Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Side 5

Fálkinn - 31.08.1964, Side 5
menn og er það rétt hjá hon- um. Síðan ruglar hann eitthvað saman um það hver hafi lamið hvern og hverjum sé hvað að kenna. Þarna verður Bjax illa á í messunni. Þótt leikmenn séu eitthvað að kljást inn á vellinum þá er engin ástæða til þess að áhorfendur séu að því líka. Það sem leikmenn gera í hita leiksins er annað en það sem áhorfendur eiga að gera á pöllunum. Þá víkur hann að atvikinu á Akureyri og segir að þar hafi heimamenn aðeins verið að hvetja sína menn. Það er allt í lagi þótt heimamenn séu hvattir með möl og sandi ef það lendir ekki á gestkom- andi sem flestir hverjir munu hafa lítinn áhuga á að blanda sér í málefni dreifbýlinga. Þá ræðir hann um að þeir eigi að „knékrjúpa“ fyrir „Stórborgurunum" eins og hann orðar það og segir að ég og mínirlíkar eigi að ganga auðkenndir en heldur síðan áfram og segir að það muni vera óþarfi. Þetta er rétt. Alltaf má kenna hvar höfðingj- ar fara. Annars er það þetta orð, sem mér finnst sérlega at- hyglisvert. Stórborgari er sennilega eitthvað meira en venjulegur borgari en ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég að þessi orðmerking hafi ekki vakað fyrir Bjax. Þarna er aðeins á ferðinni venjuleg minnimáttarkennd fáeinna sálna gegn fjölmenninu. Að lokum gerir bréfritari þá stórmerkilega uppgötvun að þeir þarna á landsbyggðinni kunni að sparka knetti og það í sumum tilfellum ekki öllu verr en við í Reykjavík. Enn sóttur samanjöfnuður hingað og reynt að sanna að þeir standi okkur ekki langt að baki. En hér er á ferðinni sams konar minnimáttarkennd og í fyrra sinnið og sams konar kennd og við íslendingar upp- götvum — sem ekki er oft — að við getum eitthvað í íþrótt- um á erlendri grund. Og nú hef ég aldrei haldið því fram að þeir á landsbyggðinni gætu ekki sparkað knetti skamm- laust heldur haldið því fram og held enn að það geti allir sem einhverja rækt leggja við það að hafa tíma til að sinna slíku. Og fyrst ég er kominn út í þessa sálma þá langar mig til að geta þess að það eru ekki fyrst og fremst einstaklingarn- ir sem ráða þessu heldur að- staðan sem þeir hafa til að ná árangri. Þá talar bréfritai’i um það bð nú verði að grípa til örþrifa- ráða vegna þess að utanbæjar- menn — því ekki borgarar — séu að verða Reykvíkingum fremri í sparkinu. Þessi ótti, sem mér fannst vera yon hjá Bjax er ástæðulaus. Ég veit ekki betur en lið úr Reykjavík hafi sigrað í íslandsmótinu 1963 og sé á góðri leið með að halda þeim titli nú í ár. Og að þetta lið sé fyrst íslenzkra liða þátttakandi í Evrópubikar- keppninni. Þetta er gamla góða KR. Svo læt ég útrætt um þessi mál. Með þökk fyrir birtinguna. Einn úr Vesturbænum. Ps. Var það ekki „utan- borgarlið“ sem féll niður úr 1. deild í fyrra og Reykjavíkur- lið sem komst upp. Svar: Og nú ætti aö vera hœgt aö lialda þessum skrifum áfram. Til hvers er leikurinn gerður? Vikublaðið Fálkinn. Ég sé að stundum hafa íþróttir verið teknar til um- ræðu í Pósthólfinu og vegna þess að mér liggur hér svolítið á hjarta þá datt mér í hug að skrifa þér nokkrar línur. Tíu þúsund manns sáu Liv- erpool leika sér að K.R. Það var leikur kattarins að mús- inni. Yfirburðarsigur Bret- anna. Liverpool lék sér að K.R. Eitthvað á þessa leið voru fyr- irsagnir dagblaðanna eftir leik K.R. við Liverpool. Og nú lang- ar mig til að spyrja: Til hvers er leikurinn gerður? Því fá ís- lenzku liðin sér ekki þá and- stæðinga sem eru þeim sam- boðnir að getu? Það get ég ekki skilið. Það getur að vísu verið skemmtilegt að sjá góð lið spila tvö og svö saman, en að sjá eitt gott lið og lið sem kann ekki neitt er ekki skemmtilegt. Og ef satt skal segja þá er það oft á tíðum hundleiðinlegt. Áhorfandi. Svar: Þaö eru sjálfsagt til mörg svör viö þessari spurningu. Og þaö eru til mörk rök meö og á móti. Þetta er Evrópúbikarskeppni og því ekki aö vera meö. K.R. fer ekki út % þessa keppni meö neina sigur- von. Þeir fara aöeins til þess aö vera meö. Og hvers vegna ekki? Er þaö eklci sagöur sannur íþróttaandi aö fara l keppni meö þaö ekki eitt fyrir augum aö sigra. Og svo eitt enn. Þessi leik- ur mun hafa fært K.R. talsveröa peninga upp l hendurna og ís- lenzk Iþróttafélög hafa ekki úr of miklu aö spila. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.