Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Side 22

Fálkinn - 16.08.1965, Side 22
Fyrsti viðkomustaðurinn er Staupasteinn við Skeiðhól í Hval- firði, að góðum sið, en ekki ýkja gömlum. Þeir eru nokkrir sem vilja ekki viðurkenna nafnið á steininum þeim arna og vafa- lítið hverjir eru fjölmennastir í þeim hópi. En óneitanlega er steinninn staupi líkur og við setjumst í brekkuna vestan við og réttum úr fótunum. Gónum til himins og gáum að erni, sem einhver sagði að sézt hefði fyrir nokkrum dögum, en sjáum engan engan. Annars var örn þarna í klettunum fyrir fjórtán árum eða svo, og frekar tveir en einn, og áttu hreiður í klettarimunum ofan við Skeiðhól. Næsti viðkomustaður er í verzluninni við Litla-Sand og við fáum pylsur með sinnepi og tómat og sumir nota tækifærið að kasta af sér vatni, á þokkalegum salernum verzlunarinnar. „Svo er haldið yfir „Dragann“ að skipan leiðsögumannsins, Gísla Guðmundssonar, og farartækið, sautján manna Mersedes t bifreiðin, paufast upp brattar brekkurnar. Við erum níu í bílnum auk bílstjórans, fimm blaðamenn, arki- tekt, vert, og ungur sonur leiðsögumannsins. Ferðinni er heitið að_ Búðum á Snæfellsnesi og tilefnið er vígsla nýrrar viðbygging- r ar við hótelið þar. Vertinn er Friðsteinn Jónsson veitingamaður, sem rekur hótelið að Búðum, með aðstoð konu sinnar frú Lóu Kristjánsdóttur. Arkitektenn er Halldór Hjálmarsson, en hann teiknaði viðbygginguna. Á leiðinni vestur, komum við að Grund og tökum einn far- þega, Alexander Mc Arthur Guðmundsson, þess Guðmundar sem byggði fyrsta söluturninn á Lækjartorgi. Og reyndar stendur hann þarna í hlaðvarpanum gamli maðurinn og styður sig við armstafi, mikilúðlegur á svip og grátt yfirskegg. Gísli kannast við gamla manninn og fer út til hans og gefur honum ögn af birtu í brjóstið og svo er lagt af stað á ný. Við komum einnig að Skjálg og tökum litla dóttur Gísla með okkur, sem þar er til sumardvalar. Eins og gengur verða fagn- aðarfundir þegar feðginin mætast og sú litla fær sæti hjá bróður sínum, og nú er margt að skrafa um beljur, hunda og jafnvel hænur í sveitinni. Síðasti viðkomustaður á vesturleið er Vegamót en þar er tekin brennsluolía á bílinn og síðan er ekki gerður stanz fyrr en í hlaðinu á Hótel Búðum. Þar er mannmargt og út um hraun- ið eru tjöld á víð og dreif, gulir, bláir, grænir og rauðir punktar í landslaginu. Við byrjum á því að skoða nýju viðbygginguna, tíu tveggja manna herbergi, auk salerna og steypibaða, og smekk- legrar setustofu. Þar inni sitja nokkrir gestir, venjulegt fólk, skáld og leikarar, og hlusta á fréttirnar og lesa blöðin. Síðan er okkur boðið til kvöldverðar, kalt borð, — kræsingar. Að máltíð lokinni er slegið upp veizlu í setustofunni, að göml- , um og góðum sið. Ræður eru haldnar, smiðum þakkað, múrur- um þakkað, rafvirkjum þakkað, málurum þakkað, velunnurum þakkað og síðast en ekki sízt er Frú Lóu þakkað fyrir hennar frábæru stjórn á hótelinu þau tíu sumur sem hún hefur haft hana með höndum. Viðstaddir eru nokkrir af iðnaðarmönnum þeim sem að byggingunni unnu, en hún reis á mettíma, eða 237,5 fermetra á fjörutíu dögum og fannst okkur sá árangur álíka ósennilegur og klúbbfélugum Fíleasar Fogg þótti sá árangur hans, að að ferðast umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Viðbyggingin nýja að Hótel BúSum. Kristinn kaupmaður og Gísli leiðsögumaður. Fjórar af starfsstúlkum hótelsins. IVIYiMDIR OG TEXTI: RAGIMAR LÁR. Friðsteinn Jónsson, vert, Halldór Hjálmarsson, arkitekt, Jón Guðmundsson, yfirsmiður, Lóa Kristjánsdóttir, hótelstýra og fjórir af smiðunum sem unnu að nýbygging- unni að Búðum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.