Fálkinn - 16.08.1965, Side 24
tilraun að klífa einn klettinn,
en er hrakinn niður at her
skárri kríunni og varð hans
orðstír lítilJ af þeirri för.
frá Stapa förum við aftur að
Búðum og borðum miðdegis
verð, en að honum loknum er
haldið af stað heim á leið, eftir
að hafa margþakkað hinar frá-
bæru móttökur sem okkur
höfðu fallið i hlut þessa daga.
Við förum ekki styztu leið
heim, Fróðárheiði til Hellis-
sands, Rifs, Ólafsvíkur, fyrir
Búlandshöfðann til Grundar-
fjarðar og eftir Kerlingarskarði
niður að Vegamótum. Og í
heimleiðinni förum. við Uxa-
hryggi og drekkum kvöldkaffið
í Valhöll á Þingvöllum.
Og vafalaust er óhætt að
segja að hópurinn sem kom
til Reykjavíkur upp úr mið-
nætti það sama kvöld, hafi
verið ánægður með þessa ferð
í alla staði, og sé forráða-
mönnum Hótel Búða þakklát-
ur fyrir gott boð og atlæti.
'6Ó-OAN1 OAGj'WN, ÉCx
FfZÓKSN 3Óí>é"f=./7v(\
N\> i /V A (3 lj t r-jiv/ ,
ÞEfZ GyflcI'O'G Jl%r EKICI
C'c-Inj a-O VAf\l OKCLf^.O/'l
,,EIIMS 00 HM BORÐ I SKIPI”
Búðir á Snæfellsnesi er staður,
sem margir heimsækja sumar eftir
sumar. Það er ekki svo undarlegt
því að óvíða er náttúrufegurð eins
mikil og landslagið jafn tilbreytinga-
ríkt: Búðahraunið, SnæfellsjökuII,
fjallasýnin og ef vel viðrar, þá er
gott að liggja í gulum og hreinum
skeljasandinum í fjörunni. Ef sil-
ungsá rynni í gegnum hraunið væri
ekki hægt að hugsa sér indælli og
skemmtilegri stað.
Og svo er hótelið á Búðum kapí-
tuli útaf fyrir sig. Þangað kemur
margt fólk aftur og aftur og dvelur
sumt yfir helgi, en annað í vikutíma
eða lengur, og oft eru smábörn í
hópnum. „Ég er ekki fyrr kominn
aftur heim, en krakkarnir byrja að
tala um að fara aftur að Búðum,“
sagði einn gestanna við tíðindamann
Fálkans á dögunum. „Þetta er eins
og um borð > skipi“, sagði annarr,
„hér kynnast allir við fyrstu sýn.“
Það sat fólk í lesstofunni að Búð-
um og var að fletta blöðum og þá
rakst ein kona á grein í Alþýðublað-
inu um hótelmenningu landsins og
þá hófust fjörugar umræður um
hótelin og kom öllum saman um, að
hótelið að Búðum hlyti að hafa
fengið góða einkunn.
Hótelið er rekið af hlutafélagi
nokkurra núverandi og fyrrverandi
Snæfellinga, og það eru þau hjónin
Lóa Kristjánsdóttir og Friðsteinn
Jónsson sem sjá um reksturinn, en
þau reka einnig Gildaskálann og
ráku hér áður fyrr veitingastofuna
VEGA.
í samtali við Fálkann sagði Lóa,
að hún hefði nú 20 herbergi til um-
ráða og gæti hýst í einu 43 gesti.
Hótelið er rekið yfir sumarmánuðina,
en hagkvæmasti reksturinn væri
vitanlega sá, að þarna risi upp skóli
á veturna, sem gæti starfað sem
gistihús yfir sumarið Víst er um
það að Búðir eiga eftir að verða mjög
eftirsóttur staður, enda lýsti fransk-
ur ferðamálasérfræðingur yfir þeirri
skoðun sinni, að Búðir væri einn af
þrem beztu ferðamannastöðum á
landinu.
Það er aðallega ferðaskrifstofa
Geirs Zoega sem bendir erlendum
viðskiptavinum sínum á Búðir, og
meðal hópa, sem koma árvisst, eru
erlendir fuglaskoðarar, sem koma
snemma á vorin. Hótelið lokar í
septemberbyrjun og lauk í fyrra
starfsemi sinni með því að taka á
Framh. á bls. 35.
MYIXIDIR OG VIÐTAL:
SIGLRJÓIM JÓHAIMIMSSOIM
24
falmnn