Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 6
Það kom í ljós heilmikill magi. Eftir talsverð málaferli var
maginn dæmdur kjólnum.
henni í sjálfsvald sett, hvort hún tekur eða hafnar starfstil-
boðinu.
í bílskúr í kjallara hússins beið litli hvíti bíllinn með
svörtu blæjunni: tveggja manna „Alfa Romeo“, ítalskur
sportbíll. Nokkrum dögum síðar átti hann að víkja fyrir öðr-
um „Alfa Romeo“, stærri, sem María var búin að panta.
Og það skal alþjóð fá að vita, að hún María er alveg hörku-
bílstjóri. Þeim þýddi nú ekki mikið að keppa við hana í öku-
leikni, gæjunum á átta gata tryllitækjunum heima í Austur-
stræti. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst henni að smeygja
sér fram hjá bílaþvögum og umferðartruflunum og innan
stundar ókum við upp sólbaðaða Ódáinsvelli.
Við vorum komnar að ljósmyndastofunni „Studio Guegan"
— og hvílík heppni. Það var autt bílastæði rétt framan við
dyrnar. En í París geta bílastæði verið jafn vandfundin og nál í
heysátu heima á fslandi. Er Máría hafði lagt bílnum af mik-
illi list og tekið töskurnar úr „skottinu“, hljóp hún út á kaffi-
húsið á horninu og bað þjóninn að færa sér á ljósmyndastof*
una kakaóbolla og tvo hálfmána.
Inni í búningsherbergi ljósmyndastofunnar sat þegar fyrir
sænsk fyrirsæta, sem átti að vinna með Maríu um daginn, þ. e.
það átti að taka af þeim myndir til skiptis.
♦
„Já, hvort þeir eru. Sumir eru sífúlir og stökkva upp á
nef sér við hvert smáatriði. Aðrir eru óstundvísir og láta
bíða eftir sér — og nú, þegar ég er farin að þekkja nokkuð
til þeirra, þá neita ég alveg að vinna með þeim, sem mér
líkar ekki við.“
♦
■JfÆJA, mínar kæru. Hvað á að gera í dag? Taka myndir?“
„ Það var ljósmyndarinn Guegan, sem kom inn og klapp-
aði þeim báðum á kollinn. „Eða eigum við kannski að hafa
það upptöku?11 Hann var hálf stríðnislegur í röddinni, og
það var auðséð að hann var að vitna til einhvers gríns, sem
þau höfðu einhvern tíma gert í vinnunni.
,,Æ, nei, ekki í dag. Röddin er ekki búin að ná sér síðan
síðast.“ Og svo sneri María sér að mér: „Hann er alveg
draumur hann Guegan, eins og þú munt komast að raun um
á að fylgjast með okkur í dag. Hann er alltaf í góðu skapi,
• enda gengur myndatakan líka alveg eins og í sögu. Auk
þess er hann afbragðs ljósmyndari.“
„Eru Ijósmyndararnir annars mismunandi að vinna með?“
Ljósin voru stillt — og á meðan notaði María tækifærið til að
geispa vel og lengi.
KLUKKAN var farin að ganga ellefu, svo að það þýddi ekki
að slóra. Guegan og aðstoðarmenn hans voru farnir að
setja filmur í myndavélarnar, stilla ljósin og undirbúa ann-
að, sem undirbúa þurfti fyrir myndatökuna. Myndirnar, sem
taka átti þennan dag, áttu að fara í franska tízkublaðið
„Femme Chic“ og voru fötin komin, ásamt konu frá blað-
inu, sem sjá átti um að ekki væri hrukka eða felling á föt-
unum o. s. frv.
Og hún María okkar varð líka að gæta þess, að snyrtingin
væri í fullkomnu lagi. Að því loknu tók hún aðra töskuna,
sem hún hafði komið með — hringlaga öskju — sem hún
hafði ekki viljað segja mér hvað hefði að geyma, og sagði:
„Nú færðu að sjá hvað í henni er.“ Er lokinu hafði verið lyft,
komu í ljós hárkollur. „Láttu þér ekki bregða, þetta verður
maður að nota. Að vísu verður maður ekki að nota þetta,
maður má nota sitt eigið hár og það geri ég oft. En það
getur verið miklu þægilegra að skella þessu yfir sig ef hárið
er óhreint, eða hársíddin passar ekki við fötin.“
í öskjunni voru tvær hárkollur og einn hárkollutoppur,
allt saman dökkt, í sama lit og hár Maríu.