Fálkinn - 26.07.1965, Qupperneq 14
TEHERAN í maí.
Þegar ég var heima í
Reykjavík fyrir um tveim
mánuðum að leggja á ráðin
við fyrrverandi skólabróður
minn, Magnús Bjarnfreðs-
son blaðamann, hvað hann
ætti að sjá í Teheran í ferð
sem SAS flugfélagið var að
bjóða honum og öðrum ís-
lenzkum blaðamanni til,
grunaði mig ekki, að ég
myndi sjálfur innan skamms
tíma vera kominn enn að
nýju, í fjórða sinn, til þess-
arar „austlægustu Evrópu-
borgar“, eins og hún mun
einhvern tíma hafa verið
nefnd, vegna þess hversu
hún er um sumt lík ýmsum
evrópskum borgum.
Líklega myndi mér þó
enn síður hafa nokkru sinni
til hugar komið, að ég ætti
eftir að rekast á landa í
flugvél þeirri, sem ég tók
mér far með hingað til Te-
heran frá Rómaborg. Vélin
var fullskipuð farþegum til
Tel-Aviv, en þaðan var hún
nær tóm, farþegar aðeins ör-
fáir.
Fyrir tilviljun tókum við
tal saman. Mér hafði áður
dottið í hug, að þar væri
Norðmaður á ferð og urð-
um við báðir meira en lítið
hlessa og glaðir, er við kom-
umst að raun um hvaðan
ættir okkar lágu. Björn Sig-
urbjörnsson hét maðurinn og
starfar við Kjarnorkustofn-
un Sameinuðu þjóðanna í
Vín og var að sækja fjögurra
daga ráðstefnu Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar SÞ,
sem halda skyldi í Teheran.
Svona geta tilviljanir ver-
ið undarlegar. Enn ósenni-
legra hafði þó borið við, er
ég var síðast á ferð um Te-
heran, en það var í október
síðastliðnum á leið frá ír-
akska Kúrdistan, en þá
staldraði ég aðeins við hér í
borg í tæpa sextán tíma. I
það skipti gekk ég til póst-
hússins, þar sem ég bjóst við
að eiga bréf eftir útiveruna
með Kúrdum, hvað ég og
átti. En meira átti ég í því
pósthúsi, því að á bréf mitt
var klemmdur miði, sem á
var ritað á íslenzku, að ég
ætti blessaður að líta inn.
Um leið var gefið upp sími
og heimilisfang í Teheran og
skrifað undir: Halldór Vil-
hjálmsson.
Sjálfur hafði Halldór, sem
annars er við nám í Þýzka-
landi, en var þarna í leyfi í
boði persneskra vina, einn-
ig átt nýlega bréf þarna, og
þá séð þar eitt, sem á var
ritað íslenzkt nafn og þá
viðhaft áðurnefnd viðbrögð.
Flugvél okkar Björns hélt
í norðurátt frá Tel-Aviv, en
ekki í austurátt eins og við
hefði mátt búast. Þannig
hagar nefnilega málum, að
arabísku ríkin neita þeim
flugvélum að fljúga yfir
lönd sín, sem til eða frá ísra-
el fara. Vélar á þessari leið
verða því að taka á sig stór-
an krók og fljúga norður til
Tyrklands, sem veitti ísrael
fulla viðurkenningu fyrir
allmörgum árum Aröbum til
mikillar gremju. Síðan er
flogið eftir endilöngu tyrk-
neska Kúrdistan fyrir norð-
an landamæri Sýrlands og
íraks, unz komið er yfir ír-
anska jörð og beygt í suð-
austur í áttina að Teheran.
Feginn var ég að þurfa
ekki að ferðast um arabisk
lönd í þetta sinn. Vogaði mér
satt að segja ekki lengur til
Bagdad vegna tengsla minna
við Kúrda í írak, á hverra
fund ætlun mín var að kom-
ast.
Stríðið var nefnilega hafið
á nýjan leik í írakska Kúr-
distan í þriðja sinn á fjórum
árum, en nú eftir árs vopna-
hlé. Er samningar höfðu far-
ið út um þúfur sl. sumar,
stofnuðu Kúrdar eigið þing
og heimastjórn eins og ég hef
áður ritað um hér í Fálkann.
Þá heimastjórn vildu íraksk-
ir Arabar aldrei viðurkenna
og í apríl síðastliðnum lagði
her þeirra enn að nýju til
atlögu við liðssveitir Kúrda,
og flugher þeirra tók upp
fyrri aðferð sína, að hella
niður sprengjum yfir kúrd-
íska byggð.
Á vegum
Daily Telegraph
Engar áreiðanlegar fréttir
hafa enn borizt af þessum
átökum og Daily Telegraph,
sem ég hafði fyrstur náð í
fréttir fyrir af stofnun
heimastjórnarinnar, vildi nú
vita sannleikann um síðustu
atburði. Þýzkt sjónvarps-
fyrirtæki, sem hafði séð
mynd mína úr áðurnefndri
ferð, lét mig svo, strax og
ég minntist á fyrirhugaða
ferð, hafa kvikmyndatöku-
vél, sem kostar á við nýjan
Volkswagen. frönsk áritun
var síðan fengin á einum
degi í Róm og haldið flug-
leiðis af stað sama dag.
En ferð til írakska Kúr-
distan er, að kílómetrunum
undanteknum, hvergi nærri
hálfnuð í Teheran. Þar þarf
að grafa upp fulltrúa Kúrda
og síðast en ekki sízt, helzt
að fá leyfi persnesku örygg-
islögreglunnar til ferðarinn-
ar að landamærunum, en það
er allt annað en auðfengið,
þótt einstaka blaðamanni
hafi tekizt að fá það upp á
síðkastið fyrir milligöngu
sendiráða og stórblaða, en þó
engum nú eftir að stríðið
var byrjað aftur á nýjan leik.
f þau tvö skipti, sem ég
hafði komizt til írakska Kúr-