Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Side 28

Fálkinn - 16.08.1965, Side 28
EFTIR FLETCHER KNEBEL OG CHARLES W. BAILEV um. En mér lízt lakar á að hafa Scott hershöfðingja í haldi. Það myndi mælast illa fyrir meðal hermanna." Lyman stóð upp og skálmaði um herbergið. „Chris, eina gall- inn á viðhorfi þínu er sá sami og var á þvi þegar einhver lét það í ljós á þriðjudaginn. Blöðin yrðu óð, þingið myndi reyna að setja mig af — guð minn góður, sérðu ekki maður að áður en lyki yrðu þeir búnir að koma mér í geðveikrahæli með vott- orði frá helmingi geðlækna landsins um að ég þjáist af of- sóknarbr j álæði ? “ „Fari það og veri,“ sagði Todd greinilega, „þú heldur áfram að uppmála allskonar fjarstæður. Mergurinn málsins er að þú sórst að varðveita stjórnarskrá Bandaríkjanna, og ef þú lætur ekki hendur standa fram úr erm- um rýfurðu þann eið." Todd spratt upp úr sætinu. Hann og Lyman stóðu andspænis hvor öðrum í miðju herberginu og ekki nema tvö fet milli þeirra. Báðir voru dreyrrauðir. „Þú þarft ekki að minna mig á eiðinn," hreytti Lyman út úr sér. „Verið getur að þú sért snjall lögfræðingur, en það er mitt að ákveða hvernig ég ræki starf mitt.‘ „Það vili svo til að þetta er mitt föðuriand ekki síður en þitt, Jordan," sagði Todd hásum rómi, „og ég ætla mér ekki að standa með hendur í vösum með- an það er látið fara í hundana sökum þess að þú getur ekki horfzt í augu við veruleikann." „Chris, þú ert ekki fær um að skilja þetta," sagði Lyman þreytulega. „Það getur enginn sem ekki hefur staðið frammi fyrir kiósendum." „Ég hef aldrei orðið þess var að nokkur maður öðlaðist vizku við það eitt að bjóða sig fram til embættis." „Chris, þú næðir ekki kosn- ingu sem hundahreinsunarmað- ur." Það vottaði ekki fyrir gam- ansemi í rödd Lymans. „Jæja, nú vitum við þó að minnsta kosti hvar við stönd- um . . . herra forseti." Todd beit i sundur titilinn eins og Lyman væri hans ekki verður. Lyman hvessti augun á lög- fræðinginn, og andartak óttaðist Casey að mennirnir létu hendur skipta. Þá tók Todd upp skjala- möppu sína, dró fram skatt- framtal Millicent Segnier og veifaði því fram i Lyman. „Hvers vegna notarðu ekki þetta?" „Ég tek ekki þátt í nauðung," sagði Lyman. „Og hættu að veifa þessum snepli. Þú minnir mig á Joe McCarthy." Todd tróð framtalinu aftur i möppuna og fleygði henni á stól. „Fari það norður og niður, legðu þá s.jálfur eitthvað til. Ég hef ekki meira að segja." Todd og Lyman virtust búnir að gleyma Corwin og Casey, sem fóru svo hjá sér að þeir þorðu ekki að líta hvor á annan. Casey fylitist meðaumkun með forset- anum í raunum hans, hann særði Todd í huganum að láta staðar numið. En Lyman varð fyrri til. „Við gerum sjálfum okkur mestan óleik. Chris," sagði hann. Hann hristi höfuðið eins og til að átta sig og lagði stóran hramminn á öxl Todds. „Ástæðan er ekki að ég sé hræddur. Ég veit bara ekki enn hvað gera skal.“ Lvman sneri sér til hinna tveggja, augu hans sárbændu þá ráða. En hvorki Corwin né Casey höfðu neitt til málanna að leggja. „Við skulum sofa á þessu," sagði Lyman loks. Todd fór til dyra á undan Cor- win og Casey. Með hendina á snerlinum sagði hann með rödd sem bar því vott að hann varð að taka á til að stilla sig: „Gæt- um þess að hefjast handa áður en það er orðið um seinan. Það þarf ekki nema eina ríkisstjórn til að koma ríkinu fyrir kattar- nef.“ Lyman stóð við gluggann og horfði í áttina til Jefferson- styttunnar. Hann virtist lotinn af þreytu. „Það er rétt, Chris," sagði hann lágt. „Þú minntir mig á nokkuð. Góða nótt, herrar mínir." Um leið og dyrnar lokuðust tók hann upp símann. „Esther? Viltu ná í utanríkisráðherrann fyrir mig . . . George? Þetta er forsetinn. Mér þykir leitt að gera þér ónæði, en þessu máli verður að sinna strax í kvöld. Ég þarf að hitta Feemerov ekki seinna en um aðra helgi. Get- urðu sent ambassador okkar í Moskvu í utanríkisráðuneytið í bítið í fyrramálið? Nei, hann get- ur ekki skýrt frá ástæðunni. Ég fékk hugmynd sem ég held geti heppnast. Ég er reiðubúinn til að fara hvert sem Feemerov leggur til — kannske til Vínar- 13. HLUTI borgar aftur; en segðu þeim að legga fast að honum. Þakka þér kærlega, George. Ég skal út- skýra það alit saman fyrir þér eins fljótt og ég get.“ Lyman lagði tólið á. Þetta verður að heppast, hugsaði hann, því Chris hefur á réttu að standa: Það þarf ekki nema eina ríkisstjórn til að koma ríkinu fyrir kattarnef. Og það verður ekki ríkisstjórn Jordans Lym- ans, ef ég er nokkurs megnugur. Hann kom auga á vínflösk- urnar á bakkanum úti við vegg- inn. Hvar, hugsaði hann, hvar er Roy Clark? FIMMTU DAGSKVÖLD Raymond Clark öldunga- deildarmaður sat í nöturlegum, loftkældum herskála í eyðimörk New Mexico. Þegar hann gægð- ist milli rimlanna í gluggatjöld- unum, sá hann til varðmanns sem stóð úti fyrir skálanum. — Eins og aðrir hermenn er Clark hafði litið augum síðustu tvo daga bar varðmaðurinn í fasi sínu einkenni harðnaðs bardaga- jálks. Við birtuna frá tungli sem enn var lágt á lofti, sá Clark nokkra aðra herskála, sex loftnetsmöst- ur dreifð um nokkurra fermílna svæði, allmargar gluggalausar steinsteypubyggingar og að þvi er virtist endalausan eyðimerk- urfláka. Síðast þegar Clark leit út um gluggann, skrölti lest þungra vörubila framhjá. Hann hafði talið bílana og bætt nokkr- um merkjum við það sem hann hafði skrifað sér til minnist aft- an á umslag. Nú leit Clark yfir það sem hann var búinn að skrá: Flugbraut. Orrustuflugvél- ar. F-112? 2 tveggja hreyfla herflutn- ingsþotur. Möstur. Últrastuttbylgjuend- urvarp? Möstur, útvarpssendir. Útvarpsbilar 7. Jeppar, foringjabilar. Margir. Brynvarðir bílar 16. Fótgöngulið ca. 1 hersv. Stórar flutningavélar. Her- flutningavélar lentu á fimmtudagsnótt. Vörubílar 23. Clark stakk umslaginu aftur i vasa sinn og tók enn einu sinni að rifja upp atvikin að þvi að hann lenti á þessum stað. Á mið- vikudagsmorguninn var hann geymdur hátt í klukkutíma í þröngu og heitu varðskýlinu við hliðið, þangað til ofursti, sam- brýndur og með ör á höku, kom á vettvang. Clark sá undrunar- svip bregða fyrir á andliti liðs- foringjans, eins og hann bæri óljós kennsl á fangann. Eins og komið var taldi Clark ástæðu- laust að reyna að villa á sér heimildir. Hann rétti þvi fram hendina. „Ég heiti Reymond Clark, öld- ungadeildarmaður frá Georgiu," sagði hann. „Ég býst við að þér séuð Broderick ofursti." Sjá mátti að það kom flatt upp á Broderick að komumaður skyldi vita hver hann væri, en hann heilsaði með handabandi. „Það var gaman að hitta yður, Lyman lagði tólið á. Þetta verður að heppnast, hugsaði hann, því Chris hefur á réttu að standa: Það þarf ekki neraa eina ríkisstjórn til að koma rík- inu fyrir kattarnef. Og það verður ekki ríkisstjórn lordans Lymans, ef ég er nokkurs megnugur. Hann kom auga d vinflöskurnar á bakkanum úti við vegginn. Hvar, hugsaði hann, hvar er Roy Clark? 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.