Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Síða 39

Fálkinn - 08.06.1964, Síða 39
Falin fortíð Framhald af bls. 35. „Oh vertu nú svolítið glað- leg, Martine! Okkur líður eins og við værum glæpamenn, ef við skiljum þig eftir svona föla og skjálfandi í þessu stóra rúmi.“ „Það verður allt í lagi með mig.“ „Nú þekki ég stúlkuna mína,“ sagði Harold glaður. Þau kysstu mig síðan bæði. Ég hlustaði á bílinn aka burt og niður brekkuna, þar til vél- arhljóðið heyrðist ekki lengur, og ekkert heyrðist nema hljóð- in úr hinum óþreytandi hæn- tim. Madame Prosper kom með hádegisverð til mín. Ég sendi hann frá mér, án þess að hafa bragðað á honum. Hún hjálp- aði mér að hoppa útúr herberg- inu mínu og inn á fornlegt bað- herbergi við hliðina. Ég var al- ein fram í myrkur, að undan- skyidum þeim skiptum, þegar hún hjáipaði mér fram og kom með einhvern undarlegan drykk handa mér kl. 5, en af honum leifði ég. Alein í útlendu húsi með meiddan ökla, yfirgefin af vin- um mínum og með óráðna fram- tíð. Heitt bað, hviiík fjarstæða! Síðasti kafli míns fyrra lífs, áð- ur en raunverulegt líf hæfist, átti sannarlega eftir að verða hiægilegur. Fyrir fáum vikum hafði ég dansað við Joe, og hann hafði tekið mig í fang sitt í herberginu mínu með hvita gólfteppinu og gulllíkneskjun- um, allt þetta hafði gerzt án þess að við vissum,hvað væri framundan. Við höfðum verið að ráðgera bílferð til Afríku. Ég kjökraði af sjálfsmeðaumkun, og datt ekki einu sinni í hug að þurrka framan úr mér. Ég fylgdi með augunum í hundraðasta sinn í ljósaskipt- Unum langri rák á veggnum . . . blautri, hugsaði ég þung- lyndislega . . . þegar læknirinn opnaði dyrnar hljóðlega og gekk inn. Hann var í frakka, sem virtist helzt eiga heima ein- hvers staðar út á heiðunum. Hann kveikti á lampa við rúm- ið mitt og settist á stólinn, sem enn stóð, þar sem Haroid hafði skilið við hann fyrir sex kiukku- stundum. „Hvernig iíður sjúklingn- um?“ „Ágætlega.“ Hann vafði varlega utan af öklanum og horfði nokkra stund á marblettina, blárauða og Ijóta, sem voru eins og krækjuberj- arsaft á litin. „Hann er brotinn. Ég er viss um það. Þér voruð lánsöm.“ „Þau voru alltaf að reyna að segja mér það.“ „Vinir yðar, eigið þér við. Viðkunnanlegasta fólk.“ „Þeim fannst það sama um yður.“ „Gott.“ Hann vafði teygjubandinu aftur utan um öklann, og mér leið heldur betur í honum, eftir að bundið hafði verið fastar um hann. Svo breiddi hann ofan á mig eins og smábarn. Ég gætti þess að mæta ekki augum hans, og beið eftir því að hann færi. Þá gat ég horfið aftur til sjálfs- meðaumkunar minnar. En í stað þess að fara hallaði hann sér aftur á bak í stólnum. „Vinir yðar sögðu yður þess- ar slæmu fréttir.“ „Já.“ „Mér þykir fyrir þessu.“ Ég varð allt í einu hálf feim- in. Ég leit í augu hans. Augna- hárin voru þétt, augun grá og hann horfði á mig með bros á vör. „Ég hef ekki þakkað yður —.“ Það var ómögulegt að ljúka við setninguna. „Verið ekki að því. Ég hef ekki heyrt yður gera annað en þakka fyrir eitthvað, síðan þér komuð hingað í gærkvöldi.“ „En það var vingjarnlega —“ „Nei, ungfrú Black, það var ekki vingjarnlega gert. Þetta var það eina, sem hægt var að gera. Munduð þér ekki leyfa mér að liggja inni, ef ég hefði fótbrotið mig fyrir utan íbúð- ina yðar í Eaton Square?“ Ég brosti, þó að ég vildi það ekki. „Þér eruð að furða yður á þvi, hvernig ég veit, hvar þér eigið heima. Vinkona yðar, Ellie sagði mér frá því. Læknar verða alltaf að fá heimilisföng." „Ég geri ráð fyrir, að þér munuð setja mig á eitthvert spjald,“ sagði ég og var aftur orðin reið út í hann fyrir það, hve ópersónuleg röddin var. Hann var fyrsti maðurinn, sem ég hafði komizt í kynni við, og lét sig ruddaskap engu skipta. Ég var ókurteis. Það fór óskaplega í taugarnar á mér, að ég skyldi þurfa að vera þakk- lát, og það kom fram á hegð- un minni. „Oh, afsakið,“ sagði ég. Ekki vegna þess að engin svipbrigði höfðu sézt á andliti hans, held- ur vegna þess, að mér líkaði ekki hljómurinn í minni eigin rödd, Framh. í næsta blaði. FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.