Fálkinn - 16.08.1965, Qupperneq 35
© Búðir
Framh. af bls. 24.
móti 40 orlofskonum af Snæ-
fellsnesi og sennilega verður
sami háttur hafður á í ár.
Maturinn á hótelinu þykir
mjög góður og er kalda borðið
á kvöldin sérstaklega ríkulegt
og vel skreytt. Lax, egg og ali-
kálfakjöt er fengið hjá bænd-
um í kring, en mjólkurmatur
allur kemur frá Borgarnesi, ný-
lenduvörur úr Ólafsvík og nýtt
grænmeti frá Reykjavík. Kjöt-
ið er keypt í heilum skrokkum
og er unnið á staðnum, enn-
fremur ailt álegg, mayonnayse
og fleira.
Útlendingar verða býsna
undrandi þegar þeir sjá þennan
veizlumat og spyrja hvernig
hægt sé að ná í þennan mat á
svo afskekktum stað.
Lóa sagði að lokum að menn-
ing ferðafólksins hefði stórum
breytzt til hins betra undan-
farin ár, og það væri aðkall-
andi í veitingahúsamálum, að
fólk, sem veldist til framleiðslu-
starfa, gæti farið á námskeið
og lært sitt fag — þetta hefði
að vísu verið reynt, en náði
ekki tilætluðum árangri.
Búðir eiga sér langa og
merkilega sögu og viljum vér
benda á fimm greinar sem
Árni Óla skrifaði um Búðir í
Lesbók Morgunblaðsins á tíma-
bilinu september- október 1960.
— Hann er svo feiminn greyið!
• Engan Pabba
Framh. af bls. 31.
— Já, ætlar þú að gifta þig
líka?
— Auðvitað. Veiztu hverri
ég ætla að giftast? Ég ætla að
giftast þér, mamma.
— Ætlar þú það? Og viltu
eignast börn?
— Jahá. Fjögur . . . sex . ..
tólf .. . fjórtán.
— Jæja, Jóhann ...! Viltu
líka eiga systkin? Kannski
lítinn bróður?
— Nei, engin smábörn, þau
öskra bara. Ég vil eignast stór-
an bróður. Mamma, mér er
kalt, ég þarf meiri sæng.
Mamma, áður en ég fæddist,
var ég .. . var ég þá smábarn
í maganum á þér.
— Mmmmm!
— Þora þá smábörn að vera
einsömul... .?
— En þú varst ekki einn,
vinur minn. Þú varst hjá mér.
— Er pabbi einsamall núna?
— Nei, hann er hjá nýju
konunni sinni.
— En ert þú einsömul,
mamma?
— Nei, ég er hjá þér, vinur
minn.
— Ooo, þú klemmir mig svo
fast.
— Jóhann, geðjast þér að
því, ef mamma er með öðrum
mönnum?
— Vilt þú það.
— Ég spurði fyrst.
— Neei.
— Af hverju ekki?
— Neei... jú ... mennirnir,
sem ég þekki eru ágætir.
— Andrés frændi?
— Hann er skemmtilegur.
mér líkar vel við hann.
— Vilt þú, að hann komi hér
og búi hjá okkur?
— Nei, þú skalt bara vera
hjá mér.
— Þú veizt vel, elskan mín,
að mamma vill helzt vera hjá
þér í öllum heiminum. En held-
ur þú ekki að það væri gott að
hafa sterkan mann heima, sem
gæti hjálpað okkur með hitt og
þetta.
— Við gætum fengið afa lán-
aðan, hann er flínkur.
— En þegar við förum i
skemmtigarðinn á sunnudögum,
finnst þér þá ekki slæmt að
hafa ekki pabba eins og önnur
börn hafa.
— Nei, nei, ég get líka stund-
um verið með pabba.
— Vilt þú þá, að mamma
verði með.
— Já. En eigum við nú að
lesa ævintýrið?
— Við skulum gera það. En
finnst þér að ég eigi að gifta
mig aftur?
— Má gifta sig tvisvar?
— Já, það má.
— Þá skulum við giftast
pabba aftur.
• Morð
Framh. af bls. 19.
hvíldi nú yfir trúnaðarsam-
bandi þeirra. Þær voru dálítið
móðgaðar hvor út í aðra, og
einkum var frú Harrison tor-
tryggin í garð vinkonu sinnar.
Ja, þessir heimskingjar í lög-
reglunni máttu svo sem halda,
að þetta hefði verið slys, en
hún vissi mætavel, að það var
Mary Sue Franklin sem var
morðinginn. Henni datt ekki í
hug að trúa lygasögu frú Frank-
lin. Ónei,, Mary Sue hafði sko
ekki verið á neinni göngu í
lystigarðinum þennan morgun.
Hún hafði notað tækifærif>
þegar frú Harrison fór í bæinn
að líta á vorhattana, læðzt
aftur heim og hrint hr. Shafer
niður kjallaratröppurnar á mín-
útunni ellefu, eins og þær
höfðu áformað í sameiningu.
Fyrir sitt leyti var frú Frank-
lin allsár yfir því, að Matilda
skyldi fara svona að ráði sínu.
Það var þó frú Franklin sem
fann upp á þessari aðferð, en
ekki Matilda, og henni fannst
það mjög óviðeigandi, að vin-
kona hennar skyldi fara á bak-
við hana án þess að ræða málið
frekar. Og hún sem hafði alltaf
haldið, að Matilda væri svo
feimin og óframfærin. Það
kom henni á óvart og — ja, ef
hún átti að segja eins og var
— vakti hjá henni töluverða
gremju, að Matilda skyldi ríða á
vaðið... og nota sér hennar
hugmynd. Ojæja, það sýndi
bara, að aldrei þekkti maður
neinn til hlítar. Að hugsa sér,
að Matilda skyldi látast ætla að
fara og skoða nýju vorhattana
í búðunum, en fela sig þess í
stað í kústaskápnum fyrir ofan
kjallaratröppurnar í því augna-
miði að hrinda hr. Shafer á
fund forfeðra sinna með með
duglegu höggi í bakið.
GÖMLU vinkonurnar héldu
áfram að drekka morgun-
kaffið, en þær gættu þess vand-
lega að snúa aldrei baki hvor
við annarri, og þegar augu
þeirra mættust var hvor um
sig óhagganlega sannfærð um,
að hún sæti andspænis út-
smognum morðingja. ★ ★
£.k.k.i fhmm 0« noiuur* .
t w-ví.k/V7 -
VÍR
PANTIÐ STIMPLANA HJÁ
FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE
SPlTALASTlG 10 v.OÐINSTORG
SÍMI 11640
FÁLKINN