Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 10
„Nei,“ sagði hún. „Herrann sendi þá til að refsa honum. Þeir voru verkfæri Herrans, og Herrann mua ákveða örlög þeirra." Francis fór að tauta formæl- ingar og guðlast. Skyndilega kallaði hann til frú Barnard: „Farðu nú inn, gamla kjafta- kind. Nú er sýningin búin.“ Syst- ir hans snupraði hann, og hann bölvaði henni. Ég fór upp í bíl- inn minn. Rétt áður en ég ók á brott, leit ég aftur upp að húsinu. Þau voru enn í fordyr- inu. Hún var að skipa honum inn, og hann neitaði að hreyfa sig, með illkvittnu tannleysis- glotti. Þau voru hamingjusöm. Það var auðséð á hverjum drætti þeirra, í viðbrögðum þeirra hvort við öðru. Hann hafði einhvern til að þreyta og kvelja; hún hafði einhvern til að láta vand- lætingu sína bitna á, og hvor- ugt komst burt. Þau voru ein- ing. Þau áttu vel saman. Koleski var úti, en ég skildi eftir miða til hans. Mér virtist enginn efi leika lengur á því, að þetta voru sömu piltarnir, en lögreglan þarf meira til að sann- færast. Mér datt í hug, að hann myndi vilja spyrja Francis sjálf- ur. Ég náði í Traeey og stóð við nógu lengi til þess að minna börnin á, að þau ættu föður. „Þetta er afleitt fyrirkomulag," sagði ég við tengdaforeldra mína, „en eins og stendur, get ég enga aðra lausn fundið." „Okkur finnst dásamlegt að hafa börnin," sagði móðir Tra- cey. „Gætið aðeins sjálfra ykkar vel.“ Ég vissi, þótt hún hefði ekki minnzt á það við mig, að hún hafði reynt að fá Tracey ofan af því að dvelja hjá mér í húsinu, og augu hennar voru og djúp af kviða. Ég kyssti hana og bað hana að æðrast ekki. Ég kvaðst mundu gæta Tracey vel, og með þunga marghleypuna í vasanum fannst mér, að ég myndi fullfær um það. En að aðeins tuttugu min- útum liðnum varð mér ljós sú staðreynd, að til eru þær að- 10 stæður, sem byssur koma ekki að haldi. Á mótum Norðurvegar og Laurel Terrace Drive, hagar svo til, að ekið er næstum strax nið- ur í gil við árfarveg, ánni fylgt um nokkurn spöl, en síðan er tekin kröpp beygja til vinstri út á brú. Þessa beygju er ekki hægt að aka á mjög miklum hraða, en báðum megin við brúna er árbakkinn þéttvaxinn víðirunn- um og öðrum gróðri. Ég hafði beygt út á brúna og var að byrja að auka hrað- ann aftur, þegar snögglega 11. HLIJTI heyrðist hár brestur, og eitthvað flaug fram hjá eyra mínu. Það skall á framrúðunni. Ég sá „köngulóarvef" breiðast um gler- ið eins og fyrir töfra. f sömu andrá heyrði ég Tracey kalla upp yfir sig í skelfingarundrun. Hún hélt höndunum fyrir and- litið, og milli fingra hennar sá ég rautt blóðið vætla. XIII. Ég steig á benzíngjöfina af öllum kröftum. „Leggstu niður," sagði ég við Tracey. „Fleygðu þér niður á gólfið." Afturhjólin vældu og snerust i malarhreytingnum, sem alltaf er á brúnni, borinn þangað á bílhjólum á veginum. Mér fannst við hanga þarna kyrr óratíma, meðan Tracey renndi sér niður á gólfið, með hendur fyrir andlitinu, en ég dró höfuðið niður á milli herðanna, unz mig verkjaði i hálsinn af áreynslunni og þrýsti benzíngjöf- inni niður i gólf með fætinum. Það geta ekki hafa liðið meira en ein, tvær sekúndur. Þá tók bíllinn viðbragð. Annar brestur heyrðist, er eitthvað skall á hon- um, lægra í þetta skipti, í aftur- skerminn. Ég leit í spegilinn. Við vorum nú á hraðri ferð yfir brúna, í áttina að bugðótt- um veginum fyrir handan hana. Ég gat ekki horft lengi. En ég sá hávaxinn mann koma út úr runnunum þar sem hann hafði leynzt, beygja sig eftir grjóti og fleygja því á eftir okkur, árang- urslaust í vanmáttugri, barna- legri ofsabræði. Svo vorum við komin í hvarf. „Er allt i lagi með þig?“ spurði ég. „Tracey, ástin mín .... “ Ég var dauðskelkaður. Ég hafði aldrei á ævi minni verið svona hræddur. „Ég held það,“ sagði hún veikri, óstyrkri röddu. Hún lá enn í hnipri á gólfinu. Ég leit nið- ur. Hún hafði tekið hendurnar frá andlitinu og þrástarði á blóð- ið á þeim, galopnum augum. „Þetta er aðeins skráma," sagði ég. „Aðeins smáskráma, ástin mín, rétt fyrir ofan auga- brúnina." Ég vonaði, að svo væri. „Hérna," sagði ég og rétti henni vasaklútinn minn. „Við verðum komin heim eftir augna- blik. Þetta verður allt gott.“ Hún settist aftur í sætið og hélt vasaklútnum við ennið. Hún sýndist mjög smágerð. Allt of smágerð til þess að vera aðili að geigvænlegum atburðum. „Hvað var þetta?“ hvíslaði hún. „Ég veit það ekki. Byssukúla? Nei, ég heyrði engan skothvell. „Fyrsti hái bresturinn hafði heyrzt, þegar hluturinn fór í gegnum afturrúðuna. Það var gat I henni og glerið allt í sprungum. „Við hugsum ekki um það,“ sagði ég. „Við erum úr allri hættu núna." Ég ók upp eftir veginum eins og sviðinn ári úr víti. Ég var enn tiltölulega rólegur; eftirköst- in voru enn ekki farin að koma í ljós. En það var eins gott, að ekkert varð á vegi mínum. Ég hugsaði um það eitt að komast heim, og ég held ekki, að ég hefði getað hægt á ferðinni. Ég lét bílskúrinn lönd og leið. Ég geystist inn á akbrautina á tveim hjólum, rak Tracey á und- an mér inn í húsið og læsti á eftir okkur. Ég lét hana setjast í sófann, hringdi fyrst til lög- reglunnar og siðan til Obermey- ers læknis og fór svo til hennar aftur. Hún var ekki í sófanum. Ég heyrði vatnsnið í baðherberginu. Hún var að þvo sér um andlit og hendur í miklum flýti, eins og hún yrði að ná hverjum blóð- dropa af þeim fyrir einhvern á- kveðinn tíma, sem henni einni væri kunnur og mikilvægur. „Þú ættir ef til vill að láta þetta vera þangað til Obermeyer kemur," sagði ég. „Þetta er ekkert, Walt. Aðeins smáskeina." Hún þerraði hendur og andlit á handklæði, nema sár- ið. Það strauk hún með þurrku, sem hún tók úr kassa og horfði á sig í speglinum um leið. „Það er þegar hætt að blæða. Mér varð aðeins hverft við, ekkert annað." Varir hennar voru hvítar. Ég var hræddur um, að hún væri að liða í ómegin og lagði hand- leggina utan um hana. Hún brosti við mér i speglinum og sagði aftur: „Þetta er ekkert, Walt. Ekkert umtalsvert." „Komdu," sagð ég. „Við skul- um koma inn i stofuna og setjast niður.“ Ég varð skyndilega hræddur um, það yrði ég, sem liða myndi i ómegin. Ég leit á Tracy í speglinum. „Hann hefði getað drepið þig,“ sagði ég. „Hann hefði getað drepið þig,“ hvíslaði Tracey. „Hann var að reyna það. Ó Walt.“ Ég sá skýrt, eins og í hræði- legri sjónhending, skeytið, hvert sem það var, hitta mig í hnakk- ann, bílinn splundra veikbyggðu brjóstriðinu um brúna og steyp- ast niður á klettana fyrir neðan, með mig dauðan eða rænulausan við stýrið og Tracey . . . „Þetta bindur enda á það," sagði ég. „Mér stendur hjartan- lega á sama hverjir þeir eru eða hvort þeir nást nokkurntima. Við förum úr borginni. Fari til fjand- ans. Fari það allt til fjandans, Valley Steel, húsið hérna, allt saman. Allt samanlagt er það FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.