Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 10

Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 10
PILAREGLURIM Það flautaði einhver fyrir utan gluggann. Hei. Anja! , Anja, sem var 13 ára, stóð upp og gekk að glugganum. Það var Nils frá nágranna- r|1 bænum sem stóð þarna fyrir utan. Hann var 14 ára, rauðhærður og skítugur. Hún opnaði gluggann. — Ertu með niður að vatni? Hún hristi höfuðið. Nei, hvað þú ert stífpuntuð! Hvert ertu að fara? — Það kemur þér ekki við, svaraði hún og skellti aftur glugganum. Svo brosti hún. Þó hann væri 14 vetra var hann bara heimskur strákpatti og fákunnandi. Samt féll hann henni í geð. ' Það var sunnudagsmorgunn. Útlit fyrir afbragðsveður. Hún leit í kringum sig í herberginu. Litríkar myndir. Filmstjörnur og mynd af pabba. Áður hafði hún haft hann hjá sér dag hvern, nú var hann bara mynd á vegg og hún sá hann annan hvern sunnudag, lífsglaðan og æskuteitan föður sem ekki líktist neinum pabba. Hún skildi ekki til fulls hvernig þessu var öllu varið. Foreldrar hennar höfðu skilið. En þau voru samt sem áður beztu vinir í heimi, hafði mamma sagt. Pabbi bjó með stelpu sem hélt Lillian og hafði verið skrifstofustúlka. Hún var fögur og síbrosandi. Þau héldu að Anja væri fávís en hún sá í gegnum allt þeirra samband. Auðvitað sváfu þau saman. — Nú er morgunmaturinn til, elskan, hrópaði mamma að neðan og Anja stökk niður stigann. Þær sátu við morgunverðarborðið, Anja, og mamma hennar, Sonja Brun. Þú færð yndislegt veður, Anja. Anja svaraði ekki, hún var með fullan munninn. — Kemur Jón frændi í middag? spurði hún skömmu seinna. Móðirin leit á hana skærum augum. Hún var fögur kona, fíngerð, grönn og hafði góða stjórn á skapi sínu. — Já, Jón frændi kemur, svaraði hún. — Þá færð þú einnig ágætan dag, hugsaði Anja með sér. En ekkert sagði hún. Annars kunni hún Jóni vel. Hann var miðaldra, sterklegur og alltaf hlýr í viðmóti Kannski einum of vingjarnlegur. Hún gat ekki skilið hvað mamma sá við hann. Hins vegar giftist hún honum ekki enda var þess engin þörf, þau höfðu nóg fyrir sig að leggja. Mamma laut að henni: — Ertu ekki glöð og kát, Anja? Anja kinkaði kolli. Ég er ekkert hrifin af því að þú umgangist Nils allt of mikið. — Því þá? spurði Anja dálítið afundin. — Kemur hann ekki alltaf kurteislega fram við þig? spurði mamma. — Hann er villimaður, svaraði Anja. — Hann er heimskur en mér finnst bara vænt um hann. Það er svo gaman að egna hann og espa. Mamma andvarpaði sáran. — Þú færð gott veður hjá pabba þínum, sagði frú Brun og ef Lillian er þar verðurðu að gæta ýtrustu alúðar í umgengni við hana því hún er alltaf svo þægileg við þig. Satt var það, svo satt. — Já, sagði Anja og lagði kollhúfur. Margar spurningar knúðu á huga hennar: hvers vegna hafði pabbi hennar yfirgefið mömmu? Hvers vegna' lét mamma aldrei í ljós andúð á Lillian, sem var þó miklu yngri en hún og hafði rænt hana manninum. Var mamma í raun og veru ánægð með sinn Jón frænda? Hvernig sem þessu var varið, máttu þau vita, að hún, Anja, var ekki sæl. Allt í einu sagði hún: — Mamma, ég sakna pabba. Ég sakna hans svo ógúrlega mikið. . Frú Brun var á svipinn eins og hún hefði fengið löðrung. Langa stund sat hún dolfallin^ og starði á Önju. — Ég sakna pabba, sagði Anja með tár í augum. Frú Brun kveikti í sígarettu. — En við gerum þó allt sem við getum fyrir þig, sagði hún. við erum skynsöm og hleypidómalaus og reynum að gera þér lífið létt. En nú hélt ekkert aftur af Önju. — Var nauðsynlegt að skilja? — Jú, það var í raun og veru engin önnur leið. Pabbi vildi skilnað ... Hún þagnaði og snöggroðnaði. — Ég veit vel þú vaktir og grézt fyrstu næturnar, sagði Anja. — Já, eitthvað brynnti ég músum fyrsta kastið, en það er nú allt afstaðið. Við skulum öll vera glöð og kát og ekki ala á neinu hugarangri. Og síst af öllu vildi ég sagt hafa j 10 FÁLKINN SIVIÁSAGA EFTIR BENNY AAHÖLIM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.