Fálkinn - 31.08.1964, Síða 12
Framhaldssagan eftír
Margaret Lynn
Þetta var svo óvænt, að ég
kom ekki upp orði. Ég sat bara
og starði á hann stjörf eftir
áfallið. Fyrst lá mér við að
skella upp úr, því þetta var
svo fjarstæðukennt.
En ég fann, að ég gat ekki
hlegið.
Þetta var hrein fjarstæða,
hreint og beint lýgilegt, að Dor-
cas gæti verið dáin ... Samt
gat ég ekki hlegið. Ég gat bara
starað vantrúuð framan í John.
Mig langaði til að hrópa upp,
að þetta væri ekki satt, en það
einasta, sem ég gat hálfstunið
upp var:
Eruð þér vissir um það?
Með sorg í röddu svaraði
hann: — Ég var við jarðar-
förina hennar.
Mér fannst ég vera að verða
veik, svo illa leið mér. Ég trúði
honum ekki, en samt var ég
að verða veik. Ósjálfrátt bar
ég vasaklútinn upp að munn-
inum; hönd mín var ísköld og
andlitið eins og steinrunnið;
það var eins og allt lifnaði og
heitt blóðið hefði skyndilega
horfið úr líkama mínum. Ég
var köld og stíf eins og lík.
John sagði órólegur: — Fyr-
irgefðu mér... Ég hélt þér
vissuð um það, annars hefði
ég ekki sagt þetta svona hrana-
lega . ..
Ég óskaði af öllu hjarta
mínu, að ég gæti hrópag upp,
að þetta væri ekki satt, að ég
væri Dorcas Mallory, ég sem
sat hérna á móti honum. Hann
lagði höndina yfir mína ör-
stutta stund og endurtók:
— Fyrirgefðu mér . . .
Ég dró djúpt og titrandi að
mér andann: — Hvernig gerð-
ist það?
Hann sagði lágt: — Hún dó
í snrengjuárás kvöldið áður en
við áttum að gifta okkur. Hún
FORSAGA:
Þetta hefur gerzt: Þegar ég vaknaði lá ég svolitla
stund með lokuð augu og hugsaði um allt það yndislega,
sem átti eftir að gerast síðar um daginn. Ég var átján
ára, og í dag ætlaði ég DORCAS MALLORY, að giftast
JOHN WINSLOW. Ég opnaði augun og fékk áfall. Ég
lá í ókunnu herbergi, þetta var ekki herbergið í hótelinu,
þar sem fósturfaðir minn og ég höfðum fengið inni kvöld-
ið áður. Hringurinn á fingri mér var giftingarhringur,
en ekki trúlofunarhringurinn frá John ...
Maður "kom inn í herbergið. Fyrst þekkti ég hann
ekki, en svo uppgötvaði ég, að það var fósturbróðir
föður míns, CHARLES LANDRY. Hvað var hann að
gera í herberginu mínu? Svo rann skelfileg staðreynd
upp fyrir mér. Allir héldu að ég væri Lisa Landry,
gift Charles og móðir hinnar átján ára Joanna, sem ætl-
aði að gifta sig þennan dag. En alvarlegasta áfallið fékk
ég, Þegar ég leit á dagblaðið frá deginum. Ártalið var
1957, en ekki 1943, eins og ég hafði haldið. Fjórtán ár
voru gjörsamlega horfin úr huga mér.
Þegar ég að lokum fékk tækifæri til þess að tala
við Charles sagðist hann aldrei hafa átt bróður. Ég
hafði alizt upp f Kanada, við höfðum gift okkur þar og
flutzt til London árið 1943. Það var aðeins sjúkleg
fmyndun mín, að ég héti Dorcas Mallory, sagði hann.
En þrátt fyrir það, að hann sýndi mér fæðingarvottorðið
sannfærðist ég ekki...
Þegar ég einu sinni fór til London hittist svo á, að
ég fór framhjá Darlton hóteli, þar sem faðir minn og
ég höfðum fengið okkur herbergi kvöldið áður en ég
átti að gifta mig. Ég fór inn og bað um að fá að sjá
gestabókina frá árinu 1943 og þar fann ég nafn föður
míns og mitt eigið nafn fyrir neðan.
Ég ók til Alderfor þar sem við höfðum búið. En
húsið hafði verið rifiið, og mér skildist, að faðir minn
væri dáinn. Ég fann nafn Johns í símaskránni og ók
heim til hans. Ég hitti hann úti í trjágarðinum, en hann
þekkti mig ekki aftur... Og hann var kvæntur! Ég
spurði hann um Dorcas Mallory, en hann sagðist aldrei
hafa þekkt nokkurn með því nafni.
Daginn eftir hittumst við af tilviljun í bænum, og
þá viðurkenndi hann, að hann myndi mjög vel eftir
Dorcas. Við drukkum saman kaffi, og hann talaði um
hana með mikilli ástúð, en hann þekkti mig ekki enn þá.
Ég spurði hvers vegna þau höfðu skilið. „Hún dó,“
svaraði hann.
og faðir hennar...
— Dó hann einnig!
— Já, þau voru saman. ÞaU
voru líka grafin saman, í
kirkjugarðinum, sem liggur
hinum megin við garðinn.
Ég kinkaði orðlaus kolli. Ég
vissi hvar hann var. Ég sagðl
eins rólega og ég gat: — Þér
hafið verið mjög vingjarnleg-
ur að eyða tíma yðar í mig.
— Ég ætlaði að hitta hr. Mall-
ory, það var þess vegna, sem
ég kom hingað.
— Ég get kannski hjálpað
yður á einhvern hátt? sagðt
John, en ég hristi höfuðið.
)
Klukkan í ráðhúsinu sló tólf,
hæg og þung slög, og Johri
leit undrandi á klukkuna sínal
— Og ég, sem átti að verg
mættur á fund klukkan hálf-
tólf, sagði hann. Ég hafði ekki
hugmynd um hve fljótt tímini}
hefur liðið .. . Ég gæti kannski
keyrt yður eitthvað?
Ég hristi þögul höfuðið. Það
hafði enga þýðingu að draga
kveðjustundina á langinn um
nokkrar mínútur, ég varð alla
vega að sleppa honum frá mér
fyrir alla framtíð.
Hann hikaði eitt augnablik,
áður en hann stóð upp til þess
að fara. En hann varð þó að
fara sína leið. Ég sat kyrr og
horfði á eftir honum. Tár komu
í augu mín. Mér stóð á sama
um fólkið, sem var í kringum
mig, ég setti hendurnar fyrir
andlitið og grét ákaft eins og
barn.
Ég veit ekki hve lengi ég
hafði setið þarna, þegar ég fann
að hönd var lögð á öxl mér.
Afgreiðslustúlkan stóð við hlið
mér og var vandræðaleg á
svipinn. — Eruð þér veikar?
spurði hún. Veitingastofan var
orðin yfirfull af hádegisverðar-
gestum, og ég var miðpunkt-
urinn, sem allra augu beindust
að. En ég hafði ekki styrk til
þess að hugsa um, hvað aðrir
héldu. Ég fálmaði eftir vasa-
klútnum niður í töskuna mína
og stóð upp. Ég óskaði þess
að ég væri dauð eins og Dorcas
Mallory. Svo innilega öfundaði
ég hana.
Ég fór aftur til hótelsins og
náði í bílinn næstum því án
þess að vita, hvað ég var að
gera. Ég ók til kirkjugarðsins.
Sólin skein dauft, þegar ég
fór út úr bílnum og opnaði
þungt, svart járnhliðið. Kirkjan
var gömul og illa útlitandi,
það var grár þreytulegur svip-
ur yfir kirkjugarðinum, sem
kom mér til að skjálfa af kulda-
hrolli. Hafði þetta alltaf verið
svona hérna, eða var þaf' eg,
Framhald á bls. 42.
12 FALKINN