Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 19

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 19
séra Emanuele Canatarinicchia hefði ekki heitið mér því að leiða mig í allan sannleika um eðli Mafiunnar og starfshætti. Þegar ég hitti prestinn síðast hafði hann látið sér nægja að gefa mér ýmislegt í skyn: „Nýja sjúkrahúsið í Corleone er eitthvert það fegursta í allri Sikiley. Þar eru hundrað rúm, það ér nýtýzkulega innréttað og búið öllum nýjustu lækningatækj- um. Læknar og hjúkrunarkonur eru reiðubúin, það er enginn hörgull á starfsliði“ „Þá held ég allt sé í sómanum,“ sagði ég. „Ekki aldeilis. í þessu fagra nýtízkulega sjúkrahúsi eru ekki einu sinni hægt að láta taka úr sér botnlanga." „Hvursu víkur því við?“ spyr ég öldungis hlessa. „Sjúkrahúsið hefur ekki getað tekið til starfa enn þá.“ „Ekki getað tekið til starfa?“ Séra Emanuele fórnaði höndum: „Sjúkrahúsið var tilbúið fyrir sex árum, en hefur ekki getað tekið til starfa vegna þess að vatnslögn og skólpleiðslu vantar. Sex ár!“ „Það er stórfurðulegt að ekki skuli hægt að koma fyrir vatnslögn og skólpleiðslum,“ sagði ég. Presturinn andvarpaði sáran: „Aðeins fyrir nokkrum dög- um varð barn að fara fótgangandi sextíu kílómetra til Palermo til að heimsækja föður sinn þar á sjúkrahúsi. Barnið átti ekki fyrir fargjaldi. Þeir sem lengst eru leiddir verða að leita sjúkrahúsvistar í Palermo." „Lengst leiddir? Er þá annað sjúkrahús í Corleone?" Presturinn hló biturlega: „Ef þér getið kallað það því nafni, daunilla og skítuga svínastíu. Það er hið svonefnda „gamla sjúkrahús," sem „Hvíta bræðralagið" rekur. Um hreinlæti er ekki að ræða, þá er betur gengið um sláturhús þorpsins.“ „Þetta er kynlegt,“ sagði ég. Presturinn kinkaði kolli og sagði mér að hér væri Mafian að verki. Hann skoraði á mig að koma til Corleone og kynna mér ástandið. Ég varð við þeirri áskorun hans og leitaði hann uppi fyrsta dag minn í þorpinu. Ég fann hann að vísu, en hann var þá allur annar maður en fyrst er við sáumst. Hann fór undan í flæmingi og hvíslaði að mér að bezt væri að við töl- uðum sem minnst saman. Og þar með var hann þotinn brott í bifreið sinni. Samt sem áður tókst mér að komast til botns í málinu. Ég get ekki nefnt nafn mannsins, sem skýrði mér frá öllu og sagði mér hvernig var í pottinn búið, með því móti mundi ég stuðla að því að sá hinn sami yrði sá 244. í kirkjugarðinum í Corleone. Áður en ég kynntist þessum manni fyrir einskæra tilvilj- un, hafði ég heimsótt bæði sjúkrahús þorpsins. Gamli spítal- inn var ömurlegt hreysi og þar virtist engum manni bati bú- inn. Og nýi spítalinn, auður og hljóður með hvíta veggi, minnti Enginn hefur séð neitt og enginn heyrt neitt; í hinum undurfagra kirkjugarði í Corleone eru grafnir 243 myrtir. FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.