Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1964, Síða 40

Fálkinn - 08.06.1964, Síða 40
NOTIÐ ALLA MÖGULEIKANA. Hugsaðu þér, lesandi góður, að þú sért með spil Vesturs hér á eftir og sögnin er sex spaðar. Norður spilar út spaða- níu og Suður fylgir lit. Hvernig er bezt að hagnýta alla möguleika spilsins? Athugaðu það vel áður en þú lest lausn- ina hér á eftir: Vestur A Á-K-D-6-5-4-3 V 6-3-2 ♦ Á * Á-D Austur A G-10-8 V Á-K-G-4 ♦ D-6-3-2 * 9-2 Vestur spilar sex spaða. Norður spilar út spaðaníu og Suður á spaða. Vestur á marga möguleika í spilinu; svíningu í laufi, svíningu í hjarta, hjartadrottning tvíspil í Suðri, og að tígulkóngur sé þriðji hjá annað hvort Norður eða Suðri. Til þess að samræma alla þessa möguleika á réttan hátt vinnur Vestur trompútspilið og spilar tígulás í öðrum slag, spilar blindi inn á tromp (en þau eru þá búin hjá mótherjunum) og trompar tígul heima. Blindum er aftur spilað inn og nú á hjartaás og tígull enn trompaður. Segjum að tígulkóngurinn hafi ekki enn sést. Hjarta er spilað og tekið á kónginn í blindum og tíguldrottningu spilað. Ef Suður lætur lítinn tígul eða sýnir eyðu í litnum, kastar Vestur niður hjarta á einfaldan hátt, og leyfir Norðri að fá slaginn á tíglkóng. Norður er þá algerlega varnarlaus. Hann má ekki spila laufi í gaffal, Á-D Vesturs, heldur ekki hjarta eða tígli í tvöfalda eyðu. Ef hins vegar Suður lætur tígulkóng á drottninguna, þegar henni er spilað frá blindum, trompar Vestur og spilar síðasta hjartanu. Komi þá í ljós, að Suður hefur átt hjarta- drottningu fjórðu upphaflega, getur Vestur enn reynt síð- asta möguleika sinn, spilað blindum inn á tromp og svínað laufadrottningu. En ef þú hefur notað möguleika spilsins í réttri tímaröð eins og sýnt er hér að ofan mátt þú vera ánægður og nær öruggur, að einhver möguleikinn hafi heppnazt. — Samkvæmt fjárhagsáætlun okkar er komið að jólum nú þegar! Sorya Framhald af bls. 9. brautarendann og gerði mig taugaóstyrkan.“ Tíu mínútum síðar reyndi hann aftur, en þótt enginn stæði nú við brautina gerðist nákvæmlega hið sama. Það voru greinilega taugarnar sem léku hann grátt. Keisarinn sagði: „Það tekst í næsta skipti.“ Liðsforinginn í flugturninum kvaddi samt á vettvang slökkvi- lið og sjúkrabifreið. Þegar þriðja tilraun keisarans til að lenda misheppnaðist einnig stakk liðsforinginn kurteislega upp á: „Ef yðar hátign hefur nægi- legt eldsneyti held ég það væri betra að fljúga yfir í fimmtán mínútur eða svo, þar til þér hafið jafnað yður.“ Við þessi orð hans tóku Zahedi og hinir farþegarnir fram kóraninn og byrjuðu að þylja bænir sínar. Þeir tautuðu aðeins í hálfum hljóðum til að gera ekki keisarann óstyrkari en hann var fyrir. En Allah hlýtur að hafa heyrt til þeirra þrátt fyrir það, því að loks tókst okkur að lenda en þó með þeim harmkvælum að vél- in skoppaði til og frá, hristist og nötraði. Afleiðingin varð sú að eftir þetta óx andúð mín á að fljúga. Þetta sama kemur fyrir margt fólk í ýmsum atvikum. Til að byrja með höfum við enga hugmynd um hættuna og erum því óttalaus unz reynslan kenn- ir okkur að hræðast. * li gamla daga fannst mér alltaf sérlega gaman að fljúga, en nú dreg ég alltaf andann léttar, þegar ég er komin heilu og höldnu á áfangastað. Ég veit að hættan er ekki meiri en í járnbrautarlest eða bíl, en þótt við vitum um slíkt hefur það lítil áhrif á tilfinningar okkar. Við lifðum nú meira sam- kvæmislífi en meðan Mossadeq var við völd. Hvenær sem við fórum til Ramsar, Balbosar eða Abe-Ali buðum við alltaf með okkur nokkrum vinum okkar. Ég hafði hjá mér nafnalista og bauð svo beztu kunningjum okkar og vinum til skiptis í þessar ferðir. Auðvitað varð ég að sjá svo um að allt helzta fólkið fengi sams konar boð og veizlur, svo að enginn yrði móðgaður og var það hægara ort en gert, eins og geta má nærri. En nánustu vinir okkar voru aðallega ungt gift fólk. Sumir þeirra — til dæmis Madjid, Jamshid og Gobad Bakhtiary — voru fjarskyldir ættingjar mínir. Hinir tveir fyrstnefndu voru hvorki sérlega ríkir né voldugir. Þeir voru bara góðir félagar, sem ánægja var að hitta. Gobad var hins vegar vel þekktur arkitekt, sem hafði gert minnismerki Reza keisara og einnig hjálpað okkur að teikna sundlaugina okkar. Meðal annarra eftirlætisgesta okkar var Adl prófessor, helzti skurðlæknir landsins og Mass- oud Furugi sonur fyrrverandi forsætisráðherra. Báðir voru þeir menn kvæntir frönskum konum og sama máli gegndi um frænda minn Madjid og þessar þrjár konur — Ginette, Bébé og Fernande — voru einnig velkomnar, þar sem okkur gazt einkar vel að þeim fyrir frjáls- lega og þokkafulla framkomu og fjör þeirra og gleði. Fleiri má nefna, og til dæmis Hussein Fahrdust, gamall skóla- félagi keisarans frá Sviss, og sömuleiðis hjónin Mehdi og Vida Namasi. Mehdi var frændi Namasi, sem var margfaldur milljónamæringur og stóð fyrir ýmsum miklum byggingar- framkvæmdum á eigin kostnað, til hagsbóta fyrir heimaborg sína, Shiras. Hann býr nú í Bandaríkjunum. Vida átti dálít- ið sameiginlegt með mér, þar eð hún hafði einhverju sinni verið kynnt fyrir keisaranum sem hugsanlegt konuefni hans. Og þó að hann hefði valið mig, hélt honum áfram að þykja vænt um hana, og því var henni og eiginmanni hennar oft boðið. Hún var sérstaklega lagleg og mjög þægileg og notaleg í fram- komu. E JB-4inhverju sinni var okkur boðið á grímuball. Við máttum að sjálfsögðu ekki halda slík samkvæmi sjálf — en ekki var haft á móti því, þótt við tækj- um þátt í þeim gleðskap, ef hann var haldinn á einkaheim- ili. Keisarinn ákvað að búa sig sem ljón. Sjálfa langaði mig til að leika pínulítið á vini mína vegna þess að ég vissi hvað þeir yrðu ákafir að uppgötva hvernig keisarahjónin yrðu klædd. Ég sagði því við eina vinstúlku mína skömmu fyrir dansleikinn: „Ég ætla að vera Madame de Pompadour, en þér megið FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.