Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1965, Síða 20

Fálkinn - 26.07.1965, Síða 20
Þeir, sem voru í stofunni forðuðust að líta á líkið, sem lá á grúfu fyrir framan sófann. Feiti leynilögreglumað- urinn teiknaði með krít hvítan hring í kringum líkið, og gaf sjúkráliðsmönn- unum síðan merki. Svo sneri hann sér áð yfirlögreglu- þjóninum og sagði: — Svona hnakka- skot minna helzt á aftöku. Yfirlögregluþjónninn leit heldur ekki é líkið. Hann var orðinn svo hátt sett- ur, að hann þurfti aldrei að snerta á líkum. Hann gekk þvert yfir gólfið, að ckrifborðinu og tók upp bréfabunka. *—Er nokkuð athyglisvert hér? spurði hann. — Nei, svaraði óbreytti lögreglumað- urinn, og gekk til hans. Að minnsta kosti ekkert, sem hjálpar okkur. • '•— Var það sama byssan? — Hver getur séð það ennþá. En sár- ið sýnir, að það hefur verið hlaupvídd 32, svo líklega er um eina byssu að ræða. Yfirlögregluþjónninn fletti í gegn um bréfabunkann. — Það eru fjögur skot, sagði sá ó- breytti. Yfirlögregluþjónninn tók upp vasa- klút og þurrkaði sér um augun. Hann var nokkuð sver, axlabreiður og með Sterklega handleggi, — í mesta lagi 43 ára gamall, en á heitum sumardögum fannst honum oft að hann væri eldri. — Hvar er kona hans nú? spurði hann. — f svefnherberginu. Læknirinn gaf henni svefntöflur. Fint er. r— Hún er móðursjúk. •— Er nokkuð að græða á þessum? spurði hann, og lét bréfin renna á milli fingranna. — Hver veit. Og þú ert yfirlögreglu- þjónn! — Frá hverjum eru þau? — Ættingjum og vinum. Eitt er frá kvenmanni, sem heitir Anna. Það stendur bara Anna. — Hvað stendur í því? — Það stendur, að hún hafi elskað hann, o. s. frv. — Og það er ekkert eftirnafn? — Nei. Yfirlögregluþjónninn strauk andlitið með vasaklútnum. — Ágætt, sagði hann, — takið papp- írana með og látið þjónustufólkið leita betur. — Það finnur ekkert. Yfirlögregluþjóninum brá. — Það veit ég ekkert um, sagði hann. — Lát- um það reyna, ef þú hefur ekki mikið á móti því. Hann yissi hvað dagblöðin segja: Það hefur verið framið enn eitt morð, kæru lesendur, hið fjórða á tveimur vikum, og þar sem þau eru keimlík eins og raun ber vitni hljóta allir að sjá, að þarna er eitthvert samband á milli. Af og til fannst yfirlögregluþjónin- um það ekki fráleitt, að það væri eitt- hvert samband þarna á milli. Allir hinir myrtu höfðu verið skotn- ir í hnakkann með byssu sem hafði hlaupvídd 32, allir voru þeir giftir og í góðri stöðu, og enginn þeirra var orðinn fertugur. Allir hlutu þeir að hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir kon- ur, og hjá öllum hafði morðinginn kom- izt inn í íbúðina. Þegar þeir komu á lögreglustöðina sagði yfirlögregluþjónninn við hinn óbreytta, að hann gæti farið heim, þeir hefðu þegar unnið fjóra tíma í yfir- vinnu. En hann fór ekki sjálfur heim, hann settist inn á skrifstofu sína, fletti sund- ur öllum bréfunum og las þau vandlega. Þar var ekkert að finna fyrir utan ástarbréfið frá Önnu, og í því var eig- inlega ekkert að finna nema það að Anna þessi hafði skrifað manni ástar- bréf, hvers kona hét Alic. Þá setti hann upp hattinn, tók bréí- ið og fór. Þar, sem hann nam fyrst staðar og bankaði upp á, voru dyrnar opnaðar af konu í morgunslopp og með krullu- pinna í hárinu. Hún var með wiskíglas í hendinni. —Ég er Parkins yfirlögregluþjónn, sagði hann. — Ég minnist yðar, sagði hún, — það er ekkj svo ýkja langt síðan mað- tirinn minn var myrtur. — Má ég aðeins líta inn fyrir? Hún færði sig aftur á bak. — Já, hvers vegna ekki. Þér eruð auðvitað ekki búnir að finna þann, sem myrti manninn minn? Hann settist í sófa, og horfði á hana, á meðan hún fékk sér meira wiski i glasið. Hann hristi höfuðið, og hún spurði hann, hvort hann hefði lyst á drykk. — Jæja, sagði hún svo, þegar hún hafði fengið sér sæti á litlum stól í hin- um enda herbergisins. — Og hvert var erindi yðar? Hún virtist utan við sig, og spurði: — Átti maður yðar nokkra góða vin- konu? — Örugglega ekki. Hann beið, meðan hún renndi niður stórum wiskísopa, og þá sagði hann: — Frú Sippon, ef þér bara hefðuð minnsta grun um að hann hefði átt góða vinkonu, þá myndi það geta hjálp- að okkur til þess að finna morðingjann. — Hann var góður eiginmaður. Hún starði á hann, og tárin komu fram í augun. — Og þótt hann hefði haft slíkt, þá var það ég, sem hann elsk- aði. Það sagði hann sjálfur. — Hver var hún? — Hún getur ekki hafa gert það. — Hún er dáin. Hún framdi sjálfs- morð fyrir þremur vikum síðan. Það stóð í blöðunum. — Hvað hét hún? — Anna. Anna Martinson. — Hvernig vitið þér þetta? — Hann sagði mér það, sagði hún. — Hann sagði mér þetta allt saman. ' Hann sagði mér að hún hefði viljað að hann hlypi frá mér og giftist sér, en það vildi hann ekki. Hún tók aftur stóran sopa af víninu. Svo virtist hún allt í einu komast til sjálfrar sín. — Það var ekki ég, sem drap hann, sagði hún. — Það veit ég að þér gerðuð ekki, sagði yfirlögregluþjónninn. Næsta kona, sem hann talaði við vildi ekki alveg viðurkenna að hinn myrti maður hennar hefði þekkt konu, hverr- ar nafn var Anna, en yfirlögregluþjónn- inn hafði heyrt fólk ljúga áður, og hann sá, að hún sagði ekki satt. Því var engin ástæða til þess að tala lengur við hana. Hann þakkaði henni því fyr- ir og fullvissaði hana um, að hann myndi finna morðingjann. Þegar hann gekk í burtu frá húsinu stóð hún í dyrunum, og þá leit hann við og sá hana standa þar, þurreyga og frjálslega, þá þóttist hann viss um, að ef ekki einhver annar hefði drepið 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.