Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 20

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 20
Mafian ræður lög- um og lofum í sveit- inni-, skattlégur bænd- ur og ógnar J>eim á marga lund. Hér sést meðlim- ur Mafiunnar á ferð með’ Byssu um öxl. mig á draugahús. Byrjað var að byggja nýja sjúkrahúsið ár- ið 1951. Stjórnmál og efnahagsmál ófust inn í byggingarmálin. Ekki kom annað til greina en stjórn hans yrði falin valdamiklum pers- ónuleika, sem hafði nær ótakmörkuð völd í bæjarfélaginu, að öðrum kosti mátti búast við að ekkert gengí. Og þá kom aðeins einn maður til greina: dr. Navarra. Hann var förstjóri gamla sjúkra- hússins, var herlæknir, forseti lándbúnaðar- ráðs héraðsiHs, var stjórnarformaður spari- Sjóðá í níu hreppum ög var auk þess — þó ekki flíkaði hann þeim titli — yfirforingi og alvaldur Mafiu-klíkunnar í þessu sólbak- aða fjallaþorpi. Honum var svo lýst fyrir mér, að hann hefði yfirbragð dýrlings en hugarfar djöfuls. Hann var talinn hafa komið lækni einum, dr. Nicolosi fyrir kattarnef. Og fleira hafði hann á samvizkunni. Verkalýðsforingi einn í þorp- inu, sem ekki vildi hlíta ráðum Mafiunnar hvarf einn góðan veðurdag. Smaladrengur einn, Giuseppe Letizia, var sjónarvottur að því er tveir menn hengdu hann í trjágrein. Við þá sýn fékk hann taugaáfall og var flutt- ur á Sjúkrahús hins Hvíta bræðalags. Þar gaf dr. Navarra honum sprautu og tveim tímum seinna var hann liðið lík. Það var á allfa vit- orði, að dr. Navarra hefði þannig rutt úr vegi eina vitninu að morðinu. Hins vegar var það gamla sagan að sönnunargögn skorti og ekk- ert var gert í málinu. Hins vegar var sannað á hann, að hann hefði árið 1958 gefið mörg hundruð konum vottorð um að þær væru sjóndaprar og nær- sýnar og þyrftu því hjálpar með til að kjósa. Síðan lét hann „sína menn" fylgja þeim á kjörstað og „aðstoða“ þær og náði þannig yfirhöndinni í bæjarstjórnarkosningum. Læknirinn hefði eflaust orðið forstjóri nýja Luciano Liggio liggur lamaður á börum, svikinn í hendur lögregl- unni af vinum sínum í Mafiunni. Andlitsskurðurinn dugði skammt. sjúkrahússins, ef ekki hefði dregið til þeirra tíðinda, sem lengi höfðu verið á döfinni innan Mafiunnar. Þótt Mafian væri sterk út á við, var það staðreynd að innan hennar logaði allt í flokkserjum og innbyrðis deilum. Þar stóð bar- áttan milli eldri manna og yngri. Mafian á að baki sér langa sögu, allar götur aftur á 9du eða lltu öld. Þá var hún stofnuð sem frelsis- og þjóðvarnarfélag, leynifélag, sem beitti sér gegn yfirráðum og kúgun Araba á Sikiley og seinna tók hún upp baráttuna gegn áþján og arðráni Frakka, sem léku Sikileyinga grátt og arðrændu þá. Þegar Garibaldi samein- aði ftalíu í eitt ríki á síðustu öld og hnekkti er- lendri kúgun, þá myndaði Mafian kjarnann í hersveitum hans. Þá var Mafian skipuð frelsis- unnandi hetjum, sem fórnuðu lífi sínu fyrir land sitt og frelsi. Eitthvað eimdi af þessum anda í gömlu mönnunum, þótt yngri mennirnir vildu síðan allt eftir hugmyndum sínum um ameríska ; glæpahringi. Og fræðslu sína höfðu þeir aðallega úr amerískum kvikmyndum um starfsemi bóf- anna í Chicago. Þeir voru til dæmis farnir að nota þau vopn, sem tíðast sáust í kvikmyndum, skammbyssur og vélbyssur, en höfðu lagt gömlu úlfabyssurnar á hilluna. Þeir voru hættir að gefa fórnardýrunum viðvörun í tíma, en það höfðu verið óskráð lög Mafiunnar. FAUCINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.