Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Side 40

Fálkinn - 31.08.1964, Side 40
í miðri eyðimörk Framh. aí bls. 38. misst röddina. Mér finnst hlægilegt að hrópa svona .. . Ég læt fjúka enn einu sinni: — Menn! Það fær sjálfbirgingslegan og ábúðarmikinn hljóm. Og ég sný við. Eftir tveggja tíma göngu kom ég auga á logana sem Prévot, skelfingulostinn við til- hugsunina um að um að ég sé glataður, þeytir til himins. Æ . . . .! það kemur mér svona lítið við .. . Enn þá klukkutími eftir .. . Enn þá fimm hundruð metrar. Enn þá liundrað metrar. Enn þá fimmtíu. — Hvað? Ég staðnæmdist furðu lost- inn. Gleðin flæðir um hjartað í mér en ég held ofstopa hennar í skefjum. í bjarmanum frá glóðinni er Prévot að rabba við tvo Araba sem halla sér upp að hreyflinum. Hann hefur ekki enn þá séð mig. Hann er of gagntekinn af sinni eigin gleði. Ó! ef ég hefði beðið eins og hann ... þá væri mér þegar borgið! Ég hrópaði fjörlega: — Hó! Bedúínarnir spretta á fætur og horfa á mig. Prévot yfirgef- ur þá og kemur einn til móts við mig. Ég opna faðminn. Prévot grípur um handlegginn á mér, var ég þá að detta? Ég segi við hann: — Jæja, það kom að því! — Hvað? — Arabarnir! — Hvaða Arabar? — Arabarnir sem eru þarna hjá yður ... Prévot horfir skringilega á mig, og mér býður í grun að hann trúi mér, gegn vilja sín- um fyrir þungbæru leyndar- máli: — Það eru hér engir Ara- bar... í þetta skipti verð það víst ég sem græt. Brúfturinn kostar . . . Framhald af bls. 15, geturðu fengið hann til að ljósta vin þinn með eldingu. ellegar senda heilan flokk af öpum inn í hús hans og gera usla. — Hvernig er hægt að verða andalæknir? Tekur maður próf í þeim vísindum? — Já. Það er slátrað kú (aumingja beljurnar þarna syðra) blóðið er látið renna í ána. Svo er þér kastað út í ána á eftir og takist þér að krafla þig upp úr aftur, þá hefurðu staðist raunina og get- ur orðið andalæknir. Svo kvöddum við ungfrú Þolinmæði því hún átti að fara hafa sig til fyrir kvöldið í Glaumbæ. Og kannski verður þarna einhver bóndasonur úr Flóanum staddur í kvöld og heillast af þessari afríkönsku mey og þá veit hann semsagt hvernig hann á að haga sér í málinu: hann sendir pabba sinn suður til Afríku með þrjár fjórar kýr úr fjósinu og sest að samningaborði. ... Og við hér hjá Fálkanum óskum þeim til lukku! ★ AÆTLLNARFLIiG - LEIGIJFL S JtJKRAFLUG IIG HELLISSANDUR PATREKSFJÖRÐUR ÞINGEYRI FLATEYRI REYKJANES GJÖGUR HÖLMAVÍK RE YKHÖLAR STYKKISHÓLMUR VOPNAFJÖRÐUR TIL LEIGUFLUGS HOFUM VIÐ ÞESSAR FLUGVE'LAR: BEECHCRAFT BONANZA (6 farþega) HAVILAND DOVE (9 farþega) TWIN PIONEER (16 farþega) CESSNA 180 (3 farþega) Leitift frekari upplýsinga á afgreiftslu Flugþjónustu Björns Pálssonar á Reykjavíkurflugvelli Sími 21611 - 21612 40 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.