Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 23

Fálkinn - 16.08.1965, Blaðsíða 23
Við Búlandshöfða. Jökullinn í baksýn. Frá Rifi, Ólafsvík og „Ennið“ í baksýn. Frá Hellnum. Nýja bryggjan í baksýn. Að lokinni veizlunni, var blaðamönnum vísað til sængur í hinum nýju húsakynnum og veit ég ekki betur en þeir hafi sofið sætt, það sem eftir lifði nætur. Morguninn eftir gekk Gísli stofugang, og ræsti mannskapinn til morgunverðar. Að honum loknum var farið í stutta kynnis- ferð út á nesið og var fyrsti viðkomustaðurinn Hellnar. Ekið var niður að bryggjunni, þar sem nokkrir menn unnu við að lengja hafnargarðinn. Við skoðuðum Baðstofuklettinn, sérkenni- legan gataklett og flögruðu þar sjávarfuglar fram og aftur, inn og út um gatið. í berginu býr fuglinn og gátum við glöggt greint ugluna, litla og loðna í hreiðrunum. Þegar við höfðum skoðað um stund, var Kristinn Kristjánsson sóttur heim, en hann rekur verzlun og fiskverkun á staðnum og nefnir íbúðarhúsið sitt hinu snæfellska nafni „Bárðarbúð". Kristinn bauð okkur öl að drekka í verzluninni, sem hefur á boðstólum margar vörutegundir. Einhver sá átekinn sígarettu- pakka í hillu sem bar það sögufræga nafn „Ben Hur“ og þótti skrítið, og kom jafnvel tii hugar að pakkinn sá arna væri eftir- legukind frá fyrri heimsstyrjaldar, en Kristinn fræðir okkur á því, að nokkrir grikkir hafi komið til sín í verzlunina nokkrum dögum áður og gefið sér pakkann, og var sá uppsláttur þar með úr sögunni. Kristinn fylgdi okkur síðan að Bárðarlaug, aldagömlum eld- gíg, eldri ísöldunum, sagði Gísli og er vatn í hringlaga skálinni eins og Kerinu í Grímsnesi. Það hefur ekki verið smábeinóttur karl hann Bárður, að honum skyldi ekki nægja minni laug en þetta. Svo fer Kristinn með okkur í kirkjuna og sýnir altaristöflu- rammann, sem er haglega skorinn í rauðvið. Hann segir okkur að verkið hafi ungur maður frá Hellissandi unnið, og hafi sá heitið Jóhann og dáið fyrir aldur fram; orðið úti á leiðinni til Hellissands. Jóhann hafi numið list sína hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera. Skírnarfonturinn er eftir Ásmund, og í loftinu hangir afgömul Gömul hús og bátar í Grafarnesi. ÍSflS I — zr —; — Bátshró í Arnarstapafjöru. ljósakróna, með austurlenzkum svip, og hefur lifað margar kirkjur, segir Kristinn. Við kveðjum Kristinn og höldum sömu leið til baka, en komum við á Arnarstapa og þar er ekki síður sérkennilegt en á Hellnum. Einn bátur ligg- ur við bryggjuna og neðan úr lúkarnum syngur Ellý Vil- hjáls Ave Maria í óskalaga- þætti sjúklinga. Undirritaður gerir heiðarlega Alexander Mc Arthur og Gísii leiðsögumaður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.