd Englands. Hugmyndir
okkar um England og Englend-
inga eru mjög þröngskorðaðar
og fremur einhæfar. Það kann
til dæmis að koma flatt upp á
neftóbaksþjóð eins og íslend-
inga að Englendingar kunna
manna bezt þá íþrótt að taka
í nefið og Tóbakseinkasalan
mætti hugsa sig tvisvar um
áður en hún auglýsir næst nef-
tóbaksnautn sem þjóðlegt fyrir-
brigði. Mörgum íslenzkum nef-
tóbaksmanninum þætti fengur
að koma tl London í hinar
mörgu búðir sem þar verzla
með neftóbak, þar er ekki um
færri en 50 mixtúrur að velja
en hér á þessu mikla neftóbaks-
landi skilst mér að ekki sé um
annað að ræða en Brödrene
Braun og Trausta. Skotar og
írar höfðu lengi tekið í nefið
áður en Englendingar hófust
handa og það var einkennileg
tilviljun, sem varð til þess að
neftóbaksnautn varð almenn í
Englandi með öllum stéttum.
Það var árið 1702 að sir George
nokkur Rooke, aðmíráll að tign,
tók herfangi nokkur spönsk
skip í Vigo-flóa, hlaðin tilbúnu
neftóbaki fyrir spánskan mark-
að. Ensku sjóliðarnir seldu her-
fangið í smáskömmtum þegar
heim kom og það var ekki að
því að spyrja, neftóbaksneysla
breiddist út eins og eldur í
sinu og varð tízkunautn.
Skottulæknar tóku neftóbak-
inu einnig fegins hendi og seldu
drjúgum sem allra meina bót.
Tízkuherrar á dögum Önnu
drottningar voru fljótir að not-
færa sér þessa nýju íþrótt, sem
gaf þeim tilefni til að sýna
fingralipurð og veifa fagur-
brydduðum vasaklútum. Jafn-
framt spratt upp ný listiðn-
grein, neftóbaksgerð, og beittu
menn ótrúlegustu hugkvæmni í
gerð tóbaksdósa. Tóbaksdósir
með leynilegri læsingu og ýmis
konar ornamenti komust í tízku
og safnarar gerðu sér mikinn
mat úr þeim eins og nærri má
geta.
Það voru þó ekki allir, sem
höfðu fyrir því að ganga um
með tóbakið í dós, þess er getið
um þann fræga mann, orða-
bókahöfundinn dr. Samuel
Johnson að hann tróð alla vasa
fulla af tóbaki umbúðalaust og
fór fingrum í vasann hvar sem
hann var staddur og tróð í
nasaholurnar.
Það var þó ekki fyrr en í
síðustu heimstyrjöld, sem nef-
tóbaksnotkun stóð með hvað
mestum blóma í Englandi,
starfsmenn í verksmiðjum,
flugmenn, sjóliðar og aðrir,
sem bannað var að reykja við
störf sín gripu til neftóbaks.
Annr.rs eru neftóbakskarlar af
öllum stéttum og stigum, fiski-
menn, prestar, lögfræðingar,
læknar, klæðskerar, leikarar
og prentarar eru þó taldir einna
tryggastir. Og þingmenn eru
taldir forfallnir neftóbakskarl-
ar.
Þeir íslendingar, sem líta á
neftóbaksnautn sem íþrótt og
list mega ekki láta hjá líða að
heimsækja Fribourg & Treyer
í Heymarket ef þeir leggja leið
sína til London. Af öllum þeim
mörgu neftóbaksbúðum í Eng-
landi er þessi sennilega elzt,
hún hefur starfað óbreytt frá
því árið 1720. Þar gefur að líta
úrval af öllum helztu mixtúr-
um neftóbaks, sem til eru, auk
þess sjást enn krukkur, dósir
og ílát sem notuð hafa verið
undir tóbak allt frá því búðin
tók til starfa. Þarna eru líka
dósir og krukkur Georgs kon-
ungs fjórða en hann tók feiknin
öll í nefið.
Þá er ég hafði skoðað húsa-
kynni Henry Fieldings, séð
leikrit Anouilhs og Edwards
Albees og fengið mér í nefið í
London hitti ég aftur ferða-
félagana, sem komu hressir og
endurnærðir frá Brighton og
höfðu unnið nokkrar fjái'fúlg-
ur í spilavítum og kjmnt sér
kvennafar Georgs fjórða, sem
gerði endur fyrir löngu fiski-
mannaþorpið Brighton að bað-
strönd og skemmtistað.
í stuttri grein er ekki hægt
að gera skil nema litlu einu
af því, sem ferðamönnum stend-
ur til boða í Merry Old Eng-
land. En þeir, sem hefðu hug
á að kynna sér nánar iivað
hægt er að gera og skoða í Eng-
landi ættu að leita xipplýsinga
hjá skrifstofu Flugfélags ís-
lands í Piccadilly í London.
Framh. á næstu síðu.
FÁLKINN 27