Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 9
1 — svo fór fyrir eggjan hennar að hann lagði til fang- bragða við ána------ Töfrar íslenzkrar náttúru eru ríkir í hugarheimi hvers manns í landinu á líðandi stund. Nútíminn býður hverj- um og einum mörg tækifæri til að kynnast landinu af eigin sjón í ferðalögum. Áður fyrr var þetta öðruvísi. Fáir alþýðumenn áttu þess kost þá að ferðast um landið, nema þeir er leituðu til vers langt frá heimabyggðinni. Flestir fóru sama sem ekkert út fyrir það hérað, er þeir bjuggu í. Þetta varð þess valdandi, að fólkið hafði litla sem enga þekkingu á landinu sínu, og bar því takmark- að skyn á fegurð þess og sérkenni, þar sem það hafði takmarkaða yfirsýn og Því ekkert til samanburðar. Á líðandi öld kynnast menn landinu í ferðalögum til skemmtunar og fróðleiks. Fólk gerir sér ferðir um land- ið, til þess að auðga anda sinn og lyfta sér upp. Náttúru- fegurð fósturjarðarinnar er því afgerandi þáttur í lífi fólksins, ekki eingöngu bundin takmörkum þess um- hverfis, þar sem einstaklingurinn heyr baráttu sína fyr- ir brauði daglegra þarfa. Breytingarnar, sem orðið hafa í þessum efnum, eru þýðingarmiklar- í lífsskoðun hvers og eins, og hafá aukið víðsýni og hver og einn skilur ■ betur' en nokkúrn tima áður viðhb't'f h'eiidarinriar — þjóðarinnar allrar. Áður fyrr var því mat fólksins á náttúrufegurð ann- að en á líðandi stund. Fegurðarskyn alþýðunnar var ekki afgerandi í lífi hennar og starfi eins og nú. Lífs- baráttan var hörð og stundum voru hin torráðnu nátt- úruöfl grimm í viðskiptum, sérstaklega ár og vötn. Feg- urð lgndsins var auðvitað ekki lokuð bók fyrri tíðar fólki, en það mat hana á annan hátt. Norrænt víðsýni og heiðríkja, jafnt á sumri og vetri, var auðvitað þá til hrifni eins og nú, en af öðrum hætti. Fegurð og töfrar sveita, dala, fjalla og fossa hreif auðvitað hugi fólksins á fleygum stundum eins og nú. En þessi hrifni var bundin lífsbaráttu hvers og eins. Það er heillandi á glöðum og björtum sumardegi að ferðast um sveitir landsins, og njóta fegurðar þeirra og kynnast sögustöðum, þar sem atburðir urðu endur fyr- ir löngu. er mikla þýðingu höfðu fyrir frarrivindu hins ókomna. Nútíminn býður öllum fjölmörg tækifæri til slíks. Á hverju ári njóta aldnir sem ungir náttúrufeg- urðar landsins í ferðalögum. Útivist í ferðalögum er snar þáttur í lífi þjóðarinnar á hverju sumri. En íslenzkt sumar er ekki alltaf gjöfult á sól eða hagstætt tíðarfar til ferðalaga. Drungi veðurs, rigning og þoká, hyljá oft sýn til fjalla og byggða, þegar ferðamaður leggur leið um landið á löngum fyrirfram mörkuðum tíma. En í rigningu og drunga á landið líka sína töfra, heillandi og fagra, þó með öðrum hætti sé en þegar heiðríkja er um láð og lög og víðsýni norðursins gefur vegfaranda sýn svo vítt um heim, að endalaust er. Víða á landinu eru fagrar sveitir, er bjóða vegfaranda faðm fegurðar og litríkra svipbrigða um láð og lög. En oft finnst mér, að fáar sveitir eigi jafnmikla fjölbreytni að bjóða, eins og Biskupstungur og Hrepparnir í Árnes- sýslu. Þar er líka fjöldi sögustaða, er minna skírar á atburði hins liðna en víða annars staðar. Þar voru ör- lög þjóðarinnar stundum ráðin, örlög, er urðu mikil, mörkuðu leiðina fram. En það sem mest er, eru nátt- úruundur sveitanna, sem eru frægari en önnur i land- inu. Frægð þeirra hefur borizt vítt um veröldina. Gull- foss og Geysir eru ef til vill tákn landsins víðar en við gerum okkur grein fyrir. f þessum sveitum er líka blóm- legur búskapur, sem staðið hefur föstum rótum, alit frá árdögum norrænna hátta i landinu. Á líðandi stund má þar líta miklar framfarir, byggðar á tækni og framför- um nútímans. Það er viða blómlegt um að líta í Hrepp- um og Tungum, og auga ferðamannsins gleðst i hrifn- ingu, þegar við blasir ávöxtur hinnar öru þróunar síð- ustu áratugina. Saga Hreppa- og Tungumanna er líka rík í minnum, arfteknum frá kynslóð til kynslóðar. Þau eru mörg heill- andi í sjálfum sér, en töfrar þeirra flestra eru mestir Framh. á bls. 29, 9 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.