Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Síða 38

Fálkinn - 08.06.1964, Síða 38
VARIÐ YKKUR Á' „ÞRENNINGUNNI41 Hofmeistarinn stanzaði í dyrum hásætissalarins og stappaði staf sínum í gólfið. „Fáfnir frá Hrafnab.iörgum," tilkynnti hann. Fáfnir gekk inn og féll á kné fyrir framan konunginn. Hann laut höfði og sagði: „Tryggur þ.iónn yðar hátignar, Fáfnir frá Hrafnab.iörgum.“ Sigurður stóð dálítið fyrir aftan Fáfni, meðan hann með leyfi konungsins útskýrði ástæðuna fyrir viðtals- beiðninni. „Og gagnstætt fyrirskipunum yðar hátignar hefur Ottó i Arnarkastala lagt til orrustu við gesti vora, Norðmenn- ina,“ sagði hann að lokum. „Ég krefst harðrar refsingar vegna dráps manna minna,“ bætti Sigurður ógnandi við. Svo kom löng þögn. Engin tignarmerki né skraut gátu dulið veikindi og veikleika hins gamla konungs. „Yðar hátign verður að gefa ákveðið fordæmi," sagði Fáfnir loks. „Það væri hyggi- legast að skipa Klæng að yfirgefa Arnarkastala. Ef um mót- spyrnu yrði að ræða skal ég með ánægju taka kastalann me hervaldi." „Ég mun leggja menn til aðstoðar," bætti Sigurður við, honum til stuðnings. Krónprinsinn stökk á fætur. „Síðan hvenær“ mótmælti hann reiðilega, „erum við farnir að ákæra og dæma aðalsmenn vora, án þess að gefa þeim tækifæri til að svara fyrir sig.“ Nú stóð Sigurður feti framar. „Er það siður í þessu landi að misþyrma eða jafnvel drepa ferðamenn?" sagði hann með upp- gerðarfyrirlitningu. „Sé svo verða útlendingar hér að gæta hagsmuna sinna sjálfir." „Það er þá í fyrsta sinn, sem Norð- mennirnir eru ekki einfærir um að „gæta hagsmuna sinna sjálfir," sagði prinsinn háðslega. „Hingað til hefur því verið öfugt farið.“ En nú reis konungurinn á fætur. „Blanda þú þér ekki í þetta, Alfreð," skipaði hann syni sínum veikri röddu. Ósjálfráðir kippir í vinstri helming andlits hans komu í veg fyrir frekari orðræður hans til krónprinsins. „Við munum rann- saka þetta mál mjög gaumgæfilega," sagði hann hvíslandi röddu við Fáfni. „Þér munuð verða látnir vita um ákvarðanir vorar. Viðtalinu er lokið.“ Að svo mæltu studdist konungurinn við son sinn út úr hásætissalnum. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.