Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 18
„Ja, nú veit ég ekki, Mary Sue.“ „Við hrindum honum.“ „Hrindum honum?“ „Já, við hrindum hr. Shafer bara niður tröppurnar. Kjall- aratröppurnar eru brattar og dimmar, og hann gengur niður þær á mínútunni ellefu á hverjum einasta degi. Við þurf- um ekki annað en fela okkur í myrkrinu og hrinda hon- um niður — reka til dæmis kústskaft í bakið á honum.“ „Og það er sama hvaða dag við veljum?“ „Já, já — þ e. a. s. að sunnudeginum undanskildum. við förum alltaf í kirkju á sunnudögum klukkan ellefu, og þú skalt ekki halda, að ég ætli að missa af guðsþjónustunni minni bara til að myrða hr. Shafer.“ Frú Franklin var svo hreykin af hugkvæmni sinni, að léttur roði litaði vanga hennar og útlit hennar varð indælla en nokkru sinni fyrr. Enginn hefði getað trúað, að hún yrði sjötíu og sex ára í næsta mánuði. „En eitt man ég núna, Mary Sue,“ sagði frú Harrison. „Hr. Allen sem flutti hingað í vikunni sem leið, fer aldrei út fyrir dyr. Svo að hann verður heima klukkan ellefu.“ „Hann þurfum við ekkert að óttast," sagði frú Franklin. „Bæði er hann heyrnarsljór og svo niðursokkinn í að mála myndir, að ekkert nema jarðskjálfti gæti fengið hann til að fara út úr herberginu sínu.“ „Gott. Þá skulum við koma þessu í verk sem fyrst.“ „Já, því fyrr, því betra,“ samsinnti frú Franklin. AUÐVITAÐ var þeim ekki alvara... eða hvað? Nei, nei, blessaðar gömlu ekkjufrúrnar hefðu í raun og veru ekki getað gert flugu mein, en þær voru dauð- hræddar við hinn illgjarna og duttlungafulla hr. Shafer sem var vís til að reka þær burt úr litlu vistlegu herbergj- unum sínum á hverri stundu. Og þær kunnu mætavel við sig í þessu hverfi, rétt við aðalgötuna með öllum búðunum, og kirkjuna sína sáu þær ef þær litu út um gluggana. Þær létu sér nægja að leika sér að fyrirætluninni að myrða hr. Shafer eins og fátæklingar láta sig dreyma um að vinna milljón krónur í happdrætti. Daginn eftir að þær ákváðu að hrinda hr. Shafer niður kjallaratröppurnar byrjaði vorið. Og náttúrlega gátu þær ekki setið af sér fyrsta vordaginn, þó að þær þyrftu að fremja morð. Þær frestuðu morgunkaffinu sínu fram yfir hádegi. Frú Harrison sagðist ætla að skreppa í bæinn og líta á nýju vorhattana. Reyndar hafði hún ekki efni á að kaupa sér hatt, en það var alltaf gaman að skoða týzkunýj- ungarnar. Frú Franklin fór út til að dást að nýútsprungnu páskaliljunum og krókusunum 1 lystigarðinum. Hr. Shafer heyrði þegar þær fóru út. „Loksins, loksins,“ tautaði hann í barm sér. „Loksins getur maður dregið and- ann léttar í friði fyrir þessum gömlu síblaðrandi nornum." N° En var aðeins einn leigjandi heima, og það var Lawrence Allen sem bjó í herberginu við hliðina á frú Franklin. hann heyrði ekki þegar gömlu frúrnar fóru, jafnvel þótt veggirnir væru næfurþunnir, því að hann var orðinn fjarska heyrnardaufur. Honum stóð alveg á sama þó að fólk yrði að hrópa til þess að hann heyrði í því. Meðan hann gat brugðið pensli á léreft var honum sama um allt annað í veröldinni. Alla ævi hafði hann dreymt um að mála, en tómstundamálari vildi hann ekki vera. Myndlistin var honum köllun. Og þegar byrðum fjölskyldulífsins var af honum létt gat hann loks látið draum sinn rætast — að gera tilraun til að verða góður listmálari. Fyrst hafði hann séð fyrir foreldrum sínum og síðan sinni eigin fjölskyldu. Nú var konan hans dáin og synir hans báðir kvæntir. Eftir langa og skyldurækna ævi gat Lawrence Allen loks leyft sér þann munað að hugsa um sjálfan sig og þarfir sínar sem voru fáar og smáar. Það eina sem hann hafði þörf fyrir, var staður sem hann gat unnið að list sinni, og hin nauðsynlegu áhöld. Ein mál- tíð á dag nægði honum. Ekkert gat lengur hindrað fram- sókn hans á listabrautinni, og eftir langa leit að ódýru her- bergi með góðri birtu var hann loks svo heppinn að finna þetta. Aldrei á ævi sinni hafði hann verið eins hamingju- samur og hérna í litla fátæklega herberginu sínu með eina litla fátæklega máltíð á dag. Nú gat hann málað af hjartans lyst og þurfti ekki að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut. HANN var rétt búinn að festa léreftið á trönurnar og velja sér pensil þegar hurðinni var þeytt upp. Hr. Shafer stóð í dyrunum froðufellandi af bræði. „Hvað í fjandanum er hér á seyði?“ öskraði hann. „Hvaðap kemur þessi ódaunn?“ Vesalings málarinr. hrökk upp úr sæludraumi sínum og hlustaði skelfdur á þessa þrumuraust. „Út með þetta bölvað drasl og það á stundinni!“ grenj- aði hr. Shafer. „Þetta er svefnherbergi, en ekki vinnustofa! Ég legg blátt bann við þessu fúski í mínu húsi! Það lyktar eins og í sóðalegu fjósi! Hefði mig grunað, að þér mynduð svína allt út á þennan hátt, þá myndi ég aldrei hafa leigt yður herbergi! Út með yður og allt yðar hafurtask — tafar- Iaust!“ Húsráðandinn sneri bakinu í leigjandann og þrammaði þungstígur fram ganginn. Hr. Állen missti pensilinn á gólf- ið. Hendur hans skulfu, og hann tók andköf. Svo rauk hann upp og elti hr. Shafer. „Þetta getið þér ekki gert mér, hr. Shafer!“ hrópaði hann í angist. „Ég hef beðið alla mína ævi eftir þessu tæki- færi til að mála. Ég hef leitað um allt að herbergi með góðri birtu. Ellilaunin mín hrökkva ekki fyrir dýrara her- bergi en þessu. Þér skuluð ekki geta hrakið mig burt! Ég flyt ekkí, heyrið þér það!“ SHAFER var kominn að aðaltröppunum. Hann leit um öxl og hreytti út úr sér: „Þér heyrðuð hvað ég sagði, og mér var full alvara! Út með yður og allt yðar skítuga drasl — og það undir eins!“ Hr. Allen hljóp á eftir húsráðandanum og grátbað hann að leyfa sér að vera áfram í herberginu. Hann var viti sínu fjær af örvilnun. Þáð var um lífið sjálft að tefla, að hann fengi að vera kyrr. Hann gat ekki flutt úr herbergi með svona góðri birtu. Heldur vildi hann deyja. „Þér verðið að hlusta á mig, hr. Shafer!“ æpti hann. „Þér verðið og þér skuluð hlusta á mig, hvort sem yður líkar betur eða verr!“ Örvæntingin í rödd hans fékk hr. Shafer til að líta við.. „Ef þér ekki farið burt á stundinni með draslið yðar, skal ég...“ Hann þagnaði skyndilega. Svipurinn á andliti hr. Allens var ógnvænlegur. Hr. Shafer fölnaði af hræðslu. Hann stökk niður aðaltröppurnar og að kjallaradyrunum. Hann skellti þeim í lás á eftir sér. Án þess að gefa sér tíma til að kveikja ljósið þaut hann niður brattar tröppurnar. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.