Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Síða 36

Fálkinn - 16.08.1965, Síða 36
VEKM- imenni Aldrei fyrr hafa svo vanilaðir veiðijakkar verið fáanleg-ir hér á landi. I>að bezta er þó aldrei of gott. Koniið og sjáið. Vinnufatabúðin Kaugavegi 76. • 7 dagar í maí Framh. af bls. 29. blaðinu. Það reyndist frá þvi daginn áður, og hann vissi allt sem þar stóð áður en hann fór frá Washington, nema fréttirn- ar úr nágrenninu. Clark fannst nóttin næstum eins löng og þegar hann var í fremstu víglínu í Kóreu. Á hálf- tima fresti lyfti hann rim í gluggatjaldinu til að horfa út á þögula herstöðina. Hann barði á veggina frá gólfi til mænis, og komst að þeirri niðurstöðu að engin leið væri til að brjótast út úr skálanum án sleggju eða kúbeins. Þegar hann var loks búinn að afklæðast hverri spjör nema nærbuxunm, í þeirri vona að geta þá frekar sofnað, heyrði hann gný frá flugvél í aðflugi. Hann sá út um gluggann að stór flutningavél settist á flug- brautina og hvarf. Síðan komu aðrar samskonar vélar á þriggja mínútna fresti, hann taldi tylft. Sú síðasta settist kl. 2.26 f.h. Um morguninn varð Clark að seilast undir rúmið eftir blaðinu til að átta sig á hvaða dagur væri. Þetta var kvöldblað frá þriðjudegi. Hann hafði komið 36 FÁLKINN til E1 Paso á miðvikudags- inorgun og ekki var liðin nema ein nótt. Þá kom hann auga á sending- una. Á gólfinu, rétt innan við dyrnar, stóð önnur fíaska af Old Benjamin. Hann sótti hana um- svifalaust, fór með hana á sal- ernið, hellti úr henni og lét tómu flöskuna við hlið þeirrar sem fyrir var. Morgunmaturinn kom klukkan hálfátta. Liðsforingjaþjónninn fjýtti sér að koma bakkanum fyrir á borðinu, tók kvöldmatar- bakkann og fór. Morguninn ætlaði aldrei að liða. Loftkælirinn suðaði án af- láts. Annar varðmaður skálm- aði fram og aftur útifyrir skál- anum. Nýr þjónn kom með súpu og smurt brauð um hádegið. Ekkert orð hafðist upp úr hon- um. I fyrsta skipti á ævi sinni fann Clark votta fyrir skelfingu. Hvað gat hann tekið til bragðs, eí hann kæmist einhvern tima út úr þessum skála? Hvar var billinn hans? Hvernig átti hann að sleppa burt úr herstöðinni? Honum veittist æ erfiðara að hugsa i samhengi. Hann gekk um gólf og taldi skrefin. Hann gerði knébeygjur og armlyfting- ar. Hann taldi hnoðnaglana í þakinu. Hann hugsaði um látna konu sína og hve hann saknaði hennar. Hann lagðist upp í rúm- ið og féll i mók. Komið var kvöld þegar hann vaknaði við högg á dyrnar. „Clark öldungadeildarmaður?" Clark bar ekki kennsl á rödd- ina. Komumaður gerði sig ekki líklegan til að opna af sjálfs- dáðum, svo hann sagði: „Kom inn.“ Liðsforingi með arnarmerki ofursta á skyrtukraganum kom inn í skálann. Hann var kringlu- leitur og rjóður í andliti, hárið svart og hrokkið, eyrun útstæð. Clark fékk hjartslátt. Eftir lýs- ingu að dæma var þetta Hender- son, vinur Jiggs. „Ég er Henderson ofursti, herra minn,“ sagði liðsforinginn og rétti fram hendina, „yfirfor- ingi til bráðabirgða í fjarveru Erodericks ofursta." Fjaryeru, hugsaði Clark. Ray, gamli skarfur, n,ú er tækifærið til að sanná að þú hefðir getað orðið snjallasti sölumaður í allri Georgiu hefðirðu kært þig um. „Gaman að hitta yður,“ sagði hann. „Hvað hefur komið fyrir Broderick ofursta." „Fyrirskipanir, herra minn,“ sagði Henderson. „Hann hefur verið kallaður burt einn sólar- hring eðá svo. Mér þykir mjög leitt, öldungadeildarmaður,' að verða að biðja yður að vera kyrr hér i skálanum. I hreinskilni sagt botna ég ekkert í því, en fyrirskipanirnar eru ótvíræðar." „Æ, þetta er ekki yður að kenna, ofursti." Clay ákvað að , íara hægt og varlega í sakirnar. „Líklega einhver misskilningur. Okkur tekst að vinna styrjaldir, en á friðartímum fer alít í handaskolum." Henderson brosti kindarlegá. „Eitthvað í þá áttina, öldunga- deildarmaður." „Við skulum ekki brjóta heil- ann um það en setjast niður andartak. Það vill svo til að Casey vinur yðar er góður kunn- ingi minn. Hann er stórhrifinn af yður ... Mutt, er það ekki? „Jú, herra minn. Hvernig kynntust þér Jiggs?" „Kallaðu mig Ray, Mutt," sagði Clark, og reyndi að tala glaðlega og eðlilega. „Nú, Casey hefur oft komið fyrir nefndina okkar. Einu sinni gerði hann vini mínum í Atlanta mikinn greiða. Ég býst við að okkur svipi dá- lítið saman — þú skilur, við erum kannski engir afburða- menn en við viljum vel.“ Henderson var farinn að kunna betur við sig. Hann hafði ekki hugmynd um hvers vegna þessi öldungadeildarþingmaður var lokaður inni, en hann virtist viðkunnanlegasti náungi, og þeir voru ekki á hverju strái í stöð Y. „Get ég nokkuð gert fyrir þig, cldungadeildarmaður? Hvernig væri að fá drykk?" Clark leit hvasst á Henderson, en sá ekkert í svip hans nema sakleysislega gestrisni. Jæja, hugsaði hann, nú er bezt að byrja. „Ef nokkuð er sem mig vantar," sagði hann, „þá eru það drykkjarföng. Líttu á.“ Clark vísaði Henderson inn I baðið og sýndi honum tómu flöskurnar. „Yfirforinginn þinn var svo hugulsamur að senda mér þessar. Ég hellti úr þeim í skálina." Henderson var forviða. „Ég skil þig ekki, öldungadeildar- maður. Hvers vegna tvær flösk- ur? Og hvers vegna helltirðu þvi niður?" „Ég kann ekki vel með vin að fara, Mutt og það veit húsbóndi þinn. Hann vissi það að minnsta kosti eftir að hann var búinn að tala við Prentice öldungadeildar- mann." „Prentice?" „Já, Prentiee. Formann nefnd- arinnar sem ég sit í.“ Rödd Clarks vár full af kaldhæðni. „Broderick hringdi til hans héðan. Þegar þeir voru búnir að tala saman, fór hann með sím- ann og sendi mér viskíið." Á svip Hendersons mátti sjá að hann var nú orðinn bæði tor- trygginn og ringlaður. Hann færði sig nær dyrunum og taut- aði eitthvað um aðkallandi skyldustörf. En Clark hélt í handlegginn á honum. „Heyrðu nú ofursti, farðu ekki strax. Ég er með öllum mjalla, þó búið sé að halda mér innilokuðum í tvo daga. Ég þarf að segja þér frá ýrnsu." Henderson samþykkti þó treg- ur væri. Hann settist aftur. „Mutt," spurði Clark, „hvað treystirðu Jiggs Casey vel?“ „Eins vel og sjálfum mér,“ svaraði Henderson. „Hvað með það?“ „Ef Jiggs segði þér eitthvað í fyllstu alvöru, myndir þú þá trúa honum?" „Auðvitað." „Gott og vel. Veiztu að þegar þú sagðir Casey frá ECOMCON á sunnudaginn, hafði hann aldrei heyrt á það minnzt?" Það kom á Henderson og hon- um tókst ekki að dylja það. „Hvernig veiztu að ég hitti Jiggs á sunnudaginn?" „Hann sagði mér frá því," svaraði Clark snöggt, „og hann sagði fleirum. Hann hafði aldrei heyrt stöðvarinnar getið." „Getur það verið?" Henderson hnyklaði brýrnar og áhyggju- svipur var kringluleitu andlitinu. HANDBOK HUSBYGGJENDA - NAUÐSYNLEG HVERJUM HÚSBYGG JENDA - SELD i BÓKABÚÐUM OG GEGN PÓSTKRÖFU - HANDBÆKUR HR RO.BOX 2 6#

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.