Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 27

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 27
THIS SPORTING LIFE . Alan 8ADEL • Wiam HARTNELL Fraiik (Rihard Harris). Það tekst ástarsamband með Frank og frú Hammond en það samband stendur stuttan tíma. nokkurt sér hann Rugby hetjur hylltar og hann fyllist afbrýði- semi og lendir í áflogum við einn af leikm'önnunum. Þetta verður til þess að hann fær tækifæri til að reyna leik með liðinu og stendur sig vel. Einn af stjórnendum félagsins veitir honum athygli og Frank er keyptur fyrir 1000 sterlingspund. Frank gengur vel í „íþróttinni“ en sama er ekki að segja um ekkjuna Hammond. Þó fer það svo að lokum að með þeim tekst ástarsamband. En nú fer að halla undan fæti. Honum gengur ekki eins vel og áður í leiknum og áður og ekkjan vill ekkert lengur með hann hafa og vísar honum á dyr. Þetta veldur byltingu í lífi Frank. Hann skynjar nú hlutina í öðru og réttara ljósi og um síðir snýr hann aftur heim til frú Hammond. En það er um seinan. Hún hef- ur verið flutt dauðveik á sjúkrahús og Frank er hjá henni þegar hún deyr. Á þeirri stundu talar Frank við hana af þeirri viðkvæmni og tilfinningu sem hann hafði aldrei verið fær um áður. Og Frank snýr aftur að leiknum. Þetta er mjög vel gerð mynd. Mynda- takan er framúrskarandi og oft á tíðum mjög nýstárleg í brezkri mynd að vera. Persónusköpunin er mjög góð. Persón- urnar eru heilsteyptar og skýrar; þeir sem fara með aðalhlutverkin ná góðum tökum á leiknum og skila persónunum vel. Richard Harris heitir sá sem fer með hlutverk Franks. Leikur hans í þessari mynd er oft á tíðum með afbrigðum góður ekki síst í lokaatriðunum enda hlaut hann verðlaun í kvikmyndahátíðinni í Cannes á sínum tíma sem bezti leikarinn. Hann hefur leikið í nokkrum myndum en ekki farið með veigamikil hlutverk. Hann hafði nýlokið við að leika í Uppreisninni á Bounty þegar honum bauðst þetta hlut- verk. Honum hafði þá verið boðnir góðir samningar við kvikmyndafyrirtæki í Hollywood en hann hafnaði þeim til að fara með þetta hlutverk. Rachel Roberts fer með hlutverk ekkj- unnar Hammond og tekst henni ekki síður vel í leik sínum en Richand. Samleikur þeirra er oft snilldarlegur. Rachel er gift hinum þekkta leikara Rex Harrison. Handritið að þessari mynd vann Storey sjálfur eftir bók sinni. Þetta er fyrsta og eina kvikmyndahandritið sem hann hefur skrifað. Leikstjóri myndarinnar er Lindsay Anderson. Hann er THE RANK ORGANISATION presents a JULIAN WINTLE—LESLIE PARKYN PRODUCTION RICHARD HARRES

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.