Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 18

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 18
Hrörlegt og fátæklegt þorpið liggur um 60 km frá Palermo, þar er heldur hrjóstrugt og lítil vörn gegn brennandi sólargeislum. í Carleone búa um 16 þúsund manns. Ódaunn og fnykur grúfir sig yfir illa hirtum húsagörðum, ömurlegum hreys- um og grýttum götum þorpsins. í Corle- one er ekki annað til yndisauka en gam- alt kvikmyndahús og espresso-bar. En þorpið getur státað af einum hlut sem stærri bæir og ríkari: þar er fag- ur og blómstrandi kirkjugarður. Corleone er nafntogaður sakir þessa kirkjugarðs. Soy — eres — es somos — soi — son. Legsteinar og krossar eru höggnir úr hvítum eða gráum marm- ara, ótal englar úr steini baða út vængj- um og á þeim degi, sem helgaður er hin- um dauðu er krökkt í garðinum af sýt- andi syrgjendum og harmþrungnum ástvinum. Meðal hinna dáðu í hinni hrjóstrugu jörð í Corleone hvíla 243 menn sem ekki hafa safnazt til feðra sinna meS náttúrlegum hætti. Á síðastliðnum 20 árum hafa þeir verið myrtir fyrir at- beina Mafiunnar. í þorpinu er engin fjölskylda, sem ekki á um sárt að binda vegna Mafiunnar. Samt sem áður eru engin vitni að þessum morðum öllum, í Corleone er háborg Mafiunnar. Enginn hefur séð neitt, enginn heyrt neitt. í þessum fagra kirkjugarði hefur einnig dr. Michele Navarra verið lagð- ur til hinztu hvíldar, þeirrar sömu er hann hafði áður búið mörgum. Nafn hans er einnig nátengt því sem helzt er að sjá í Corleone auk kirkjugarðsins, en þar á ég við sjúkrahúsið. Ég er kominn til Corleone í tilefni af þessu sjúkrahúsi. Ég hefði varla hætt mér í þetta fjallahreiður Mafiunnar ef lllræmdasta morifélag veraldar ræ&ur lögum og tofum á Sikiiey, og teygir kiærnar um heim allan. Margir unglingar á Sikiley eiga ekki nema um tvennt að velja: að verða betlarar eða launmorðingjar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.