Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 4

Fálkinn - 31.08.1964, Qupperneq 4
Ef þér viljið veita yður og gestum yðar úrvals máltíðir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér orugglega NAUSTIÐ 4 FALKINN Enn um bréf „Eins úr Vesturbænum“. Háttvirta Pósthólf. Ég rita þessar fátæklegu lín- ur í von um, að þú ljáir pláss í Pósthólfinu og að þær komi fyrir augu „Eins úr Vestur- bænum“, sem þú birtir bréf frá í 32. tbl. þann 10. ágúst s.l. Ég held, að ég hljóti að tala fyrir munn flestra utanbæjar- manna (og þá skilja allir að átt er við utan Reykjavíkur) þegar ég bið Reykvíkinga af- sökunar á því hræðilega atviki sem skeði á Akranesi á dögun- um og segi að við megum skammast okkar, niður úr öllu valdi fyrir að fetta fingur út í svoleiðis smámuni, eða að segja aukatekið orð, þótt hinn há- æruverðugi markvörður úr „Stórborginni“ berði einn af mótherjum sínum niður. Við ættum þó að vita, eins og bréf- ritari segir, þá standa „Stór- borgarmenn" okkar miklu framar að öllu leyti! En ekki nóg með það, að við verðum okkur til skammar á Akranesi, heldur gera t.d. Akureyringar sig seka um þá svívirðu að hvetja sína heimamenn í knatt- spyrnuleik, og það finnst bréf- ritara skiljanlega alveg glæp- ur. — Nei, við eigum að knékrjúpa og lúta höfði í þögulli lotningu þegar við svo mikið sem vitum af nálægð þeirra „Stórborgar- manna“. Það væri annars mik- ið hagræði af því, að Reykvík- ingar sem eru eins sinnaðir og „Einn úr Vesturbænum" bæru á sér eitthvert auðkenni þegar þeir voga sér út úr bænum (afsakið ,,Borginni“) svo að okkur vesælum utanbæjar- mönnum verði ekki á þau hræðilegu mistök að gleyma að hneigja okkur þegar þeir fara hjá. Annars hugsa ég að þessi úr Vesturbænum þurfi ekki auðkenni því svoleiðis menn þekkjast auðveldlega úr. Svo að lokum þetta. Ég er ekki sammála bréfritara um það að næsta þing Knatt- spyrnusambands íslands eigi að fjalla um að taka afstöðu til þess hvort banna eigi knatt- spyrnu úti á landi, heldur álít ég að stærsta vandamálið í dag sé hvað utanbæjarliðin séu orðin óforskömmuð að sigra „Borgarliðin“ hvað eftir annað úti á landi og jafnvel í sjálfri „Borginni“, þar sem heima- menn ættu þó eftir því sem vesturbæingurinn segir að þora að sigra, í það minnsta vegna hinna prúðu reykvísku áhorfenda. Nú gæti jafnvel það hættu ástand skapast að utan- bæjarmenn yrðu Borgarbúum fremri í knattspyrnu, og þeirri hættu verður að bæja frá, því það er hvorki meira né minna en heiður heillrar „Borgar“ í veði. Svo enn að lokum. Húrra fyrir „Einum úr Vesturbæn- um“ og öllum hans líkum. Með beztu þökk fyrir birt- inguna. Bjax. P.S. Hann gekk langt sagðirðu. Ég vona að ég hafi ekki gengið lengra og fái að fljóta með. Innilegar þakkir fyrir gott blað! Sami. Svar: ÞaÖ Tcann aö vera aö sumum finnist þú ganga langt en þaö fá allir aö fljóta meö sem skrifa og þaö er einmitt gaman aö umrceö- um sem þessum. Háttvirta blað! Ég sé að bréf mitt sem ég skrifaði fyrir löngu síðan í pósthólf Fálkans hefur vakið töluverða athygli og hneykslan sumra mun mér óhætt að segja. Þeir þarna á landsbyggðinni geysast nú fram á ritvöllinn hver um annan þveran til að bjarga dreifbýlinu og er þeim greinilega mikil alvara niðri fyrir. Er gleðilegt til þess að vita að enn skuli finnast þar menn sem taka sér penna í hönd og festi á pappír innstu hugrenningar sínar um sjálfa sig og tilveruna. En gæðin fara því miður ekki eftir magninu. Eins og við var að búast eru þessi bréf þeirra mest upphrópanir og á- kölíun og þeir skilja bezt sjálf- ir hversu bágt þeir eiga með svör. Einn segir eitthvað á þá leið að utanbæjarmenn „beri höfuð og herðar yfir Reykvík- inga.“ Þetta er svo ekki rök- stutt frekar. Hvað skemmtilegast finnst mér bréf frá einhverjum sem kallar sig Bjax. Ég hef það ein- hvern veginn á tilfinningunni að honum hafi gengið iila að baxa þessu bréfi sínu saman, enda kannski skiljanlegt þegar allar aðstæður eru athugaðar. Mig langar til að gera bréf þessa Bjax að umræðuefni hér á eftir. Hann byrjar á því að biðjast afsökunar fyrir utanbæjar-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.