Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 29

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 29
C^J <jj| eftír mort Walkei Þú og Martin höfðu fjarlægst hvort annað áður en ég kom til sögunnar. Ég átti ekki heldur neina sældardaga í þann tíð. Tilfinningarnar voru svo sterk- ar og þá verður maður sjálfs- elskur og eigingjarn. Rödd pabba: — Já, tilfinn- ingarnar urðu of sterkar, Sonja. Heldurðu það hafi tekið mig sárt að uppgötva að ég unni Lillian hugástum? Nauð- ugur vildi ég gera þig óham- ingjusama. Og allan tímann hugsaði ég um Önju. Það höfð- um við gert allan tímann Hún hafði ekki tekið eftir neinu. Og þó ... Hann þagnaði. Anja opnaði dyrnar og gekk inn. — Þið þurfið ekki að leika skrípaleik mín vegna lengur, sagði hún, ég veit þið þolið ekki hvort annað. — Anja! hvar hefurðu ver- ið? Hún svaraði engu. Það sló þögn á alla og öll fundu þau til hyldjúprar sekt- arkenndar. Nú varð þeim fyrst ljóst að með því að látast höfðu þau valdið henni sorgar og raunar. Þau voru ofur venju- legt fólk. Þeim hafði verið svo í mun að firra Önju allri sorg að þau höfðu gleymt að geta þess við hana að sjálf þjáðust þau og kvöldust. Anja gekk aftur út í móa. Hún kom auga á Nils þar sem hann kom á fleygiferð á reiðhjólinu sínu. — Hei, Anja, sagði hann. Hún gekk að girðingunni. — Þú hefur grátið, sagði hann. Hún svaraði engu. — Hvar hefurðu verið í dag? Hún brosti til hans. Sakaruppgjörið hafði raunar fengið mjög á hana en það hafði einnig á vissan hátt gætt hana meiri kjölfestu. Nú vissi hún hvað móður hennar leið og vissi að fullorðna fólkið hafði þjáðst engu síður en hún. — Þú ert ógurlega sæt, sagði Nils sem var í mútum. — Er það? Hún fékk ákafan hjartslátt. Nils hafði bara sagt þetta af því það var dimmt. Hún var viss um það. Annars hefði hann bara strítt henni. En nú hafði hann sagt það og hún var hamingjusöm af því hún var með honum aftur. Því hann einn gat hjálpað henni. Hún hló dátt. — Nei, þú ert vitlaus! svar- aði hann. Þá brosti hún til hans því hún vissi fullvel hvað þetta þýddi. Ástir dalastúlkunnar ... Framhald af bls. 9. sakir þess, að þau eru samofin landinu sjálfu og lífsbarátt- unni, er fólkið háði öld eftir öld við frumstæð skilyrði og erfiðar aðstæður. Hér verður sögð saga frá löngu liðnum tíma, saga, sem er tengd bar- áttu fólksins við vatnsfallið mikla, er aðgreinir Árnesþing eftir endilöngu í tvo hluti frá jöklum til hafs, Hvíá í Ásnes- sýslu. Áður fyrr varð aðgrein- ing árinnar þýðingarmikil fyr- ir félagslega þróun í héraðinu. En nú er slíkt ekki lengur til staðar, því farartálmi er ekki lengur að ánni, þar eð brýr eru byggðar á hana á aðalþjóðveg- um héraðið. Eins og áður var vikið að, rennur Hvítá í Árnesþingi nið- ur mitt héraðið og sker nær því í tvo hluti jafna. Engin á á íslandi rennur jafn langan veg um byggð og gróið land og hún. Fyrr á öldum benda líkur til, að hún hafi nær eingöngu runnið um gróið land, því að gróður náði allt inn að Hvítár- vatni, en þar hefur hún upptök. í Hvítá falla margar þverár á leið henr .r um héraðið. En þar sem hún tekur stefnu rakleitt til sjávar, fellur í hana vatns- mesta áin, bergvatns- og lindá in Sog. Þegar Sogið hefur tek- ið farveg jökulmóðunnar, er lítt blandast henni, skiptir Hvítá um nafn og heitir Ölfusá. Sérkenni Hvítár írá öðrum ám í landinu eru mörg, og verða fá talin hér. En í sjálfri sér, er hún mikill aflvaki í hinni blóm- legu byggð, er hún fellur um, jafnt í frjómagni, er hún flyt- ur á láglendið, félagslegri sköp- un í héraðinu og laxgengd. Byggðin náði áður fyrr langtum lengra inn til fjalla en nú. Kunnir eru nokkrir bæir í Hrunamannahreppi langt fyrir innan þá byggð, sem nú er. Að utanverðu í Hrunamannahreppi er Tungufellshverfi efstu bæ- ir. Bæirnir standa efst í fagurri dalkvos. Þar er fagurt um að litast og fallegt heim að horfa. Þar er gott undir bú cg hafa þar oft búið ríkir og voldugir bændur. En mestur þeirra allra, er Halldór Brynjólfsson hinn ríki, er fyrstur ritaði und- ir hina frægu Áshildarmýrar- Framb é bls. 31. FÁLKINN 2Í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.