Fálkinn - 31.08.1964, Side 34
BERH) SALAT FRAM Á KVÖLDVERDARBORDIÐ
Tómat-gúrkusalat.
150 g tómatar Sósan:
14 gúrka 1 msk. edik eða
2 msk saxaður laukur iy2 msk. sítrónusafi
Fisksalat.
Tómat-gúrkusalat.
3 msk. matarolía
14 tsk. salt
ögn af pipar
ögn af hvítlauk.
Tómatar og gúrkur skorið í þunnar sneiðar,
raðað fallega á fat. Söxuðum lauknum stráð
yfir tómatana.
Öllu í sósuna blandað saman í glas, hrist vel
saman. Hellt yfir grænmetið.
Gulrótaappelsínusalat.
2—3 gulrætur
1 appelsína
2 msk. rúsínur
1 dl súrmjólk
2 tsk. púðursykur
Gulræturnar hreinsaðar og rifnar nokkuð
gróft, appelsínan og rúsínurnar skornar smátt,
öllu blandað saman. Súrmjólkinni hellt yfir,
púðursykri stráð á.
Blómkálssalat.
1 blómkálshöfuð
2 tómatar
1 búnt graslaukur
Sósa:
2% dl súrmjólk
Salt, pipar
1 tsk. paprika
1 msk. tómatkr.
Hiærið súrmjólkina með kryddinu og smátt
klipptum graslauknum.
Blómkálið hreinsað og rifið gróft
(ekki leggurinn) blandað varlega
saman við sósuna. Sett í skál, skreytt
með tómötum.
Munkasalat.
1 salathöfuð
3 tómatar
1 laukur
2 harðsoðin egg
1 msk. sítrónu-
safi
1 msk. edik
Salt, pipar
y2 tsk. kanell
1 tsk. rosen
paprika
4—5 msk. matar-
olía
4 msk. rifinn
ostur
Graslaukur.
Salatblöðin þvegin vel og þerruð,
skorin í ræmur, blandið þeim saman
við tómatbáta, saxaðan lauk og gróft
skorin eggin. Kryddið hrært út með
ediki og sítrónusafa, söxuðum graslauk,
rifnum osti og matarolíu blandað
saman við. Sósunni hellt yfir grænmet-
ið. Látið standa um 1 klst. á köldum
stað, áður en það er borið fram.
Fisksalat.
150—200 g soðinn Graslaukur
fiskafgangur 1 harðsoðið egg
2 msk. edik
3 msk. rjómi
í msk. tómat-
kraftur
Salt, pipar
3 tómatar
1 sítróna
ý> agúrka
Steinselja.
Fiskurinn hreinsaður vel, látinn á
mitt fatt. Ediki, rjóma og tómatkrafti
hrært saman, salt og pipar sett í eftir
Framhald á bls. 42.
34
FALKINN