Fálkinn - 08.06.1964, Qupperneq 30
LITLA
SAGAIM
EFTIR
WILLY
BREIIMHOLST
borða stóran skammt af risotto
og drekka úr stórri flösku af
chianti, og skyndilega hrökk
Poul illilega við.
— Hatturinn minn! æpti
hann upp, nýi Borsalino hatt-
urinn minn! Hann er farinn!
Einhver hefur stolið honum!
Hann hafði, og það var raun-
ar dálítið kæruleysislegt af hon-
um, lagt hann frá sér á stól
við næsta borð, sem stóð autt,
og nú var hann farinn. Honum
hafði verið stolið.
Það voru ekkert falleg um-
mæli, sem ungi verzlunarfull-
trúinn viðhafði um Ítalíu það
sem eftir var dagsins. En þetta
var bara byrjunin. Það átti
eftir að versna enn. Þegar hóp-
urinn kom til Flórenz næsta
dag og sat inni á veitingahúsi
nálægt Piazza della Signorina
og var önnum kafinn við að
glíma við sérrétt hússins, cala-
maria, smokkfiskaarma, steikta
í olíu og skreytta með ólívum
og fleira fíneríi, þaut Poul allt
í einu upp aftur.
— Frakkinn minn! æpti
hann. — Nýi, dýri sumarfrakk-
inn minn!
að fá sér í hinni brennandi
heitu sól. Það varð nú enginn
Borsalino, en léttur og fallegur,
ítalskur stráhattur með loftgöt-
um. Ekta Flórenzmódel.
Hann var mjög stoltur af
nýja hattinum. Þegar hann sat
næsta dag með fallegu, ungu
og ljóshærðu konunni sinni á
litlum veitingastað við Palazio
Vecchio, til að seðja hungur sitt,
áður en þau héldu ferðinni
áfram til Rómar, leit hann ekki
andartak af stráhattinum sín-
um. Hann hafði sett hann á
hattahilluna og meðan hann
snæddi horfðL hann stöðugt á
hann. Hann tók tæplega eftir
hvað hann át. Hann fálmaði
eftir spaghettíinu, hann fálm-
aði eftir chianti-flöskunni, hann
fálmaði eftir glasinu, hann
fálmaði eftir expressókaffiboll-
anum — hann fálmaði eftir
öllu. Ekki eitt einasta augna-
blik vogaði hann sér að líta
af hinum dýrmæta Flórenz-strá-
hatti.
Án þess að líta af hattinum
kailaði hann á þjóninn, til að
borga.
— Cameriere, in conto per
favore!
ITALSKTINTERMESSO
Ungi verzlunarfulltrúinn,
Poul Hansen, og laglega unga
konan hans, Elísabet, höfðu
loks sparað nóg saman til þess
að fara í ferðaskrifstofu-ferð
um Ítalíu.
Það var ferð, sem Poul
Hansen mun seint gleyma.
Þegar í Feneyjum byrjuðu
vandræðin. Þau höfðu farið í
smá göngutúr ein sér til þess
að skoða dúfurnar á Markúsar-
torginu, lífið á síkjunum, um-
ferðina í litlu og þröngu götun-
um og allt það sem markverð-
ast er að sjá í þessari borg
gondólanna. Og nú sátu þau á
litlu útiveitingahúsi og voru að
Hann var farinn. Horfinn
sporlaust. Poul hafði hengt
hann á fatahengi við inngang-
inn. Það var vissulega ástæða
fyrir því að Poul væri dálítið
áhyggjufullur. Þetta var alveg
voðalegt. Hann hafði alls ekki
peninga á sér til að kaupa
nýjan frakka, en hatt varð hann
Þjónninn skrifaði reiknihg-
inn og lagði hann fyrir framan
Poul. Hann vogaði ekki að gá
að því hvort þjónninn hefði
lagt dagsetninguna við upphæð-
ina. Án þess að líta af hattin-
um dró hann seðlana upp úr
veskinu og borgaði.
— Mille grazie, signore!
Arrivederala e grazie ancora!
Poul lét sér nægja að þreifa
nokkurn veginn eftir því hve
mikið hann fengi til baka. Hann
tróð peningunum og reikningn-
um í vasann, án þess að líta
af hattinum og stóð upp.
— Komdu þá, Elísabet! sagði
hann og leit andartak af hatt-
inum.
Og þá brá honum hvað mest
í lífinu.
Einhver af þessum bannsett-
um ítölum hafði stolið konunni
hans!
W-dy Breinholst.
FALKINN