Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 39

Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 39
\y\XT\K\K\ V\ kg hveiti 1 tsk. lyftiduft V-2. tsk. salt 125 g smjörlíki 125 g sykur 2 egg 2 msk. mjólk Vz tsk. blandað krydd 125 g rúsínur 125 g kúrenur 50 g súkkat. Hveiti. lyftidufti og kryddi blandað saman í skál, smjörlíkið mulið saman við, sykri hrært í. Ávöxtunum hrært út í. Búin til hola í miðjuna og þar í eru eggin látin eitt og eitt í senn, hrært rösklega, með það mikilli mjólk að deigið sé vel meðfærilegt. Deigið sett í vel smurt hveitistráð mót. kakan bökuð við 175—200° í 1—1 y4 klst. AÐ LOKIJIVI EITTHVAÐ SÆTT 2 ÁBÆTISRÉTTIR FLJÓTTILBÚMR BERJATERTA MEÐ VAIMILLURJÓMA Búið til mördeig úr: 200 g hveiti, 150 g smjör, ögn af salti, 1 msk. sykur, 1 eggjarauða og 1—2 msk. af köldu vatni. Geymið deigið dálitla stund, áður en það er flatt út nál. 3 mm að þykkt. Þekið smurt tertumót að innan, þrýstið deiginu vel meðfram kantinum á mótir.u, leggið smurðan smjörpappír, sem er nokkru stærri en mótið, ofan á deigið, látið þurrar baunir á pappírinn og bakið tertuna í 5—6 mínútur við 200° eða þar til pappírinn verður brúnn á röndunum. Þá er pappírinn og baunirnar teknar úr og tertan fuilbökuð nál. 10—12 mín. þar til hún er ljósbrún. Sjóðið ber eða rabarbara í dálitlum sykurlegi. Takið ávext- ina upp með gataskeið, mælið saftina og látið 4 blöð af matar- lími í 3 dl af saft. Látið dálítið af saftinni stífna í botninum á hinni köldu tertu, breiðið köldu berin eða ávextina yfir og hellið afganginum af saftinni yfir. Látið stífna. Þeytið rjóma, skafið kornin úr vanillustöng og blandið saman við þau 2 msk af sykri. Blandað saman við rjómann eftir smekk. Borið fram ískalt með tertunni. MANDARÍNUÁBÆTIR. 50 g smáar makkarónur 1 dós niðursoðnar manda- rinur eða 4 litlar appelsínur 3-4 msk. madeira eða Sherry. Þeyttur rjómi Valhnetur. Setjið lag af litlum makkarónum í nokkrar litlar skálar, setjið madeira eða sherry yfir, setjið lag af mandarínubátum yfir, svo makkarónur, aftur madeira og efst 1 msk. af þeytt- um rjóma. Stráið Valhnetum yfir. M AREN GSÁBÆTIR. Smyrjið nokkrar stórar heitar marengskökur. Bræðið suðu- súkkulaði yfir gufu og hrærið saman við það dálitlu af duftkaffi og nokkrum msk. af rjóma, svo það líkist kremi. sem síðan er hellt yfir marengsinn. Söxuðum möndlum stráð yfir. BERJATERTA MEÐ VANILLURJÓMA. 39 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.