Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 27
í STUTTU MÁLI
i • „Apache“ heitir gamalt og gott gítarlag, en það var danski
g ítarleikarinn Jörgen Ingman, sem gerði lagið geysilega vin-
sslt á Norðurlöndum og víðar. Nú hefur þessi ágæti gítar-
s Slóisti sent frá sér nýja plötu og titillagið heitir „Sahara“ og
r ú er að vita, hvort honum tekst að feta hinn hála vinsældar-
1 s;iga jafn hátt og þegar hann naut fulltingis „Síðasta Móhí-
líanans," en svo var „Apache“ stundum kallað hér heima.
~i r Frú Ringo á von á barni í október er haft eftir hinum til-
A onandi föður. Svo að það er útlit fyrir, að í vetur verði blöðin
3 firfull af myndum og frásögnum af fyrsta Beatles-barninu,
s?m fæðist innan löglegs hjónabands.
|r , • ; 7... ’• .. .
Ír Paul Anka kemur fram í nýjustu mynd Conny Francis,
irl Crazy, ásamt hinum brezku Herman’s Hermitis.
■ Rolling Stones munu hvíla sig á hljómplötuupptökum
æsta mánuð. Nýjasta E.P. platan þeirra heitir „Got live if
ýou want it“, en hún var hljóðrituð á hljómleikum í Manchester
og Liverpool.
I' ’
★ Andrés Indriðason er í fullu fjöri á hverjum laugardags-
eftirmiðdegi, en þáttur Andrésar nýtur mikilla vinsælda hjá
unga fólkinu, en flestir eru sammála, að hann sé of stuttur..
i
HEF ÉG EITTHVAÐ ?
„Kæri Fálki!
Ég er 13 ára, lítil eftir aldri,
en svolítið feit. Ég held að ég
sé fremur þroskuð, en þó veit
ég ekki. Ég er óskaplega feim-
in, en þó þorði ég um daginn
að segja við mömmu, að ég
þyrfti að fara að nota brjósta-
höld. En mamma hló bara, og
sagði, að ég þyrfti fyrst að
hafa eitthvað í þau. Ég eld-
roðnaði auðvitað og hljóp úr úr
herberginu. Síðan höfum við
ekkert talað um þetta, en ég
veit ekki hvað ég á að gera.
Nærri allar vinkonur mínar eru
farnar að nota þau, og þó hafa
þær flestar minni brjóst en ég.
Ég er dauðhrædd við að
minnast á þetta við mömmu
og pabba. Segðu mér nú hvað
ég á að gera, Fálki minn, og
að lokum þakka ég þér fyrir
efnið, sem alltaf er að verða
betra og betra.
A."
Svar: Keyptu þér sjáif
brjóstahöld, þau eru ekki svo
skelfilega dýr, og settu þau upp,
og þá verður mamma þin að
viðurkenna, að þú „hafir eitt-
hvað í þau“, sé svo.
KATÓLSKAR
IMESStiR
Fálki sæll,
Mig langar til þess að leita
upplýsinga hjá þér um það,
hvers vegna katólskum mess-
um sé aldrei útvarpað. Þetta
hefur verið mikið til umræðu,
en þó hef ég aldrei heyrt rétta
lausn. Ég vona, að þú svarir
þessu fljótt og vel.
S. V.
Svar:
Kaþólskar messur hafa löng-
um þótt hátíðlegri en messur
annarra safnaða innan krist-
innar kirkju. Þar var löngum
messað á latínu en samkvæmt
páfabréfi frá því í fyrra, er
þar nú messað á móðurmáli
hvers lands. Mikil ljósadýrð
er við kaþólskar messur og
reykelsi brennt. En þegar
Marteinn Lúther stofnaði sína
deild innan kristinnar kirkju
fólust breytingar hans eink-
um í því, að gera messugerð-
ir einfaldari, leggja niður
klaustur og að yfirmaður
kirkjunnar yrði þjóðhöfðingi
hvers ríkis, en ekki páfinn.
Hin iútherska kirkja er
þjóðkirkja Islendingá, og telj-
ast flestir íslenzkir þegnar til
hennar. Hins vegar eru hér
starfandi margir aðrir söfn-
uðir, og meðai annarra
kaþólskur söfnuður. er starf-
ar upp á gamia mátann. Hann
er nokkuð fjölmennur, og all-
ir þekkja hina glæsilegu
kirkju, sem stendur á Landa-
kotstúni.
Marga kann að hafa undrað,
að svo stór söfnuður skuli
ekki útvarpa messum sínum,
því að útvarpsmessur eru alls
ekki bundnar við þjóðkirkj-
una, saman ber aðveniista og
óháða söfnuðinn, sem messa
öðru hvoru í gegnum útvarp-
ið.
Fálkinn sneri sér til Ríkis-
útvarpsins, og leitaði upplýs-
inga um þetta. Því var til
að svara, að ekkert er því
til fyrirstöðu, en hins vegar
hafa kaþólikkarnir ekki sótt
um það. Biskupsskrifstofan
sér um það, hvernig messur
skiptast milli hinna einstöku
kirkna, og þeir söfnuðir, sem
ekki eru í þjóðkirkjunni út-
varpa messum á vorin og
haustin.
Messum er bæði útvarpað
og sjónvarpað i kaþólskum
löndum, en það er eingöngu
ætlað sjúku fólki, eða fólki,
sem af einhverjum ástæðum
öðrum getur ekki sótt kirkju,
því að í Jjessum löndum er trú-
in miklu stærri þáttur í dag-
legu lifi manna en í hinum
lúthersku löndum, og kirkju-
sókn miklu almennari.
Niðurstaðan er því, að út-
varpsmessur eru ekki bundn-
ar við þjóðkirkjuna, en ka-
þólski söfnuðurinn hefur hins
vegar ekki sótt um að messa
í útv^rpið.
KROSSGÁTUVERÐtL.
25. tbl. Kári Pétur Svein: n,
Vík í Mýrdal.
26. tbl. Ragnar Hauksson,
Kvisthaga 14, Rvík.
27. tbl. Þóra Erlendsdóttir,
Garðarsbraut 13,
Húsavík.
28. tbl. Auróra Halldórsdóttir,
Kvisthaga 6, Rvík.
Verðlaunin, 100 kr. verða
send verðlaunahafa innan
skamms.
. Hve marðir
íslendinðar
iifa á
landbúiiasli ? :
Morgunblaðið.
Send. Jóhann Kjartansson.
27
FALK.I NN