Fálkinn - 08.06.1964, Qupperneq 34
Ef inni er þröngt . . .
Framhald af bls. 31.
kempa Gletta, hryssa sem mun
frægust allra hrossa á íslandi í
dag. Og á henni sat eigandi
hennar, hestamaðurinn og
söngvarinn Sigurður Ólafsson.
Og sú gamla sýndi, svo ekki
varð um villzt, að lengi lifir í
gömlum glæðum. Og þó hefur
hún nokkur árin að baki, orðin
27 vetra.
Og svo komu riðlarnir hver
af öðrum. Þetta gekk furðu
fljótt fyrir sig, númerin hækk-
uðu óðum. Knaparnir stigu af
baki og fengu sér hressingu,
sumir sendu kunningja eða
krakka í söluskúrana í veð-
bankanum, aði ir drukku hesta-
skál að gömlum og góðum sið.
Von bráðar höfðu allir runnið
sitt skeið en ekki var öllu
þar með lokið. Nú var til-
kynnt að riðið skyldi eftir
brautinni nokkrum sinnum
fyrir dómnefndina og þul-
urinn gaf strangar fyrirskip-
anir um, að röð skyldi hald-
ið. Það væri synd að segja
að þeirri skipun hafi verið
hlýtt, enda ekki hægt um vik,
því til þess hefðu „herforingj-
arnir“ orðið að taka til starfa
að nýju með hrópum sínum og
köllum. Enda var reiðin næsta
sundurlaus, sumir knapanna
voru unglingar, sem lítt hirtu
um að fara að reglum og höfðu
gaman af að hleypa, eða misstu
taumhaldið á reiðskjótunum.
Bergur hét sá, er stjórna
skyldi hópferðinni. Fyrirskipan-
ir glumdu til hans úr hátölur-
um, en á þeim var einn galli.
Þær voru nefnilega gefnar er
hóparnir voru á brautarendum,
og þangað náðu hljóðbylgjurn-
ar frá hátölurunum ekki, nema
þá mjög útþynntar. Þó væri
synd að segja, að Bergur hefði
ekki gert sitt, en „enginn má
við mai'gnum."
Svo kom þar, að dómnefnd
34
þóttist hafa séð nóg í bili.
Knapar stigu af baki, en var
skipað að halda kyrru fyrir,
því brátt yrðu nokkrir útvald-
ir kallaðir til að ríða að nýju
fyrir dómnefndina. Áhorfend-
ur og þátttakendur skeggræddu
um það, hverjir myndu hljóta
náðina, og sýndist nokkuð sitt
hverjum, enda ekki fráleitt að
sumir hafi meira rætt þau mál
af tilfinningu en þekkingu,
einkum yngri kynslóðin. Ekki
get ég þó stillt mig um að segja
frá einum áhorfenda, Þorkatli
Bjarnasyni á Laugarvatni,
hrossaræktarráðunauti Búnað-
arfélags íslands, sem þarna var
meðal áhorfenda, og vona að
hann fyrirgefi mér, ef hann les
þessar línur. Þorkell mun sá
maður, er þekkir kosti flestra
hrossa á íslandi, og auðvitað
varð ég að hrella hann með
því, á meðan beðið var, að
spyrja hann álits. Og vel má
dómnefndin una skoðunum
hans, það kom fljótlega í ljós.
Svo voru númerin kölluð
upp. Nokkrir knapar fylktu liði
framan við dómpallinn. Og
þegar upptalningunni var lokið
gátu hinir rólegir sprett af hest-
um sínum. Þeirra þátttöku var
lokið — flestra með sóma. Svo
riðu hinir útvöldu nokkrum
sinnum fyrir dómnefndina,
tveir og tveir í senn. Og nú
lögðu knapi og fákur .sig alla í
líma, og það var óneitanlega
falleg sjón að sjá þá skunda
eftir vellinum. Svo kom nokk-
urt hlé, svo voru þrjú númer
lesin upp.
Þrír knapar stilltu hestum
sínum fyrir framan dómnefnd-
ina — allt konur. Númer 138 í
keppninni Freyr, rauðskjóttur
hestur, eign Kolbrúnar Kristj-
ánsdóttur, sem er margra barna
móðir og hefur þá óvenjulegu
atvinnu, hvað konu áhrærir, að
aka vörubifreið, en gefur sér
samt tíma til að temja hesta
— og bersýnilega með góðum
árangri. — Númer 46, Léttir
eign Rosemary Þorleifsdóttur,
þeirrar kunnu hestamanneskju,
sem hefur náð sérstakri leikni í
tamningu hesta og tamið þá til
að sýna listir, eins og borgar-
búum er kunnugt.
Númer 168, Prettur eign
Margrétar Johnson. Þessi hest-
ur var einnig rauðskjóttur.
Einhver hafði á orði því
í ósköpunum hesturinn héti
ekki Faxi, því Margrét er gift
Erni Johnson, forstjóra Flug-
félagsins, sem skírir allar sínar
flugvélar Faxa-nöfnum, eins og
kunnugt er. En kannski eiga
þau hjónin, sem bæði eru mikl-
ar og góðar hestamanneskjur,
Engum mun blandast hugur
um, að allar voru þær konurn-
ar, sem jafnframt voru allar
knapar á hestum sínum, vel að
heiðrinum komnar.
Þótt hér að framan væri í
hálfkæringi fundið örlítið að
einstöku atriðum í framkvæmd
keppninnar, þá eru þau svo
smávægileg, að ekki verður
þessi grein enduð svo, að Fáki
sé ekki hrósað fyrir þessa
keppni og framkvæmd hennar.
Firmakeppnin er undirbúin
þannig, að fyrirtækjum er gef-
inn kostur á að taka þátt í
henni, gegn hóflegu gjaldi.
Síðan er þeim úthlutað hestum
félagsmanna, sem taka þátt í
keppninni og undirbúningi
hennar í sjálfboðavinnu. Þar
ræður hendingin ein, hver
keppir fyrir hvern, og margir
þeir, sem tóku þátt í þessari
keppni, sem nú hefur verið
lýst, áttu sjálfir fyrirtæki — en
enginn keppti fyrir sitt! Ágóð-
anum af keppninni er svo varið
til styrktar starfsemi félagsins.
Þótt hún sé allra góðra gjalda
verð, og ein nóg ástæða til
þess að halda slíka keppni, er
þó meira um það vert, að þarna
eru sýndir fallegir hestar, og
eigendur þeirra leggja sig fram
að sýna fegurð þeirra og reisn.
Það er gott og blessað, að hest-
arnir geti hlaupið hratt, en
hestamaðurinn leggur eigi síður
stolt sitt í það að ná fram
fegurð fáksins. Og keppnir sem
þessar ættu óneitanlega að ýta
undir þá hneigð.
mb.
Falin fortíö
Framhald af bls. 11.
akandi með Ellie með sér, óró-
lega og hrædda. Allar verndar
tilfinningar hennar myndu
vakna, þegar hún hugsaði um
vinkonu sína liggja meðvitund-
arlausa á klettunum. Ég gat
heyrt hana skamma mig fyrir
að hafa horfið svona, öllum að
óvörum í gær.
Ég sofnaði. Einn svefnher-
bergisglugganna var opinn, og
ég vaknaði við hljóðið frá bíl,
sem var að skipta niður um leið
og hann lagði í brekkuna.
Kannski hafði ég verið að bíða
eftir þessu í svefninum. Hljóðið
blandaðist hávaðanum á sveita-
bænum. Það hlaut að vera
skrítið að vera læknir og hafa
alla þessa sjúklinga í kringum
sig.
Bíllinn stöðvaðist undir
glugganum mínum, og ég
heyrði hurð skella einmitt eins
og Ellie gerði það alltaf, held-
ur fast, og á eftir fylgdi lagleg,
stuttaraleg rödd Harolds, og
falkinn