Fálkinn - 16.08.1965, Page 15
AUMIIMGJA
Romy Schneider á um sárt að binda, en hún missti kærast-
ann sinn í hendurnar á franskri dömu, sem er ekki einu sinni
kvikmyndastjarna, en það er máske sök sér að hún hefur haft
atvinnu af ljósmyndum. Þess má einnig geta að hún er frá-
skilin og á eina dóttur barna frá fyrra hjónabandi, en í því
efni líkist hún kvikmyndaleikara.
En hver er svo þessi fyrrverandi kærasti Romyar, jú, það
er enginn annar en hinn frábæri franski leikari, Alan Delon,
sem nú þykir einna eftirsóknarverðast átrúnaðargoð ungra
stúlkna um víða veröld, sem ekki eru forspilltar af bítil-
æðinu. Þau Alain og frú, sem reyndar heitir Nathalie Barthe-
lemie, hafa nú þegar búið til lítinn strák í sameiningu og
hlaut hann nafnið Anthony Georges Alain Delon.
ORSOIM WELLS,
hinn þekkti kvikmyndaleikari og framleiðandi, er sagð-
ur vera mikill fjölskyldumaður, Hann eyðir öllum frí-
stundum sínum með ítalskri konu sinni, Paolu Mori, og
dóttur þeirra hjóna, sem er lifandi eftirmynd föður
síns, og án efa á hún eftir að fylgja í spor hans. Wells
á eina dóttur frá fyrra hjónabandi, Rebekku, en móðir
hennar er hin þekkta Rita Hayworth.
ÞVI SKYLDUÐ ÞER EKKI HALDA
HÚÐ YÐAR JAFNMJÚKRI DG HÚN
VAR í ÆSKU?
SUPER
MOiST
BEAUTY EMULSIDN
GERIR YÐUR ÞETTA KLEIFT.
NDTIÐ ÞAÐ SEM UNDIRLAG
UNDIR MAKE-UP. ÞVÍ ÞAÐ
GEFUR HÚÐINNI FERSKLEIKA
ÆSKUNNAR.
LDNDDN - PARIS - NEW YDRK - REYKJAVIK
Heildsölubirgðir:
SNYRTIVÖRUR H.F.
Laugavegi 20 — Símar: 11020 — 11021.
FALKINN
15