Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 12.04.1965, Blaðsíða 17
Eigum við ekki að leyfa honum að heyra eitt lag? ingur úr honum Jóni Ásgeirs- syni að ég kunni ekkert... Fálkinn: Voru lögin ekki samin'með ljóðskáldið í huga? Jónas: Ég veit ekki. Hjá al- mennilegu fólki er þessu öðru- vísi farið. Hammerstein orti fyrst ljóðin og svo gerði Rod- gers músíkina við textann. Þetta er óhæfa hjá honum Jóni. Jón: Alls ekki. Ég gef þér tækifæri á að skapa ný ljóð- form ... Jónas: Já, það er einmitt það erfiðasta. Annars tökum við þetta ekki svo hátíðlega. Mér hefur alltaf fundizt hugtökin stíll og skáldskapur vera hrein ráðgáta... Jón: Við gerum þetta af ræktarsemi við forfeðurna ... Fálkinn: Er ekki erfitt fyrir bræður að vinna að slíku verk- efni? Jónas og Jón: Við komum okkur saman um í upphafi, að ef annar strikaði út setningu hjá hinum, þá skyldi ekki frek- ar um það rætt. Þess vegna er formið dálítið laust... Fálkinn: Þið hafið ekki feng- ið aðstoð þriðja aðilans ...? Jón: Við önzum engum ábendingum. Okkur finnst allar ábendingar vera til hins verra. Fálkinn: Og þið sögðust hafa strikað mikið út? Jón: Blessaður vertu — það er fullur kassi af útstrikun- um... Jónas: Það má alltaf laum- ast í það aftur ... Jón: Við erum búnir að binda utan um kassann með snæri og hann er merktur með svörtu tússi: PRÍVAT. Jónas: Við eigum fullskapað- ar persónur á lager og við get- um jafnvel hlaupið undir bagga... Jón: Manstu eftir henni Dúddí, þessari yndislegu stúlku. Það var annars leiðinlegt að að hún skyldi falla frá svona ung. Dúddí litla, sem alltaf var að koma inn á sviðið, svo sprell- fírug og iðandi af lífsfjöri... Jónas: Já, af öllum listgrein- um er leikritun erfiðust... Jón: Þetta sögðu þeir báðir O’Neill og Shakespeare — í leikriti má engu vera ofaukið og ekkert vanta, sem sagt eng- ar bollaleggingar, eða er ekki réttara að segja bara bollaleng- ingar, er það ekki betra, Jónas? Jónas: Ég vil nota tækifærið og koma því á framfæri, að Jón er miklu reyndari á þessu sviði en ég. Hann lék einu sinni á Seyðisfirði á móti Brynj- ólfi Ingólfssyni, ráðuneytis- stjóra. Hann var góður eins og fleiri Brynjólfar ... Fálkinn: Hvenær lukuð þið við leikritið, eða eigið þið eitt- hvað eftir? Jón og Jónas: Við kláruðum þetta í haust. Við höfum svo lagfært viss atriði á æfingum. Þeir gera það víst hinir. Bert- old Brecht var víst alltaf að breyta löngu eftir að byrjað var að sýna stykkið. Og svo má líka nefna Marx bræður. Fálkinn: Þetta er mannmargt stykki? Jón: Ja, ég yrði ekki hissa þótt þátttakendur fylli hundr- aðið fyrir rest... Jónas: Þessa heims og ann- ars! Fálkinn: Eru margar sviðs- myndir? Framh. á bls. 48. Sá sem barði saman lögin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.