Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 5

Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 5
Síðan skerpti hún með blýanti línur augnabrúnanna, mark- aði sömuleiðis útlínur varanna. Þá var það búið. Hárinu sinnti hún ekki, lét það vera bundið í tagl. ♦ Þegar María hefur lokið snyrtingunni fær hún sér yfirleitt morgunverð. Og vilji ungar dömur vita, hvað tággrönn ljós- myndafyrirsæta borðar á morgnana þá er það: Bolli af góðu súkkulaði, brauð, smjör, sulta og á eftir safi úr appelsínu. Stundum fær hún sér kornflakes eða egg og bacon á enska vísu. Ég spurði Maríu, hvort hún þyrfti ekki stundum að hugsa sig tvisvar um áður en hún borðaði þetta eða liitt, vigtarinnar vegna? „Nei, ég borða yfirleitt allt sem mér sýnist, nema hvað ég reyni að borða ekki alveg eins mikið af kartöflum og ég gjarnan vildi. Kartöflur eru nefnilega eitt af því bezta, sem ég fæ og gæti ég næstum borðað þær í alla mata. í einu skiptin, sem ég held verulega í við mig með mat, er þegar taka á af mér sundbolamyndir. Þá reyni ég að borða ekkert um morguninn og jafnvel ekki síðari hluta dagsins áður. Það þarf svo lítið til að fá maga, sem ekki má sjást á sund- bolsmynd.“ En svo að við gleymum nú ekki morgunverðinum hennar Maríu, þá kom í ljós að brauðið í skápnum var orðið hart svo að hún ákvað að fá sér morgunverð á kaffihúsinu rétt hjá ljósmyndastofunni, sem hún átti að vinna á þennan dag. Eftir að hafa brugðið sér í gráan ullartauskjól og tekið til dót í stóra skjóðu var María tilbúin til brottferðar. En — þá hringdi síminn. Það var umboðsskrifstofan hennar, sem spurði hvort hún gæti ekki unnið fyrir þetta fyrirtæki þenn- an daginn og hitt hinn daginn? María skrifaði þetta allt hjá sér í dagbókina — jú, hún reiknaði með að þetta myndi vera í lagi. ♦ Bílnum var lagt af mikilli list, töskurnar teknar úr „skottinu“ og gengið inn með bros á vör. María greiddi hárið í lítinn hnút í hnakkanum. Síðan skellti hún hárkollunni yfir — — nældi hana niður — ■— greiddi og túperaði cins og hún væri að greiða sitt eigið hár. IVINNU sinni er María sjálf sín herra. Hún hefur um- boðsskrifstofu og þangað snúa auglýsendur eða tízkusér- fræðingar blaðanna sér, þegar þeir vilja fá Maríu til að sitja fyrir á mynd. Skrifstofan snýr sér síðan til Maríu og er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.