Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Side 32

Fálkinn - 31.08.1964, Side 32
 FáSagsprentsmiðjan h.f. SPlTALASTÍG 10 (við Óðinstorg) SfMI 11640. Prentun A BÓKUM — BLÖÐUM TÍMARITUM ALLS KONAR EYÐUBLAÐAPRENTUN. Strikun á verzlunarbókum og lausblöSum. Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara, Leitið fyrst til okkar. Félagspreíitsmiöjan h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. KRYDDRASPID FÆST I NÆSTU MATVÖRUVERZLUN HVflD 6ERIST í NÆSTU VIKU ? Hrútsmerkiö (21. marz—20. avríl). Þessi vika verður fremur leiðinleg og við Því er svo sem ekkert að gera annað en reyna að láta sér ekki leiðast of mikið. Fimmtudagurinn verður Þó sennilega undantekning. Nautsmerlciö (21. avril—21. maíJ. Það er hætt við því að mikið verði h.iá yður að gera í þessari viku. Vandamál sem þér hafið trassað lengi krefst nú allt í einu úrlausnar og þér munuð þurfa á öllu yðar að halda við lausn þess. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní). Það verða fyrst og fremst f.iármálin sem þér þurfið að sinna í þessari viku. Þér ættuð að reyna að finna einhverja nýja fjáröflunarleið og koma þessum málum á góðan grunn. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlíj. Þér ætuð i þessari viku að hafa afskipti af vini yðar sem þér hafið ekki haft samband við í lengri tíma. Þessi vinur yðar getur orðið yður að miklu liði í viðkvæmu máli. Ljónsmerkiö (23. júli—23. ágúst). Þessi vika verður nokkuð annasöm og hætt er við að þér verðið að láta sitja á hakanum mál sem þér ætluðuð að koma frá um þessar mundir. Seinni hluti vikunnar getur orðið skemmtilegur þrátt fyrir annirnar. Jómfrúarmerkiö (2i. ágúst—23. sept.J. Þér ættuð í þessari viku að hafa afskipti af áhugamálum yðar en þér hafið gert að undan- förnu því til þess eru afstöðurnar sérlega heppi- legar. Mánudagur og þriðjudagur verða skemmti- legir. Vogarskálamerkiö (21>. sevt—23. okt.J. Þessi vika verður ekki neitt sérlega skemmtileg og hætt er við að þér kunnið að verða fyrir von- brigðum í samskipum til persónu sem þér hafið vænst mikils af. Svorödrekamerkiö (2i. okt.—22. nðv.J. Þessi vika verður sérlega róleg og tilbreytinga- lítil hjá yður og þér ættuð að nota tímann vel til að hvílast og búa yður undir annir þær sem framundan eru. Framundan eru að mörgu leyti skemmtilegir tímar. Boc/amannsmerkið (23. nóv.—21. des.J. Þér ættuð að framkvæma fyrirætlun sem þér hafið lengi haft i huga. Nú eru heppilegar afstöð- ur og þér ættuð að notfæra yður þær vel Þvi óvíst er hvenær betri tækifæri gefast. Steingeitarmerkiö (22. des.—20. janúarj. Þér skuluð ekki fara að neinu óðslega í þessari viku heldur fara að öllu með gát og gæta þess vel að gera engar vitleysur. Hafið vakandi auga með því sem fram fer á vinnustað. Vatnsberamerkiö (21. janúar—18. febrúar). Þessi vika kann að verða yður afdrifarík ef Þér haldið ekki rétt á spilunum. Þér ættuð ekki að taka neinar stór ákvarðanir heidur láta þær bíða seinni tíma. FiskamerkiÖ (19. febrúar—20. marz). Þessi vika verður með ýmsu móti skemmtileg. Það verður mikið að gera á vinnustað og í einka- lífinu verða einnig skemmtilegir tímar. Seinni hluti vikunnar þó einkum föstudagur og laugar- dagur, verða skemmtilegir. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.