Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Side 16

Fálkinn - 16.08.1965, Side 16
DaÆiTF'u1 Æætli ég fái samt ekki einn mola í viðbót, Matilda mín,“ sagði frú Frankiin sem var að venja sig af of miklum sætindum. Hún var nú komin á sjötugasta og sjötta árið, svo að það mátti ekki seinna vera. „Þetta eru þær allra beztu ostastengur sem ég hef nokkurn tíma bragðað,“ hélt hún áfram. „Ekki skil ég hvernig þú ferð að þessu. Þó að ég noti uppskriftina þina verða þær aldrei eins góðar hjá mér.“ Frú Harrison ljómaði eins og lítil sól. Það var henni sönn gleði að leggja sig í líma fyrir jafnþakklátan gest og Mary Sue Franklin sem hafði verið bezta vinkona henn- ar allt frá barnaskólaárunum. Þær dreyptu á kaffinu og borðuðu ostastengurnar með ánægjusvip. Síðan þurrkuðu þær sér ofurfínt um munninn með servíettunum sínum áður en þær byrjuðu aftur að ræða hvernig heppilegast myndi að losa sig við hr. Shafer. SKAMMBYSSU getum við ekki notað,“ sagði frú Harri- son. „Það kemur ekki til mála. Ég er dauðhrædd við svoleiðis morðtól og myndi aldrei þora að þrýsta á gikkinn. og hvaðan ættum við líka að fá skammbyssu? Maður verð- ur að útvega sér leyfi frá lögreglunni til að kaupa og eiga skotvopn.“ „Já, þú hefur á réttu að standa,“ andvarpaði frú Frank- lin. „Maður er alltaf að lesa um morð, en þegar að því er komið að fremja það, virðist það ekki eins auðvelt og ætla mætti.“ Og meðan þær skröfuðu og skeggræddu fram og aftur um hinn voveiflega dauða hr. Shafers heyrðu þær í honum frammi í gangi þar sem hann reifst og skammaðist við leigjendur sína. „Bara eina ostastóng í viðbót, Matilda og Svo þarf ég að skreppa út í búð. Á ég að kaupa eitthvað fyrir þig um leið?“ „Nei, þakka þér fyrir, Mary Sue. En á morgun verðum við að láta hendur standa fram úr ermum. Það er ekki hægt að láta hr. Shafer vaða svona uppi lengur — maður- inn verður illgjarnari með hverjum deginum sem líður.“ Þær luku við kaffið, og frú Franklin bauðst til að hjálpa vinkonu sinni með uppþvottinn, en Matilda mátti ekki heyra það nefnt. Þegar frú Franklin var á leiðinni út gang- inn gekk hún beint í flasið á hr. Shafer sem.kom upp baktröppurnar. „Jæja, hvað hafið þið gömlu stallsysturnar verið að masa um í dag?“ þrumaði hann. „Er það stjórnarbylting sem þið hafið i huga?“ Frú Franklin hafði ekkert á móti smávegis daðri ef fínt var i það farið. En hr. Shafer kunni nú ekki þá aðferð. Hún sendi honum hunangssætt bros og varð niðurlút. „Nei, kæri hr. Shafer,“ svaraði hún elskulega, „við vorum bara að tala um hvernig bezt myndi verða að myrða yður.“ HR. SHAFER hlustaði ekki á hana. Hann gaf engan gaum að því sem við hann var sagt. „Fjandinn hirði þessar gömlu skrafskjóður,“ muldraði hann fyrir munni sér og rambaði inn ganginn. „Hér er ekki verandi lengur fyrir afgömlum kerlingaræksnum." Hann slökkti dauft ljósið sem logaði í dimmari enda gangsins. Og brátt heyrðist hurð skellt í lás, svo að húsið hristist. Það var ekki eins og hann hefði einhvern rétt til að búa þarna. Ónei. Konan hans hafði átt húsið og þegar .hún dó erfði dóttirin það, en hr. Shafer gerði henni lífið svo leitt, að á endanum hafði hún flúið að heiman og skilið húsið eftir í klónum á honum. Morguninn eftir sátu gömlu vinkonurnar aftur við kaffi- borðið og ræddu morðið á hr. Shafer. Frú Franklin bað um meiri sykur og sagðist aldrei á sinni lífsfæddri ævi hafa smakkað jafn Ijúfenga eplaköku. „Það er bara kanelögn og nokkrir sítrónudropar sem gefa þetta bragð,“ sagði frú Harrison hæversklega. Þær borðuðu kökuna og þurrkuðu sér um munninn með fínu servíettunum sínum. „Við getum heldur ekki gefið hr. Shafer eitur,“ sagði frú Harrison mæðulega, „því að hvað vitum við um eitur- byrlun?“ „Nei, en við getum nú leitað okkur upplýsinga,“ sagði frú Franklin vongóð. „Og hvernig eigum við að fara að því, góða mín? Ef við fáum lánaðar bækur um eiturtegundir á bókasafninu, muna allir eftir því — já, og ég þekki hvern mann þarna. Og í apótekinu skrifa þeir skýrslur um eitur sem keypt er, svo að lögreglan myndi geta rakið slóðina til okkar.“ ÞEGAR þær sátu og gæddu sér á gómsætri súkkulaðiköku daginn eftir sagði frú Franklin: „Og ekki getum við drekkt honum.“ „Nei, það gengur víst ekki. Það er hvergi nóg vatn til þess nema í litla stöðuvatninu í lystigarðinum, og hvernig ættum við að geta lokkað hr. Shafer þangað?“ „Hann myndi aldrei veita okkur eftirför. Hann er kven- hatari.“ „Hann hatar allt og alla.“ Á fimmtudaginn sátu þær örvilnaðar og datt ekkert fleira í hug. „Ósköp finnst mér ég eitthvað heimsk og hugmynda- snauð, Mary Sue. Við erum þó varla orðnar svo kalkaðar, að við getum ekki fundið smellna aðferð til að myrða mann?“ „Kannski á morgun?“ sagði frú Franklin bjartsýn. EN öxi?“ lagði frú Harrison til morguninn eftir. „Ég fór að hugleiða það í nótt, og það virðist ekki svo fráleitt.“ „Það er soddan sóðaskapur," sagði frú Franklin. „Við myndum bara útbía fötin okkar, og þó að við brenndum þau á eftir, gæti lögreglan fundið hnappana og uppgötvað, að þeir væru af okkur.“ „Já, en elskan mín,“ sagði frú Harrison skelkuð, „ég meinti ekki, að við færum að búta hann í sundur. Það væri nóg að rota hann.“ „En við eigum enga öxi, og ef við keyptum hana í járn- vörubúðinni, myndi lögreglan vafalaust frétta af því seinna og taka okkur fastar.“ „Heyrðu nú, Mary Sue, við verðum að hrista af okkur slenið og afljúka þessu sem fyrst. í fyrradag rak hr. Shafer aumingja frú Grove á dyr, af því að hún vildi ekki láta lóga kettinum sínum, og í gær lét hann hr. Floyd fara, vegna þess að hann var farinn að hósta of mikið á næt- urnar.“ „Hefur þér dottið nokkuð í hug, Matilda?“ „Nei ekki enn, Mary Sue, en það fer að koma. Ég er sannfærð um, að við leysum vandann á bezta hátt. En kannski væri rétt að hvíla sig í bili á sjálfum morðhug- leiðingunum og athuga önnur vandamál í staðinn. Við 16 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.