Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 4
Alllangt er síðan að FÁLKINN íór þess á leit við Þór-
dísi Ámadóttur, sem stundar nám í París, að fylgjast
með einum degi í líli Maríu Guðmundsdóttur, sem heí-
ur getið sér mjög gott orð sem íyrirsceta. María heíur
að undaníömu hait mikið að gera og verið á siíelldum
íerðalögum, en einn sólbjartan júnímorgun var stundin
komin. — Dagur Maríu var framundan . . .
TEXTI OG IUYIMDIR:
ÞÓRDÍS ÁRIMADÓTTIR
HALLÓ,“ sagði hálf syfjuleg rödd í hinum enda dyra-
símans.
„Góðan daginn, ég er mætt,“ sagði ég.
„Góðan dag, gjörðu svo vel og gakktu inn, þegar dyrnar
opnast. Síðan gengurðu inn eftir ganginum og tekur lyftuna
upp á þriðju hæð.“
Klukkan var að ganga níu einn júnímorgun, fyrsta sól-
skinsdaginn eftir langvarandi rigningar. Ég var á leið til
fundar við hana Maríu. Hvaða Maríu? Eiginlega ætti að
vera óþarfi að segja meira, því að í hugum fslendinga er
tæplega til nema ein María í París — hún María Guðmunds-
dóttir.
'JC'FTIR að María var kosin „Ungfrú ísland" sumarið 1961
fór hún utan til starfa sem sýningarstúlka og Ijósmynda-
fyrirsæta og við það starfar hún enn. Aðalaðsetur hennar er
í París, en þar með er ekki sagt að vinnan fari eingöngu
fram þar. Nei, því fer fjarri, María er á sífelldum þeytingi,
og sá ég það bezt á þeim tíma, sem leið frá því er ég fór þess
fyrst á leit við hana að fá að fylgjast með henni einn dag,
þangað til dagur fannst, sem hentaði okkur báðum. Eina vik-
una þurfti María að skreppa til London, aðra til Spánar, þá
þriðju til Berlínar og þá fjórðu til Marokkó.
En nú var dagurinn sem sagt kominn og ég var í lyftunni,
á leið upp á þriðju hæð.
♦
Hún skerpti með blýanti línur augnabrúnanna. Starfsdagur
Ijósmyndafyrirsætunnar hefst með snyrtingunni.
Það var umboðsskrifstofan sem hringdi og „pantaði tíma“
hjá Maríu.
María býr í svo til nýju húsi, ekki langt frá Eiffelturnin-
um fræga. Leigir hún þar íbúð ásamt þýzkri stallsystur sinni.
Þennan dag var María ein heima, vinkonan var í ferðalagi,
en hún ferðast mikið engu síður en María.
Eg hafði vakið Maríu af værum svefni með hringingu minni
— rétt áður en vekjaraklukkan átti að hringja. Hún tók á
móti mér í grænmynstruðum silkislopp og baðst aísökunar
á útganginum eins og siður er kurteisra íslenzkra stúlkna —
en ég bað hana nú fyrir alla muni að láta það vera. ,,Fálkinn“
teldi sér það áreiðanlega til heiðurs að hafa fengið að vekja
hana.
♦
T^AÐ var ekki til setunnar boðið, María átti að vera mætt
til vinnu rúmum klukkutíma síðar. Eftir að hafa sett á
plötuspilarann plötu með Elvis Presley — „æ, mér finnst hann
alltaf svo mikið indæll“ — til að lífga upp á morgunstemn-
inguna, snaraðist hún inn í baðherbergið og þar má segja
að starfsdagurinn hafi hafizt með snyrtingunni.
Fyrst var að bera á húðina undirlagskrem, síðan „meiköp“
og tvær sortir af púðri: ljóst púður og dökkt púður, til að
fá fram skugga, sem nauðsynlegir eru fyrir myndatöku. Síð-
an komu augun. María dró strik og boga og síðan tók hún
fram dós með augnahárum: „Já, þetta verður maður alltaf
að nota við vinnuna, eins og það fer líka vel með augna-
hárin, sem fyrir eru, eða hitt þó heldur" — og hneð snörum
handtökum festi hún hin fölsku augnahár á augnalokin.