Fálkinn - 31.08.1964, Blaðsíða 17
I MIÐRI EYÐIMORK
EFTIR
ANTOINE DE SAINT-EXUPÉRY
að eygir er ekkert að sjá. En
Út á sjóndeildarhring bregður
ljósið þegar á leik í áhrifa-
meiri hillingum. Virkisveggir
og turnspírur, regluleg bákn
með lóðréttum útlínum. Ég gef
líka gaum að stórri svartri
spildu sem minnir á gróður-
lendi, en yfir henni vokir síð-
asta þeirra skýja sem hafa
greiðzt sundur í dag og munu
birtast aftur í kvöld. Þetta er
aðeins skuggi skýbólsturs ...
Það er gagnslaust að halda
lengra, þessi reynslúferð leiðir
ekki að neinu. Við þurfum að
komast affur til flugvélarinn-
ar, þessarar rauðu og hvítu
bauju sem félagarnir munu ef
til vill berja augum Enda þótt
ég bindi enga von við leit úr
lofti, virðist mér hún vera eina
leiðin til björgunar. En mestu
varðar að við höfum skilið
þarna eftir síðustu dropa vökv-
ans, og nú þegar þurfum við
eindregið að fá að drekka.. Við
þurfum að komast til baka ef
við eigum að halda lífi. Um
okkur lýkur hringur úr járni:
svo lítið er þol hins vatnslausa.
En hve það er örðugt að snúa
við þegar maður er ef til vill
á leiðinni til lífsins! Handan
við hillingarnar er sjóndeildar-
hringurinn ef til vill krökkur
af raunverulegum borgum,
skurðum með tæru vatni og
ökrum. Ég veit það er rétt að
snúa við. En engu að síður
finnst mér ég ætli að sökkva,
þegar ég tek þessa hræðilegu
beygju.
Við lögðumst fyrir hjá flug-
vélinni. Við höfðum farið meira
en sextíu kílómetra. Við drukk-
um upp vökvana. Við urðum
einskis varir í austri og enginn
félagi hefur flogið yfir þetta
svæði. Hve lengi fáum við dug-
að? Við erum nú þegar svo
þyrstir . . .
Við hlóðum stóran köst með
því að tína saman brak úr
molnaða vængnum. Við höfð-
um við hendina benzín og
magnesíum-plötur sem varpa
frá sér skærum hvítum glömp-
um. Við höfðum beðið þess að
nóttin verði nógu svört fyrir
bálið okkar... En hvar eru
mennirnir?
Nú stígur loginn upp. Við
horfum andagtugir í vitann
okkar brenna í eyðimörkinni.
Við horfum á hljóðlátan og
geislandi boðskap okkar blika
í nóttinni. Og ég hugsa með
mér að beri hann áleiðis kall
sem heyrist, beri hann jafn-
framt með sér mikla ást. Við
biðjum um að fá að drekka, en
við biðjum líka um samband.
Að annað bál kvikni í nóttinni,
mennirnir einir ráða yfir eldi,
að þeir svari okkur!
Ég sé fyrir mér augu konu
minnar. Ég sá framar ekkert
nema þessi augu. Þau eru
spyrjandi. Ég sé fyrir mér augu
allra þeirra sem ef til vill er
hlýtt til mín. Og þessi augu
eru spyrjandi. Heil þyrping
augnaráða álasar mér fyrir að
þegja. Ég svara! Ég svara af
öllum kröftum, ég get ekki
varpað skærari blossum út í
nóttina.
Ég hef gert það sem ég hef
getað. Við höfum gert það sem
við getum: sextíu kílómetrar
næstum án þess að drekka
neitt. Nú fáum við ekki meira
að drekka. Er það okkur að
kenna ef við getum ekki beðið
nógu lengi? Við hefðum viljað
vera þarna kyrrir og totta dús-
urnar, prúðir og rólegir. En á
sömu sekúndu og ég grillti í
botninn á tinmálinu, fór klukk-
an í gang. Á sömu sekúndu
og ég sötraði seinasta dropann,
byrjaði að halla undan fyrir
mér. Hvað fæ ég að gert þegar
tíminn ber mig burt eins og
árstraumur? Prévot grætur. Ég
klappa á öxlina á honum. Ég
segi við hann til að hugga
hann:
— Ef við erum glataðir þá
erum við glataðir ...
Og hann svarar mér:
— Þér haldið þó ekki að ég
gráti vegna sjálfs mín ...
O já, auðvitað hef ég áttað
mig fyrr á þessum sannindum.
Ekkert er óbærilegt. Ég fæ að
vita það á morgun og hinn
daginn, að áreiðanlega ekkert
er óbærilegt. Ég hef litla trú á
að menn líði píslarvætti. Ég
hef þegar hugsað um þetta með
sjálfum mér. Ég hélt dag einn
að ég mundi drukkna, ég hafði
lokazt inni í stjórnklefa, og
Líbýu-búar.
þjáðist ekki mjög. Ég hef stund-
um haldið að ég mundi mola
á mér andlitið og það virðist
mér ekki neitt tiltökumál. Hér
fann ég ekki heldur til neinnar
angistar. Á morgun fæ ég að
kynnast enn þá kynlegri hlut-
um. Og þó svona færi um bálið
mitt, þá veit Guð að ég heykist
ekki á að láta mennina heyra
til mín ...
— Þér haldið þó ekki að ég
gráti vegna sjálfs mín... Já,
já, þetta er það sem er óbæri-
legt. f hvert skipti sem ég sé
fyrir mér þessi bíðandi augu,
verð ég viðþolslaus. Það grípur
mig skyndilega löngun til að
Framh. á bls. 36.
I