Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 15
IN KOSTAR NOKKUR r ft leikið á þá, en úr því sem komið er, þá er látið kyrrt liggja. Hún kallar sig Princess Patience en það þýð- ir Kóngsdóttirin þolinmæði og er sannnefni því hún tók okkur af mikilli ljúfmennsku jafnvel þótt við yrðum hálftíma of seinir á stefnumótið. En rétt nafn hennar er Patience Nyameka Odo Gowabe og það eru fimm ár síðan hún hleypti heimdraganum og hélt út í heim til að syngja. Hún hafði áður sungið í klúbbum og danshöll- um og kirkjum í heimalandi sínu og lagði nú leið sína til Lundúna þar sem hún söng í klúbb- um og danshöllum. í Englandi gat hún um frjálst höfuð strokið því Englendingar eru séntílismenn og láta menn ekki gjalda hörundslitar síns svona daglega. Þó rataði Patience í það ævintýri að vera rekin úr rúmi vegna þess að hún var svört, hún fékk ekki að þvo sér því húsráðandi vildi ekki að vatnið yrði svart. Hún varð að tína saman sitt hafurtask og hypja sig út í enska rigninguna því henni var ekki gefið tóm til að hringja á bíl. Þetta var í Manchester og þennan dag grét hún sáran og söng afríkönsk sönglög í klúbbn- um um kvöldið og þótti takast sérlega vel. Svo sagði hún okkur frá fólkinu sínu heima. Það er langt í frá að öll Xhosa-ættkvíslin hafi flutt á mölina í Jóhannesarborg. Flest þeirra dvelja enn í heimkynnum sínum, í litlum þorp- um út í sveit og borða itanga. Það er þjóðar- réttur sem er búinn til úr súrmjólk. Þar býr fólkið í húsum sem byggð eru úr hálmi og strá- um og ein súla í miðjunni til að halda uppi þakinu. Dyrnar eru þröngar og lágar en inni- fyrir er hátt til lofts og furðu rúmgott. Þar hafðist öll fjölskyldan við í einu lagi. Þetta fólk hafði kýr og geitur sér til viður- væris og þó það hafi ekki fullar hendur fjár er það kannski betur sett en við sem lifum í borginni, segir prinsessan okkar, því það birgir sig upp og á alltaf nægan matarforða, jafnvel þótt hallæri sverfi að hjá öðrum og hungur og drepsóttir geisi. Og þarna eru skólar og sjúkra- hús og áður fyrr gengu trúboðar um og lásu úr Biblíunni og hinum innfæddu þótti mikils um vert að heyra um þau undur og stórmerki sem þar er greint frá. En nú er fólk farið að gjalda varhuga við trúboðunum og hætt að trúa þeim eins og nýju neti. Og Xhosa-ættkvíslin semur sig enn að siðum feðra sinna. Ef ungur piltur af Xhosa-ættkvísl- inni fellir hug til ungrar stúlku, þá býður hann henni ekki á ball og biður hennar undir skörð- KÝRVERÐ I heimalandi Princesse Patience, sem mí syngur í Glaumbæ. um mána út í skógarlundi, heldur talar hann við pabba sinn eða einhvern nákominn frænda og svo fer pabbinn á fund foreldra stúlkunnar og nú er farið að semja. Pabbinn segir frá því að ungi pilturinn hafi séð ungu stúlkuna sækja vatn í brunninn og vilji ólmur giftast henni, foreldrarnir hafa ekkert á móti því og síðan er prísinn ákveðinn því þetta er ekta brúðkaup. Venjulega eru látnar nægja nokkrar kýr, helzt nytháar, og kannski eru nokkrar geitur látnar í kaupbæti Og þess má geta að hjónaskilnaðir eru mjög fátíðir. Komi hins vegar í ljós að ungu skötuhjúin eru svo náskyld og giftingin brjóti við bága við lög og reglur kynstofnsins, þá er einnig til ráð við því. Það er leidd fram skjannahvít kýr og henni er slátrað með pompi og prakt, síðan eru skötuhjúin lauguð í blóði kýrinnar og að því búnu eru þau orðin ,,hrein“ af öllum skyldleika. Meðal Xhosa-ættbálksins eru gerðar miklar kröfur til eiginkonunnar, hún fer á fætur fyrir allar aldir og sópar húsið og húsportið með stuttskeptum sóp og syngur á meðan. Brúðkaupið sjálft er mjög viðhafnar- mikið, þá er dansað og sungið og bumbur barðar. Ég spurði Patience hálfpartinn í gamni hvort anda- læknar væru enn við lýði meðal Xhosa-ættbálksins. Hún hélt nú það. Andalæknar hafa mikinn praxis í þorpunum. — Ef þér er í nöp við einhvern þá færðu anda- lækninn til að magna á hann sendingu, segir prins- essan. Ef þú borgar andalækninum nógu mikið, þá Framh á bls 40. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.