Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Side 23

Fálkinn - 31.08.1964, Side 23
ISEFUR ; Á meðan flestir borgarbúar sofa vœr- um svefni í rúmum sínum eru nokkr- ir sem vaka og gœta eigna fyrir- tœkja 1 borginni fyrir átroðningi og hvers konar áscelni af náungans hendi. Þetta er í flestum tilfellum ró- legur starfi en alltaf má búast við heim- sóknum þeirra sem betur vœru heima £ rúmum sínum og létu ekki sjá sig. Hér segjum við í stuttri grein frá heim- sóknum sem við gerðum nokkrum nœturvörðum í borginni. bílnum fyrir framan fangageymsluna, sem er næsta hús. Þar standa útidyr upp á gátt og þeir eru að hleypa inn svölu næturloftinu, en kannski eru í þessu húsi dyr sem ekki verða opnaðar fyrr en langt er liðið á morguninn, og kannski verða það framlágir menn sem þar ganga út. Þeir hafa lagt stórum dráttarbíl í portið til að menn skuli ekki eiga of greiðan aðgang. Við smeygjum okkur framhjá honum og höldum upp í portið. Þarna er mikið af alls konar bílflökum í misjöfnu ástandi. Þarna er líka mikið af véla og bílahlutum og hjólbörðum. Þetta er eins og að koma í bílakirkjugarð. Þessi farartæki hafa flest sagt sitt síðasta en ýmsir hlutir úr þeim eru enn nýtilegir og hingað kemur margur þeirra erinda að leita sér varahluta. Við göngum að einu flakinu. Það sem eftir er, er aðeins yfirbyggingin, og hún er illa farin. Við reynum að opna eina hurðina og þá er sagt fyrir aftan okkur í hörðum tón: — Hvað eruð þið að fara piltar? Sá, sem þetta mælir stendur á palli fyrir framan skýli neðst í portinu, klæddur úlpu. — Við erum að fara hér upp í portið. — Þið eigið lítið erindi þangað. — Við erum bara að skoða dótið. — Hér fer enginn inn eftir klukkan ellefu á kvöldin.. Ef það er eitthvað sérstakt sem ykkur vantar þá getið þið komið á morgun hingað niður eftir. — Við göngum niður að skýlinu og hann fer inn fyrir. Við höldum á eftir honum. Þarna inni eru tveir kettir. Annar situr uppi á borði og er að snurfusa sig til. Hinn situr á gólfinu og þegar hann sér snúruna úr ljósmæli ljósmynd- arans þá kemur leikur í hann og hann stekkur í snúruna. — Þú hefur félagsskap. — Já, ég hef þá tvo greyin, segir hann og harði tónninn er horfinn úr röddinni. Svo hef ég hér hund líka, stóran og mikinn af Scháferskyni. Hann er hér einhvers staðar uppi í portinu. Ég er hissa á að hann skuli ekki hafa komið á — Nei, hér er ekki reimt, sagði næturvörðurinn í Olíustöð BP.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.