Fálkinn - 31.08.1964, Side 22
Og nú er að finna þann sem hér ræður ríkjum að nóttunni.
\ MEÐAN BORGIN
Eitt af þeim boðorðum sem Móses kunngerði mönnum á
sinum tíma hljóðar á þá leið, að þeir skuli ekki stela.
Varla hefur þetta boðorð verið sett af framsýni einni saman,
þannig að þjófnaðir hafi verið óþekktir á þeim tímum,
heldur af hreinni þörf. Hún hefur snemma komið fram hjá
manninum sú nóttúra að komast með sem þægilegustu
móti yfir eignir náungans.
Og þótt eignaréttur mannsins væri með þessu boðorði skráð-
ur í helga bók, þá hefur það í engu breytt manninum. Hann
hefur haldið áfram þessari ónáttúru sinni að stela, bæði
í smáu og stóru. Þetta á að vísu ekki við um alla menn,
en æði marga hendir það að brjóta þetta ákvæði, ef ekki í
öðru en að stela undan skatti. Það þykir bæði sjálfsagt
og eðlilegt og hefur alltaf verið landlægt hér, því ekki vildu
forfeður vorir borga konungi sínum skatt.
Og ef þjófnaðurinn kemst upp, þá eru menn settir í fanelsi
með það fyrir augum að þeir bæti ráð sitt, og taki út
hegningu gerða sinna. Ekki ber þetta fyrrnefnda þó alltaf
árangur. í fangelsinu gefst mönnum kostur á að ræða við
stéttarbræður sína og með því að bera saman bækurnar má
margt læra. Þannig koma margir tvíefldir til leiks.
Annars var það ekki ætlunin að gera þjófnaði að umræðu-
efni hér, heldur næturverði og vaktmenn þá, sem settir
eru í að gæta annarra eigna. Ekki endilega til þess að sjá
um að þessum eignum sé ekki stolið, heldur og líka til að
forða þeim frá skemmdum, því margir láta sér annt um
eigur annarra og stafar það sjaldnast af umhyggju einni
saman.
Okkur datt það sem sé í hug einn daginn, að gaman væri
að heimsækja þessa menn og sjá viðbrögð þeirra við óvæntri
heimsókn.
Og svo er maður á fótum einn morguninn klukkan rétt
fyrir fjögur. Og meðan morgunkaffið er drukkið þá tekur
húsið að leika á reiðiskjálfi, hér er greinilega jarðskjálfti
á ferðinni. Og þá verður manni hugsað um eldfjall austur
í Skaftafellssýslu sem á sér von á hverri stundu, rétt eins
og kona sem komin er að því að ala.
Og þá er að hringja á Veðurstofuna og forvitnast. Jú
þeir hafa orðið varir við hræringarnar og fólk hefur verið
að hringja í þá og spyrja. í Vestmannaeyjum fannst mjög
snarpur kippur og einnig hér í borginni. En þetta er
næturvarzla á Reykjavíkurflugvelli og jarðskjálftamælarnir
eru í Sjómannaskólanum, svo það er heldur lítið hægt að
segja um málið að svo stöddu. Og þegar þetta blað kemur
út, þá verður búið að líta á mælana og sjá upptök skjálftans
og goslagaðir jarðfræðingar, eins og Stefán Jónsson
orðar það, verða búnir að segja sitt álit.
Og stuttu síðar er ljósmyndarinn kominn í bílinn fyrir
utan og þá er að snúa sér að starfinu.
Það er enn heldur dimmt og kalt úti, en hann er bjartur
til loftsins og það lýtur út fyrir að ætla að verða góður dagur.
Við höldum fyrst í Vökuportið í Síðumúla. Við leggjum