Fálkinn - 16.08.1965, Qupperneq 20
Allir í hverfinu
eru hræddir við mig.
Hann heitir Gústi, og býr á Grettisgötunni.
Hann er ekki nema þriggja ára, en er tals-
verður grallari og hörkusterkur, þrátt fyrir
lágan aldur sinn. Hann er ekki viss um,
hvað hann ætlar að verða, þegar hann verð-
ur stór, en það er nógur tími...
Það var venjulegan dag í júlí, að við vor-
um á gangi á Grettisgötunni. Tilveran virtist
vera ósköp venjuleg, og ekkert vakti athygli
okkar, fyrr en Gústi birtist. Gústi var lágur
í loftinu, í gallabuxum með smekk og hend-
urnar á kafi í vösunum. Þarna gekk hann
út Grettisgötuna og leit hvorki til hægri né
vinstri. — Gústi var einn í heiminum.— En
allt í einu kom stelpa á hjóli, og stelpan vildi
raska heimspekilegri ró Gústa svo um mun-
aði. Hún hjólaði aftan að Gústa, og þegar
hún var komin nógu nærri honum, hrópaði
hún: — Gústi, ég sá vel að þú stalst inn í bíl-
inn. En hinn rólyndi Gústi sneri sér þá bara
við og rak tunguna framan í vinkonu sína.
Og þannig lauk þeirra viðskiptum í það skipt-
ið með yfirburðasigri Gústa.
Eftir þetta vaknaði áhugi minn á Gústa,
svo ég lagði upp í leit að honum daginn
eftir. Vissulega bar leit mín fyrst að barna-
leikvellinum við Grettisgötu, og þar spurði
Bræðurnir sættust að lokum, og bróðirinn reis á fætur og klifraði
aftur ofan í kassann til þess að sýna Gústa að hann væri ekki
hræddur. En Gústi stendur hjá kassanum og er sakleysið sjálft.
í
____________________i «
MYIMDIR OG TEXTIs
i
VILMUIMDGR
GYLFASOIM
/
◄
Gústi gengur að kassanum sem
geymir bróður hans, og hugsar
nú gott til glóðarinnar.