Fálkinn - 26.07.1965, Page 42
FLOGIÐ STRAX
FARGJALD
GREITT SÍÐAR
g Danmörk - Búlgaria
14.8.-2.9. 20 daga ferB
%
Y///S/.
Fgrarstjóri: Gestur
Verb:13.500 001
Þorgrímsson. ////fa
14. ágúst: Flogið til Kaupmannahafnar og dyalist
þar í 3 daga.
17. ágúst: Flogið til Sofia, en þaðan farið til
Sólarstrandarinnar við Svartahaf. Nessebur og
dvalist þar í hálfan mánuð. Farið þaðan aftur til
Sofia og flogið 30. ágúst til Kaupmannahafnar
og dvalist þar í 3 daga.
2. september: Fiogið til Keflavíkur
Búlgaría er eitt þeirra landa sem ferðamanna-
straumurinn á síðastliðum árum hefur aukist íil
í ríku mæli entía eru baðstrendur þar sfst lakari
en í Rúmeníu og náttúrufegurð mikil. Búlgarar
hafa byggt fjöldann allan af nýtízku hótelum;
undanfarin ár og verðlag er þar mjög gott. Búlg
arar skipuleggja ferðir til nágrannalandanna eins
og Rúmenar t.d. til Istanbul með skipi og er verð
þar mjög gott. Sömuleiðis er um fjölda ferða að
ræða innanlands á mjög hagkvæmu verði.
Enginn vafi er á að íslendingar eiga eftir. að auka
komur sínar til Búlgaríu á næstu árum enda eru
viðskipti landanna í örum vexti.
Hafið samband við okkur sem fyrst.
LAN □ S a N ^
FERÐASKRIFSTOFA
Skólavörðustía 16. II. hæð
• Hestamannamót
Framh. af bls. 13.
Snemma næsta dag, eða i
kringum hádegið, skreið
þorri manna úr tjöldum sín-
um, og hestamenn tóku óð-
um að undirbúa sig fyrir
kappreiðarnar, sem áttu að
hefjast klukkan tvö. Tók nú
fyrir alvöru fólksfjöldi að
streyma að, og myndarlegar
hestsveitir frá hinum og
42
þessum hestafélögum þeystu
inn á svæðið. Kappreiðarnar
fóru vel fram og allt það,
nema veðrið var óheppilegt,
rigning og suddi. Afrek hest-
anna verða ekki skráð hér,
og því síður afrek knapanna,
en hins vegar má vitna til
ríkjandi rigningar, ef ein-
hver vill spyrja nánar.
Kappreiðunum lauk síðar
seinni hluta dagsins. Þá
mátti sjá breiðfylkingar
hestamanna þeysa út og suð-
ur frá fornum sögustað,
bændurnir fóru aftur í sveit-
irnar en Reykvíkingar til
síns heima ...
• Ungbörn til sölu
Framh. af bls. 32.
þér sjálfar. Og peningana fáið
þér eftir að fæðingin er um
garð gengin og þér hafið undir-
ritað yfirlýsingu um að þér af-
salið yður öllum rétti á barn-
inu.
Blaðakonan hélt Betty Baker
uppi á snakki og snúningum um
tíma. Að viku liðinni var hún
orðin óþolinmóð og bað hana
um að líta til Benson, hann
vildi alltaf sjá stúlkurnar öðru
hvoru.
Þess vegna fór hún til Ben-
sons.
— Þér lítið vel út, eruð sól-
brenndar og fallegar. En mér
finnst ég þvert á móti vera al-
veg að niðurlotum kominn. Ég
vinn sjö daga í viku. Ég held ég
taki mér frí yfir helgina og fari
til Palm Spring.
Blaðakonan ákvað nú að
reyna hjartagæzku lögfræðings-
ins. Hún sagði því:
— Nú hef ég fengið vinnu,
en ég fæ ekki útborgað fyrr en
á laugardag. Ég á ekki eftir
nema 4 dali. Ekki gætuð þér
lánað mér tíu dali?
— Því miður er ég blankur,
sagði Benson.
— Jæja, en samt ætlið þér
til Palm Spring.
— Viljið þér vera með?
— Auðvitað.
— Og eruð þér samt alveg
vissar um að þér séuð vanfær-
ar? Hvernig vitið þér það?
— Læknirinn minn í New
York hefur skoðað mig.
Benson velti málinu fyrir sér
um hríð. Svo ákvað hann að
þau skyldu borða saman eitt
kvöldið heima í íbúðinni hans
og blaðakonan átti að matreiða.
Hann vildi vita hvort þsð borg-
aði sig að hafa með sér félaga
til Palm Spring.
Svo bauð hann henni út á
veitingahús.
— Hann flutti sig stöðugt
nær, segir konan, og það fór
ekki á milli mála hvað hann
vildi. Ég lét einhver orð falla
um óléttar símavændiskonur.
En hann tók mig strax á orð-
inu og bauð mér samning við
vændiskvennahring sem starf-
aði þar í borginni.
— Þér getið unnið fyrif 20—
100 dölum á kvöldi, sagði hann.
Og svo getið þér haldið áfram
eftir að barnið er fætt.
Það var því hans verk að sjá
um allt þetta. Nokkru seinna
flaug blaðakonan heim til New
York aftur.
+ KONUR FENGNAR TIL
AÐ FRAMLEIÐA BÖRN.
Það er ekki til nein miðstöð
fyrir barnaverzlunina, og fyrir
því er erfiðara að komast fyrir
ósómann. Hér er um að ræða
einstaka menn í undirheimum
stórborganna, og þeir hafa sam-
band við ýmsa svokallaða góða
borgara, lækna, lögfræðinga og
hjúkrunarkonur.
Það er einnig miklum erfið-
leikum bundið að fá nokkrar
upplýsingar um foreldrana sem
börnin taka. Þau eru dauð-
hrædd um að börnin verði tek-
in af þeim. Það mundi ekki
verða gert. En dæmi eru um
að fósturforeldrarnir verði að
þola það að móðirin reyni að
kúga út úr þeim peninga.
Það er rétt að barnasalar eru
í sambandi við hringa síma-
vændiskvenna og stundum
stjórna þeir slíkum hringum.
Og þess eru dæmi að barnasal-
ar hafi fengið mæður til að eiga
fyrir sig börn til þess að geta
selt þau, þ. e. í rauninni barna-
framleiðsla.
Svartamarkaður á börnum
er ekki takmarkaður við Ame-
ríku. Börn eru send frá öðrum
löndum til Ameríku. Fyrrum
einkum frá Ítalíu, en nú aðal-
lega frá Grikklandi.
Theresa L. Heath segir frá
því að fjórar persónur eigi það
yfir höfði sér að verða dæmdar
fyrir að hafa selt 85 börn frá
Grikklandi og þegið fyrir það
204 000 dali. Þetta gerðist allt
á hálfu öðru ári.
Og þessi viðskipti eru ekki
bundin við New York. Á sama
tíma voru 300 önnur börn flutt
til ýmissa staða 1 Bandaríkjun-
um. Þetta er í rauninni barna-
innflutningur.
* MEST FRÁ GRIKKJUM.
Frá lokum síðari heimsstyrj-
aldar hafa 22 724 börn verið
flutt til Bandaríkjanna og ætt-
leidd þar. Frá Þýzkalandi komu
1156, frá Ítalíu 2908, frá Japan
3180, frá Grikklandi 3361, og
frá Kóreu 4594. Grikkland hef-
ur því vinninginn að tiltölu við
fólksfjölda. Athyglisvert er það
með Ítalíu sem lengi var hæst
á listanum að eftir því sem lífs-
kjörin bötnuðu minnkaði barna-
útflutningurinn.
Grikkland er enn fátækt
land.
En það er ekki hægt að
varpa sökinni á fátækt land.
Washington Star spurði lesend-
ur sína nýlega:
,,Er ekki eitthvað alvarlegt
úr lagi gengið þegar menn geta
látið hafa sig til að kaupa börn
á svartamarkaði?“
falkinn