Fálkinn - 31.08.1964, Síða 42
Kvenþíóðin
Framhald af bls. 34.
smekk. Fíntklipptum graslauk
blandað saman við. Sósunni
hellt yfir fiskinn. Geymt á
köldum stað um % klst. Söx-
uðu eggi stráð yfir, þegar salat-
ið er borið fram. Fatið skreytt
með tómötum, steinselju,
gúrkubitum og sítrónubátum.
Borið fram með brauði og
smjöri.
Stoinu árin
Framh. af bls. 13.
sem nú sá allt með öðrum aug-
um?
Ég þurfti ekki að leita lengi,
þargað til ég fann gröfina. Á
henni var hár legsteinn úr
súínandi hvítum marmara, sem
lét mig fá ofbirtu í augun. Það
voru engin blóm á gröfinni, en
grasið var klippt og vel hirt.
Var það John, sem borgaði fyr-
ir hirðingu grafarinnar? Var
hann vanur að koma hingað
annað slagið?
Ég settist á bekkinn, sem
var þarna rétt hjá og horfði
á það, sem stóð á legsteininum.
Adrian Richard Mallory, dáinn
1943. Og þar fyrir neðan stóð:
Dorcas Mallory, dóttir hans
dáin 1943.
Ég las orðin aftur og aftur,
en samt gat ég ekki skilið, hvað
raunverulega stóð þarna. Adr-
ian Mallory — já, við því hafði
ég hálfvegis búizt, en Dorcas
Mallory — nei, aldrei Dorcas
Mallory!
Hvernig var það mögulegt,
að ég gæti setið hér og lesið
áletrunina á mínu eigin leiði?
Hvernig gat ég legið þarna
undir yfirborðinu, þegar ég sat
hér í sólskininu? Ég var hjálp-
arlaus gegn óttanum, sem allt
í einu greip mig. Hver var ég?
Ég var dáin, en samt sat ég
hér enn. Leiði sjálfrar mín var
fyrir framan mig, og samt var
ég lifandi. Það var eins og
það var eins og einhver vildi
draga mig niður í þessa gröf,
sem bar nafn mitt. Nei, það
var fjarstæða! Ég barðist við
að losa mig undan þunganum,
sem mér fannst leggjast á mig
og æpti og æpti og vissi ekki
að það var mín eigin rödd, sem
ég heyrði fyrr en hljóðið var
rofið með höggi þvert yfir
munninn.
Það sprakk fyrir á neðri
vör minni, og ég fann blóð-
bargðið í munninum. Charles
stóð fyrir framan mig með
höndina á lofti tilbúinn að slá
aftur. Ég reyndi máttleysis-
lega að verja mig, og þá' fýrst
skildi ég, að þunginn, sem mér
fannst leggjast á mig, var af
höndum hans, sem lágu á öxl-
um mínum. Ég stundi: — Nei,
nei... og hann lét höndina
síga hikandi. — Lisa, sagði
hann. Aldrei hafði mér dottið
í hug, að mér ætti eftir að
þykja jafn dásamlegt að heyra
þetta nafn. Og þaðan af síður
hafði mér dottið í hug, að ég
ætti eftir að gleðjast yfir því að
sjá framan í Charles Landry.
Hann var fölur og spenntur
— það snart mig, að hann gæti
orðið svona ógurlegur vegna
mín. Regndropar glömpuðu á
enni hans; ég hafði ekki tekið
eftir því, að það var farið að
rigna. En þegar ég leit í kring-
um mig, sá ég, að allt var
rennandi blautt eins og eftir
vænan skúr, og kjóllinn minn
og jakkinn voru líka blaut,
Ég reis skjögrandi á fætur,
en þrátt fyrir það að Charles
rétti út höndina til þess að
styðja mig, sagði hann ekki
eitt einasta orð. Hann stóð og
horfði á mig þegjandi langa
stund, eins og hann vildi lesa
eitthvað út úr andliti mínu. Ég
hreyfði mig órólega. Blaut föt-
in límdust við mig, og tennurn-
ar glömruðu í munninum.
' Að'4fbkum benti Charles mér
að ganga á undan sér, og ég
hlýddi. Ég var glöð yfir, að
hann hafði ekki spurt nokkurra
spurninga, ekki reynt að kom-
ast að því, hvers vegna ég var
hér.
Blautur kirkjugarðurinn var
alauður. Úti á veginum stóð
blái bíllinn hans Charles aftan
við minn. Þegar ég ætlaði upp
í minn bíl stöðvaði hann mig.
— Við tökum minn, sagði hann.
Ég skal sjá um að þinn verði
sóttur seinna.
Ég gerði enga athugasemd,
ég var þakklát fyrir að sleppa
við að keyra. Ég titraði enn
öll.
Þegar við ókum framhjá
hótelinu reyndi ég að hressa
mig upp — Reikningurinn
minn...
Charles sagði stuttaralega:
— Ég er búinn að borga hann.
Og svo vorum við á leið upp
eftir hlíðinni, og strax á eftir
vorum við komin út úr Alder-
ford. Charles steig benzínið í
botn.
Eftir svolitla stund fór mér
að verða kalt. Vatnið í fötunum
hafði þrengt sér inn að skinni.
• •
FERÐASKRIFSTOFA ZOEGA H.F.
HAFNARSTRÆTI 5 • SÍMI 119 64
Bjóðum yður hagkvæmustu ferðirnar
um víða veröld.
Seljum FARSEÐLA.
Otvegum HOTELHERBERGI.
Önnumst SKIPULAGNINGU ferða !
innan lands og utan. •
☆
AFSLÁTTUR AF FLUGFARGJÖLDUM TIL
ÝMISSA STAÐA í NORÐUR EVRÓPU GEKK í
GILDI 1. SEPTEMBER.
FARSEÐLANA FÁIÐ ÞÉR HJÁ ZOÉGA.
MUNIÐ EINNIG „KJARAFERÐIR ZOÉGA 1964“.
ÓDÝRUSTU EINSTAKLINGSFERÐIR Á
MARKAÐNUM.
FERÐIZT AHYGGJUILAUST • FEROIZT IUEÐ ZOEGA
Farið að dæmi Villa Víðförla og
hefjið ferðina með því að koma
eða hringja til ZOÉGA.
42 FÁLKINN