Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 14
SARAPO GIFTIST Á IMY
Theo Sarapo var samanbrotinn
maður, þegar kona hans, hin franska
söngkona Edit Piaf, lézt. Þá sór hann
og sárt við lagði, að hann skyldi
aldrei framar gifta sig. En timinn
græðir öll sár, og nú hefur hann
ákveðið að gifta sig aftur. Það er 22
ára Parísarstúlka, sem hefur sigrað
hann, Francoise Mauffray að nafni.
Það er 1% ár síðan Sarapo missti
konu sína.
Það voru ekki margir, sem tóku
hjónaband þeirra alvarlega fyrst í
stað. Aldursins vegna hefði hún get-
að verið móðir hans, og hún var
ákaflega veikluleg, en þau elskuðu
hvort annað, og hjónabandið heppn-
aðist í alla staði mjög vel. Þegar
hann lenti í bílslysi i fyrrasumar,
sagði hann við lögregluna: — Ég vildi
óska, að ég hefði drepizt. Það er
ómögulegt að lifa án Edit.
Svo kynntist hann Francoise, og
smátt og smátt fór honum að þykja
vænt um þessa stúlku, sem var hon-
um nærgætin og kurteis í sorg hans.
Þau fóru að fara út saman, en Sara-
po var heiðarlegur gagnvart henni:
— Þú verður að muna, að Edit verð-
ur alltaf hluti af mér. Ég elska hana.
Það var ekki fyrr en í febrúar, að
þau sáust opinberlega saman. Þá
var hann spurður, hvort hann elsk-
aði Francoise og hefði gleymt Edit.
Hann svaraði: Maður á aldrei að
dýrka neinn sem guð. Það veit ég
nú. Ég dýrkaði hana sem guð. Hún
mun alltaf verða hluti af mér, en
lífið verður að ganga sinn vanagang.
Ég held, að það sé vilji hennar, að
ég finni hamingjuna aftur.
Theo Sarapo, sem er 26 ára gam-
all, hefur vart frið fyrir fólki, sem
hringir eða skrifar og vill heiðra
minningu hennar, og segir að hann
megi ekki láta sjá sig með kven-
manni svo skömmu eftir dauða henn-
ar. En hann svarar biturt: — Ég er
SIJ GAIULA
Á FERÐ
rétt einu sinni. En hvernig skyldum vér
voga okkur að segja slikt og þvílíkt, hún
litur þó ekki svo ellilega út. Nýlega var
Judy Garland á ferð í austurlöndum, og
olli hverju hneykslinu á fætur öðru, milli
þess sem hún söng, og jafnvel á meðan.
Sú gaml. . . Judy notaði tækifærið í Hong
Kong, og gifti sig kvikmyndaleikaranum
Mark Herron.
Liza Minelli, dóttir Judyar, þykir lík
móður sinni, en segir sjálf að það sé aðeins
ein Judy Garland til, hún vill með öðrum
orðum vinna sig upp, án aðstoðar þeirrar
sem móðurfrægðin getur skapað henni.
Um þessar mundir er Liza í London, þar
sem hún kemur fram í sjónvarpi ásamt
dægurlagasöngvaranum og kvikmynda-
leikaranum Cliff Richard.
FERÐAIUAIMIMALAIMDSÐ
SPÁIMIM
Spánverjar hafa vart þótt öfundsverðir
af landi sínu og stjórnarháttum síðan
Francó tók við völdum þar árið 1936.
Þar hefur ríkt einræði í hörðustu merk-
ingu þessa orðs, og allar hreyfingar á móti
stjórn Francós hafa verið litnar illum aug-
um. Atvinnuvegir á Spáni hafa hingað til
verið í niðurníðslu og allt andlegt líf bág-
borið.
En þó hefur svo virzt nú síðustu árin sem
Francó vilji slaka á böndunum, og færa
ríki sitt og fólk nær því frelsi, sem við
Vesturlandabúar þekkjum. Francó hefur
reynt að opna land sitt ferðamönnum, og
að sögn hefur það tekizt framar vonum,
— í dag er Spánn eitthvert vinsælasta
ferðamannaland heims. 14.102.888 ferða-
Imenn heimsóttu landið árið 1964.
Spánn hefur upp á margt freistandi að
bjóða fyrir ferðamenn, svo sem sólríkar
baðstrendur og fínasta skíðafæri, í næsta
nágrenni hvað við annað. Aðbúnaður er
mjög góður fyrir ferðamenn, og allur hót-
elrekstur er til fyrirmyndar, og verðið yf-
irleitt ekki mjög hátt, t. d. kostar gisting
á hóteli yfir nótt í kring um 375 peseta,
sem er þrisvar sinnum minna en í öðrum
löndum.
Spánverjar leggja mikið upp úr land-
kynningu, og á sumrin eru starfrækt 50
námskeið í spænsku í 29 borgum. Einnig
Shafa þeir nú á síðustu árum reynt að
opna landið betur fyrir erlendum áhrifum
í hvaða gervi sem er, og nú 2. og 3. júlí
komu The Beatles þangað, og vöktu auð-
vitað mikla hrifningu.
Af þessu má sjá, að Spánn er að taka
miklum breytingum, en líklega fá Spán-
verjar sjálfir minnst að njóta þess. En
enginn veit sína ævina fyrr en öll er, —
og ekki Spánverjar heldur.
sjálfstæður 26 ára gamall maður. Ég hef verið
ekkjumaður í 18 mánuði. Hversu lengi á ég að
syrgja hana? Á ég að lifa í sorg allt mitt líf?
Það gerir enginn, hversu heitt sem hann elskaði
konu sína. Þegar þau Francoise fara saman út,
syngur hann oft fyrir hana með röddinni, sem
hefur gert hann frægan, og hann keyrir hana
um í bílnum, sem hann keyrði Edit alltaf í.
Hún er þó ekki fyrsta stúlkan, sem hann hef-
ur sézt með eftir að kona hans andaðist, en hann
segir sjálfur, að hún sé sú fyrsta sem komi til
með að brjóta þann sorgarmúr, sem hafi risið í
kring um hjarta hans. — Hún er sú eina rétta
fyrir mig, segir hann. — Hún veit, að Edit verð-
ur alltaf hluti af mér, og hún lætur sér það lynda.
14
FALK.INN