Fálkinn - 26.07.1965, Page 7
AGFA umboðið og vikublaðið Fálkinn efna I sam-
einingu til glæsilegrar ljósmyndasamkeppni, sem skipt
er niður í þrjá flokka. Frestur til að skila inn mynd-
um er til októberloka, en ekki er unnt að segja til um
það nú hvenær úrslitin verða birt, en sennilega verður
það í desemberbyrjun eða í janúarbyrjun, allt eftir því
live dómnefndinni gengur vel að vinna sitt verk. Ekkert
verður til sparað að vinna og prenta myndirnar sem við
birtum úr keppninni, eins vel og kostur er.
í 1. flokki hafa verið valdir fimm þekktir ljósmynd-
arar til að glíma innbyrðis við verkefnið „Frá hinni
hliðinni séð.“ Þeir senda inn eina svarthvíta mynd hver
um sig, stærð 18X24 eða 24X30, límda á karton. Veitt
verða ein verðlaun, kr. 5.000,00.
f 2. flokki er verkefnavalið frjálst, og þar geta allir
aðrir en fimmmenningarnir í 1. flokki tekið þátt. Senda
skal svarthvítar myndir, stærð 18X24 eða 30X40, límd-
ar á karton. Veitt verða þrenn verðlaun, kr. 3.000,00 í
peningum og kr. 2000,00 og kr. 1.000,00 í vöruúttekt
hjá Ijósmyndavöruverzluninni TÝLI í Austurstræti.
í 3ja flokki á að senda inn litfilmur, sem eingöngu
má taka á litfilmuna AGFA COLOR CT 18 (pósitív) og
þar er verkefnið bundið við landslagsmyndir eða myndir
úr atvinnulífi. AGFA umboðið setur skilyrði eingöngu
í þessum flokki — í hinum flokkunum ráða menn hvaða
Ijósmyndaefni þeir nota. Vinningar eru þeir sömu og
í 2. flokki. Allir mega taka þátt í þessum flokki, einnig
þeir sem taka þátt í 1. og 2. flokki.
1. flokkur.
í honum taka þátt Oddur Ólafsson, Rafn Hafn-
fjörð, Guðmundur Vilhjálmsson, Ingimundur
Magnússon og Guðmundur Hannesson. Þeir glíma
innbyrðis við verkefnið „Frá hinni hliðinni séð“
og senda inn eina mynd hver. Veitt verða ein
verðlaun, kr. 5.000,00 í peningum.
2. flokkur.
Svarthvítar myndir, stærð 18X24 eða 30X40,
frjálst verkefnaval. Veitt verða þrenn verðlaun,
kr. 3.000,00 í peningum og kr. 2000,00 og kr.
1.000,00 í vöruúttekt hjá ljósmyndavöruverzlun-
inni Týli.
3. flokkur.
Litfilmur (allar stærðir). Nota skal AGFA
COLOR CT (pósitív) og verkefnið er bundið við
landslags- eða atvinnulífsmyndir. Veitt verða
sams konar verðlaun og í 2. flokki.
Dómnefndin.
í dómnefndinni eiga sæti Björn Th. Björnsson,
listfræðingur, Hjálmar R. Bárðarson skipaskoð-
unarstjóri og Jón Kaldal ljósmyndari. Dómnefnd-
in mun gera grein fyrir störfum sínum þegar úr-
slitin verða birt og ræða almennt myndirnar,
sem sendar verða til keppninnar.
SKILYRDI
AGFA umboðið setur þau skilyrði að myndirnar liafi
ekki verið birtar áður og ennfremur er birtingarréttur
eða sýningarréttur áskilinn á öllum myndum sem ber-
ast til keppninnar. Þátttakendur eiga að merkja myndir
sínar dulnefni, en nafn og heimilisfang skal fylgja með
í lokuðu umslagi merktu með sama dulnefni og á mynd-
inni. Litfilmurnar skal merkja á sama hátt og skal
vel um þær búið, helzt að senda þær í glerrömmum.
Myndirnar skulu sendar til ritstjórnar Fálkans, Grettis-
götu 8, pósthólf 1411, fyrir októberlok. Starfsfólk Fálk-
ans og AGFA umboðsins tekur ekki þátt í keppninni.
FÁLKINN