Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 31

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 31
Skilningarvitin fimm Framh. af bls 30. IRNAR FJÓRAR“! Vika leið. Þá kom herramað- ur í búðina og spurði eftir fíg- úrunum. Þegar hann heyrði að fígúrurnar ættu að kosta 800 krónur réll honum allur ketill í eld. Að lyktum keypti hann þó eina þeirra fyrir fimmkall. — Nú getum við keypt mat, sagði Þorvaldur dálítið óstyrk- ur þegar maðurinn var farinn, en hvað eigum við nú að gera með íígúrurnar þrjár? Aftur datt Juttu snjallræði í hug. Nafninu var breytt í ,, VITRIN G ARNIR ÞRÍR“ og enn einu sinni tókst að pranga út einni styttunni á fimmkall. Næsta dag stillti Þorvaldur tveim síðustu styttunum út sem „ADAM OG EVA“ og að nokkrum dögum liðnum seldi hann aðra, nefnilega Adam fyr- ir tíkall. Þetta horfði sem sagt allt til batnaðar. En þá kom fyrir óhapp. Hann rak sig á borðið svo Eva hraut niður á gólf og báðir handleggirnir brotnuðu af. Hryggur í bragði tíndi hann brotin upp en Jutta var ekki af baki dottin. Næsta dag seldu þau síðustu styttuna sem „VENUS FRÁ MILÓ“! WiIIy Breinholst. Jálkinn ut Ástir dalastúlkunnar ... Framhald af bls 29. samþykkt árið 1496. Sú sam- þykkt var mjög gegn konungs- valdinu og yfirráðum Skál- holtsbiskups í sunnlenzkum sveitum. Enda kúgaði Stefán Jónsson biskup í Skálholti margar jarðir af Halldóri eftir samþykktina. Halldór ríki varð kynsæll, og eiga margir Sunn- lendingar ætt sína að rekja til hans. Brynjólfur biskup Sveinsson var mjög hrifinn af landkost- um Hrunamannahrepps. Hann lét reisa nýbýli í Tungufells- hverfi. og nefndi það Jaðar Var því fengið land frá Tungu- felli og Hamarsholti. Jaðar varð góð jörð, er stundir liðu og kostajörð. Þess skal getið til fróðleiks, að Brynjólfur biskup lét reisa tvö önnur nýbýli, sem mér er kunnugt um. En það eru Hvammsvík í Kjós og Grund í Skorradal. Það urðu einnig góðar jarðir, og búnaður heppnast þar vel. Skammt fyrir ofan Tungu- fellshverfi rennur Hvítá af há- lendinu niður í djúpt gljúfur og myndar háan foss, langfeg- ursta foss á íslandi. Fossinn ber nafnið Gullfoss, og er það ör- ugglega runnið af því, að í sól- skini seinnihluta dags gyllir sólin fossinn og gefur honum töfrandi lit gulls og sólar. Sennilegt er, að Gullfossnafnið sé gamalt. En fyrst hef ég fund- ið það í skráðum heimildum í erlendum ferðabókum. Fegurð fossins vakti óskipta athygli er- lendra ferðamanna, er þeir fóru að hefja ferðir til lands- ins til náttúruskoðunar. Allt frá því hefur Gullfoss verið tákn íslenzkrar náttúrufegurð- ar, jafnt á erlendum vettvangl og í landinu sjálfu. Fegurð hans er margbreytileg eftir veðri og svipbrigðum umhverf- isins. Árgljúfrið fyrir neðan Gull- foss er víða fagurt. Þar eru hvammar skrýddir hinum margbreytilegasta gróðri, og bera svipmót landsins, eins og það var umhverfis Gullfoss, þegar hinir fyrstu menn litu það augum. Tveir eru hvamm- ar enn í árgljúfrinu, sitt hvoru megin, er fegurstir eru. Hrúthvammur að austan, en Pjaxi að utan. Báðir hafa þeir hlotið mikið afhroð, síðan elztu menn muna, af stórflóðum í ánni. Sannar það vel, að fegurð þeirra og árgljúfursins alls er ekki á líðandi stund nema svipur hjá sjón, miðað við það, sem var fyrr meir. Skammt ofan við Gullfoss að austanverðu, var bær áður fyrr, er Hamarsholt hét. Var þar sæmilegt undir bú áður fyrr en afskekkt. Hamarsholt fór í eyði vorið 1875. Heima- hagar Hamarsholts voru með- fram Hvítá ofan við Gullfoss. Var því fossinn þekkur ná- granni Hamarsholtsfólks. — Næsti bær við Gullfoss fyrir utan ána, er Brattholt. Það er sæmileg jörð og búið þar enn, og er efsti bær með Hvítá Biskupstungnamegin. í Bratt- holti hafa oft búið góðir bændur og haldið mikla tryggð við Gullfoss og hið fagra um- hverfi. F.æg er sagar.' af bóndadótturinni í Brattholti, er ekki vildi selja erlendum auðmanni Gullfots, þegar hann falaði hann til kaups fyrir of fjár. Hún hét Sigríður Tómas- dóttir. 3. Á 17. öld ofanveðri bjuggu í Brattholti hjónin, Guðbrand- ur Þórðarson og Þórunn Jóns- dóttir. Þau áttu nokkur börn. Einn sonur þeirra hét Þórður. Hann var á unglingsárum lát- inn stunda smalamennsku eins og algengt var um unga menn í sveitum fyrr meir. Hagar Brattholts eru upp með Hvitá, allt inn fyrir Gullfoss. í þessu fagra umhverfi var hann nokkur sumur einn með hjörð sinni, og er það lítt til frá- sagna. En fleira bar til um hagi Þórðar og smala- mennsku við Gullfoss á æsku- árum hans, eins og gjörla verður sagt. I þennan mund bjó í Ham- arsholti í Hrunamannahreppi bóndi að nafni Þóroddur. Ekki er mér kunnugt um föðurnafn hans. Kona Þórodds hét Stein- unn Ólafsdóttir. Þau áttu nokkui börn. Dóttir þeirra hét Guðrún. Guðrún þótti þegar á barnsaldri efnileg og dugleg. Henni var ungri fengin sá starfi að sitja hjá ánum á sumr.'.m. Eins og áður var get- ið voru hagar Hamarsholts Framh. á bls. 36. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvað stjörnunar segja um framtíð mína. Ég er í Gagn- fræðaskóla og hef ekki nein sérstök áform um framtíðina. Ég er fædd ... klukkan 1,00 eftir hádegi. Ég hef áhuga á einu starfi, hárgreiðslu, mun það starf eiga við mig? Svo hef ég mjög mikinn áhuga á að komast til útlanda. Mun það nokkurn tíma verða? Hvenær giftist ég? Hvað eignast ég mörg börn? Gjörið svo vel að sleppa fæðingardegi, mánuði, ári og stað. Með fyrirfram þökk. Sóló. Svar til Sóló. Þegar þú fæddist var merki Tvíburanna rísandi en á mannslíkanum samsvarar það merki handleggjunum, lungum ásamt fleiru. Merkið er fremur vel sett hvað afstöðu áhrærir þannig að þú munt vera frem- ur lagin í höndunum og því eiga auðvelt með að taka að þér störf, sem hárgreiðsludama til dæmis. Það eru talsverðar líkur fyr- ir því að þú komizt til útlanda í sambandi við hjónaband þitt, þvi að merki Bogamannsins er á geisla sjöunda húss. Tilvon- andi maki þinn gæti auðveld- lega verið af öðru þjóðerni eða trúmálaskoðun. Á fæðingarstund þinni var Júpiter í sjöunda húsi, en það er mjög heppilegt tákn upp á velgengni á sviði hjónabands- ins. Margir draumar þínir og vonir munu rætast ' sambandi við hjónabandið og mikillar fullnægingar er að vænta fyrir tilstuðlan þess hjá þér. Hjóna- bandið mun færa þér auð og völd, sem hvort tveggja teljast ákjósanlegir kostir á sviði jarð- lífsins, af flestu fólki. Plútó og Saturnus á geisla sjötta húss benda til þess að þú munir eiga í nokkrum erfið- leikum hvað viðvikur heilsufar- inu yfir ævina. Saturn stendur venjulega fyrir sjúkdóma út frá kulda, vosbúð og tregðu í meltingu og blóðstreymi. Sjötta hús stendur einnig fyrir störf manns og vinnu og bend- ir til erfiðleika á þeim sviðum. Merki krabbans á geisla fimmta húss bendir til að til- finningalífið sé nokkuð áber- andi en hins vegar að það sé ekki látið leika of lausum hala. Krabbinn er fremur kvenlegt merki og þar af leiðandi er rík þörf ástar, sem grundvölluð er á þörfinni fyrir gott heimilislíf. Þegar ástarsambönd hafa myndazt þá eru þau því frem- ur afleiðing nákvæmrar um- hugsunar heldur en ástar við fyrstu sýn. Hins vegar hafa foreldrarnir og orðstýr þeirra mikið að segja þegar um maka- val er að ræða, því þetta merki er þess eðlis að það kýs fremur sambönd til frambuðai iK.^ur en að skifU' alltaf um. Mjög líklegt er að foreldrarnir hafi áhrif á val maka og vina en ekki endilega á þann hátt að þau neyði neinu upp á fólk, mikið fremur í anda hjálpfýsi og samúðar. Góðar afstöður til giftingar um tvítugt. Krabbinn er eitt þeirra merkja, sem talin eru vera frjó- söm og bendir því fremur til nokkuð stórrar fjölskyldu, og börnin verða að jöfnu piltur og stúlkur i flestum tilfei'-’n. Stundum er um fæðingu ”í- bura eða þríbura að ræð" n afleiðingu af friA——- s- isins. FÁLKINN h

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.